Vikan


Vikan - 14.05.1987, Blaðsíða 22

Vikan - 14.05.1987, Blaðsíða 22
K V I K M Y N D Y N D B Ö N D Nýjar kvikmyndir BettyBlue Sú franska kvikmynd, sem tvi- mælalaust hefur vakið mesta athygli undanfarið ár, er þriðja kvikmynd Jean-Jacques Beineix, Betty Blue. Eins og fyrri myndir Beineix, Diva og Moon in the Gutter, fjallar Betty Blue um sam- skipti karls og konu og konan er sem óður dularfull en mun jarð- neskari en áður. Betty Blue er gerð eftir skáld- sögu Philippe Dijan, 37° 2 Le Matin Betty Blue, og Ijallar um Zorg sem er allra handa maður en hefur löngun til að vera rithöf- undur. Hann kynnist ungri stúlku, Betty Blue, sem breytir lífi hans. Eftir að hafa brennt hús hans halda þau til Parísar. En Éjótlega eftir að þau koma til Parísar fer Betty Blue að fá höfuðverk og heyra raddir og augljóst er að hún er að verða vitskert og samband þeirra fær sorglegan endi. Betty Blue hefur yfirleitt fengið góða dóma og aðsókn og þykir falleg á að líta. Svo er einnig um aðalleikkonuna, Béatrice Dalle, tuttugu og eins árs stúlku sem hér fer með sitt fyrsta hlutverk. Hafa margir líkt henni við Brigitte Bardot þegar hún hóf feril sinn. Béatrice Dalle varð leikkona af tilviljun. Ljósmyndari nokkur sá hana á götu, tók myndir af henni og ein rataði á forsíðu á Ijós- myndatímariti. Upp úr því fór Béatrice Dalle í prufutöku fyrir Betty Blue og árangurinn er sá að núna fær hún að minnsta kosti eitt tilboð á dag. . . Sá er leikur Zorg nefnist Jean- Hugues Anglade og þrátt fyrir góðan leik hefur hann fallið í skuggann fyrir hinni fersku Béatrice Dalle, en þess má geta að hann lék þann sem var á hjóla- skautum í Subway. Jean-Hugues Anglade og Béatrice Dalle í hlutverkum sínum. 22 VIKAN 20. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.