Vikan


Vikan - 14.05.1987, Side 44

Vikan - 14.05.1987, Side 44
VIÐ TJORNINA Fyrir stuttu kíktum við aðeins á svanina á Reykjavíkurtjöm. Nú förum við aftur niður að Tjöm og heilsum upp á endumar. Margar tegundir em til af öndum en sú sem við þekkjum líklega best er stokkönd- in. Karlfuglinn heitir steggur og kvenfuglinn kolla. Stokkendumar em móbrúnar að lit en um varptímann íklæðist steggurinn mjög skrautlegum búningi. Þá verður höfuðið dökkgrænt með bláum litbrigðum og málmgljáa. Hvítur hringur er um hálsinn og bringan rauðbrún. Að öðm leyti er fugl- inn að mestu leyti grár nema svartur litur á aftanverðu baki og svartar og hvítar fjaðr- ir í stéli. Stokköndin lifír að mestu leyti á plöntu- fæðu og hefur hún ásamt fleiri öndum verið kölluð buslönd. Nafnið er dregið af því að hún kafar ekki í ætisleit heldur kollsteypir sér og buslar á yfirborðinu svo að aftur- hlutinn stendur upp úr. En þennan buslu- gang hafið þið ábyggilega séð hjá öndunum á Tjöminni. Stokköndin er kröftugur flugfugl. Hún er með stóra vængi og svo sterk að hún á auðvelt með að hefja sig til flugs þó hún sé þung, en hún er um og yfir kíló að þyngd. Hún getur flogið hundrað kílómetra án þess að hvíla sig. En þegar hún tekur sér hvíld og sefur stingur hún nefinu undir væng til að halda á sér hita. Andahjónin halda ekki tryggð hvort við annað ár eftir ár eins og svanimir heldur finna sér nýjan maka á hveiju vori. Varp- tíminn er aðallega í maí en ef fyrsta varp mistekst verpir fuglinn fram eftir júní. Hreiðrið er úr kvistum og blöðum og fóðr- að innan með dúni sem öndin strýkur af bringunni með nefinu en nýr dúnn vex aft- ur. Eggin eru átta til tíu og kollan liggur ein á en steggurinn stendur vörð framan af. Þegar ungamir skríða úr eggjunum er stegg- urinn fjarverandi. Þá er hann i sámm en það er þegar hann hefur fataskipti, fellir skrautlegu fjaðrimar og fer í svokallaðan felubúning og er þá mjög líkur kvenfuglin- um. Þó má þekkja hann.á nefinu sem er gulara en á kollunni. Síðar skiptir kollan um fjaðrir. Á þessum tíma em fuglamir ófleygir. Ungamir skríða úr eggjunum eftir fjórar vikur og em þá móbmnir á litinn og vel dúnklæddir. Þegar þeir hafa þomað geta þeir kastað sér út í vatnið og em flugsynd- ir. Ef hætta steðjar að stinga þeir sér á kaf í vatnið. Eftir fimm til sjö vikur em þeir fleygir. Ungamir lifa eingöngu á smáum skordýmm fyrst eftir að þeir koma úr eggj- unum. Nú styttist í að við sjáum ungana synda á Tjöminni. En ungamamman á líka til að fara í gönguferðir með ungahópinn sinn, jafnvel þvert yfir hættulegar umferðargötur. Þá er ekkert farið eftir umferðarreglunum, á merktri gangbraut eða grænu ljósi. Sem betur fer koma þá lögreglan eða aðrir veg- farendur til hjálpar og stoppa bílaumferðina á meðan andafjölskyldan kemur sér yfir götuna. Á alveg frábærri sýn- ingu, Myndlist bama, . sem Iönaðarbankinn hélt fyrir stuttu í Lista- safni ASÍ, var þessi mynd sýnd. Hún heitir Við Tjömina og er eftir sjö ára gamlan strák, Samúel Orra Samúels- son. Á myndinni sjáum við meðal annars stokkandarsteggi. 44 VIKAN 20. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.