Vikan


Vikan - 14.05.1987, Side 46

Vikan - 14.05.1987, Side 46
Laxveiðin að hefjast og veiðimenn kætast Vorveiðin er búin, silungsveiðin í vötnum er komin vel á veg og það eru ekki nema nokkrar mínútur þangað til fyrstu laxveiðiárnar verða opnaðar. Veiðitíminn er að komast á fullt og veiðimenn kætast. Þetta er það sem veiðimenn hafa beðið eftir og nú spyrja menn hvernig sumar þetta verði. Stór- laxasumar? Smálaxasumar? Gott eða vont? Vorveiðin gekk vel víðast hvar og margir fengu góða veiði, hvort sem það var í Þorleifslæk, Rangánum, Geir- landsá, Vatnamótunum eða Laxá í Leirársveit. Stærsti fiskurinn, sem veidd- ist í vorveiðinni, var tólf pund og veiddist í Geirlandsá, tíu punda veidd- ust lika. Silungsveiðin virðist skipa æ hærri sess meðal veiðimanna og þeim fjölgar sem renna fyrir silung. Fluguveiðinni hefur líka vaxið fiskur um hrygg og þeim fjölgar sem kaupa sér stöng og renna fyrir fiskinn með flugum í öllum regnbogans litum. „Ég lagði gömlu maðkastönginni minni og fékk mér flugustöng enda er ólíkt skemmtilegra að veiða á hana, þetta verða meiri átök við fiskinn og baráttan verður jafnari,“ sagði veiði- maður sem nýlega byrjaði í fluguveið- inni. Gjarnan mætti leggja meiri rækt við veiðivötnin okkar og grisja þau, fisk- urinn er alltof smár i mörgum þeirra. Laxveiðin hefst I. júni og þá verða opnaðar veiðiár eins og Norðurá í Borg- arfirði og Laxá á Ásum. Veiðispámenn þjóðarinnar segja þetta verða mesta lax- veiðiár í manna minnum og allt verði fullt af fiski. Við skulum vona það og enginn veiðimaður fari heim með öngul- inn i rassinum. Við heyrðum af einurn sem ekki hefur fengið lax í tiu sumur og við skulum lians vegna vona að lax- inn taki hjá honum, enda fer hann víst í margar góðar veiðiár og þetta ætli að ganga þetta sumarið. Annars. . . Guðjón Hann- esson mun veiða víða á þessu mikla laxveiðisumri sem spáð er og hér landar hannsjö punda laxi í Varmadals- grjótunum í Leirvogsá. Texti og myndir: Gunnar Bender og Stefán Kristjánsson

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.