Vikan


Vikan - 14.05.1987, Síða 47

Vikan - 14.05.1987, Síða 47
Veiðimenn eru farnir að dorga og fiskurinn farinn að taka eins og hjá þessum unga Neskaupstaðarbúa sem rennir fyrir ufsa og fær hann. Stuttar veiðifréttir Sigurður Sigurjónsson leikari er einn af veiðimönnunum sjúku og rennir fyrir fisk þegar hann getur og hefur tíma. Sigurður tók veiðitímann snemma og renndi fyrir fisk og ýmislegt annað í Þorleifslæk. Veiðitúrinn gekk vel hjá Sigurði og veiddi hann fjölda fiska, smáa og stóra. Þar sem fiskurinn í læknum hefur hingað til ekki þótt fallegur og matarmikill tók Sigurður aðeins fimm með sér heirn og gaf kettinum sínum. Heilsan hjá kettinum eftir þetta át á fiskinum úr Þorleifslæk var slæm og tók það víst köttinn nokkra daga að jafna sig eftir fiskátið. Skyldi nokkurn undra? Þeir eru margir, veiðimennirnir, sem hafa farið í Þor- leifslæk og rennt. Við fréttum af einum sem gafst upp og fór heim. Hvers vegna? Hann hafði séð alltof margt torkennilegt renna framhjá agninu, eins og gulan, grænan og hvítan smokk. Þá var honum nóg boðið og fór heim. Við heyrðum nýlega að það ætti að hreinsa lækinn innan tíðar og setja rotþró til að stoppa... Landssamband stangaveiðimanna er vaxandi félag og mikið hefur verið gert síðustu mánuði. Þar fara fremst í flokki Rafn Hafnfjörð og stjórnin og ýmislegt hefur verið gert. Stærsta verkefnið verður veiðidagur fjölskyldunnar sem haldinn verður 21. júní og búist er við miklu fjölmenni við veiðivötn víðs vegar um landið. Hafa þeir hjá Landssam- bandinu staðið fyrir miklu happdrætti og hefur gengið vel að selja niiða enda glæsilegir vinningar í boði, eins og veiðileyfi í mörgum góðum veiðiám og vötnum víða unt landið. Mörgum hefur orðið tíðrætt urn hið milda veður sem ríkt hefur í vetur. Til rnarks um veðurblíðuna er sönn saga af maðkatínslumanni sem tíndi hundr- að og sextíu skoska maðka í garði sínuni í janúar. Mun þetta einsdænti hér á landi. Eitthvað munu þeir sem áhuga hafa á þeirn slímuga þurfa að bíða enn eftir „tínsluveðri" en væntanlega verður nóg til af maðki í sumar. 20. TBL VIKAN 47

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.