Vikan


Vikan - 14.05.1987, Qupperneq 58

Vikan - 14.05.1987, Qupperneq 58
París? „Alveg æðisleg, töfrandi og spennandi.“ - „Ekkert sérstök, eins og hver önnur stór- borg.“ Á þennan veg hljóða ummæli margra sem gista París um skemmri tíma - annað- hvort eða. Ef fólk á annað borð hrífst af borginni eru lýsingar- orðin gjarnan hástemmd og undirstrikuð af mik- illi tilfinningu. Ástæður fyrir svo misjafnri upp- lifun eru sjálfsagt fjöl- margar en eitt atriði er áreiðanlega nokkuð af- gerandi og það er hvern- ig borgin er skoðuð og upplifuð. Þeim sem koma í fyrsta sinn til Parísar og hafa lítið kynnt sér hvað borgin hefur að bjóða eða hvaða séreinkennum hún býr yfir er hætt við að fljóta með túristastraumnum um staði sem gætu verið í hvaða borg sem er. Hinir sem hafa pata af hvar púls borgarinnar og andrúmsloft er að finna komast að raun um að París er engri annarri lik. . . Ef lesendur Vikunnar eru á leið til Parísar í fyrsta skipti gefa eftirfarandi brotabrot ef til vill ör- litla innsýn í hvað þar er í boði, auk klassískra sögulegra staðreynda. Eitt af frægari kaffihúsunum i Saint Germain, Café de Flore. UPPHAFIÐ Allt byrjaði þetta á lítilli eyju í ánni Signu (nú Ile de la Cité). Þar munu hafa sest að, á 3. öld fyrir Krist, keltneskir fiski- og farmenn er nefndust Parísar. Arið 52 fyrir Krist sigr- uðu rómverskir hermenn Júlíusar Sesars borgina sem þeir fyrst nefndu Lutetia en siðar París. Nokkrum öldum síðar komu svo með- al annarra Húnar og Frankar til sögunnar og árið 508 gerði hinn kristni Klovis Franka- konungur borgina að sinni. Allt fram að byltingunni 1789 sáu hin ýmsu ættarveldi um konungdæmið og ríkið átti sín blómaskeið jafnt sem tíma eymdar og niður- lægingar. Frægir og að sumu leyti farsælir konungar síðari alda (1589-1715) voru Hinrik IV. Lúðvík XIII og nafni hans XIV, öðru nafni sólkonungurinn, en í hans tíð reis veldi ríkisins hvað hæst. Eftir byltinguna tókst Napóleon Bonaparte að reisa borgina við og gera hana að þeirri mestu í Evrópu um skeið. Eftir enn eitt konungatímabil komst keisarinn Napóleon 111 til valda, en það var í hans tíð sem barón Haussmann hannaði breiðstrætin þvers og kruss um borgina er aðskilja hverfin tuttugu. Árið 1870 varð Frakkland loks það lýðveldi sem það er i dag. LUTETIA - PARÍS Byggðin á eyjunni stækkaði ört eftir að Rómverjar komu og leið ekki á löngu áður en hún hafði teygt sig yfir á vinstri bakkann til suðurs. Síðar tók hægri bakkinn að byggj- ast, en þar var votlendi og gott nytjaland. Miðja Parísar telst enn í dag vera á Ile de la Cité, framan við 12. aldardómkirkjuna frægu, Notre-Dame, og þar er upphaf „spíralsins" sem markar hverfaskiptingu borgarinnar frá eitt til tuttugu. Það er ekki með réttu hægt að tala um neina eina miðborg í París, fremur nokkra miðbæjarhluta sem umlykja Ile de la Cité í 1. hverfi. Hægri bakkinn (í norðri) telst vera miðstöð verslunar og stjórnsýslu en sá vinstri státar af fiestum menntasetrum og fjölbreyttu 58 VIKAN 20. TBL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.