Vikan


Vikan - 04.06.1987, Blaðsíða 14

Vikan - 04.06.1987, Blaðsíða 14
ísland í höfði Bernharðs Höfn þegar gainla þernan minntist á Fransmanninn, hann væri svo einmana og fallegur drengur. En við Jón máttum ekki vera að þvi að hlusta á þá gömlu því einmitt þá var okkar helgistund að renna upp. Við fórum upp á bátadekk og horfð- um til lands. Þetta gerðum við alltaf fyrir austan Höfn. Við bara horfðum til lands frá Stokksnesi og fyrir Lónið og nutum þess að horfa á fjallið sem lítur út eins og brjóst. „Þetta er eins og konubrjóst,“ sögðum við alltaf okkar á milli og þögðum svo. Þetta er eins og brjóst konunnar, kærustunnar eða hennar mömmu. Þetta eru brjóst íjallkonunnar. Við fórum alltaf upp á dekkið þarna og stóðum í andakt nokkra stund, hvort sem var að nóttu eða degi. Jafnvel í þoku reyndum við að grilla í þessi brjóst því þau voru tákn þess að þetta land er hún mamma okkar allra. Þungir skýjabakkar nálguðust úr suð- austrinu og við litum upp þegar fyrstu rigningardroparnir féllu. Þá sáum við Bcrnharð standa fyrir aftan okkur í skoti við dyrnar. Hann hafði greinilega verið að fylgjast með okkur. Við bentum á fjall- ið og gerðum handahreyfingar fyrir okkar eigin brjóstum sem skiljast um víða ver- öld. Bernharður herti sig auðsjáanlega upp og brosti. Hann hafði skilið okkur og horfði til Ijallanna sem voru að hverfa í rigningu og þokusudda. Við vorum í góðu skapi og klöppuðum honum á bakið og sögðum: „Þetta er allt í lagi, vinur. Nú fara allir i koju því við þurfum að vera klárir fyrir uppskipun á Fáskrúðsfirði eldsnemma í fyrramálið." En Bernharður vildi tala. Hann spurði okkur hvers vegna engir farþegar væru um borð og við gátum ekki svarað því. Honurn fannst hann hafa verið blekktur, hafður að fífli, og hér var hann einn og yftrgeFtnn. Einmanaleikinn stafaði af honum og við vorkenndum honum. Þannig hófst nýr kafli í sjóferð Bern- harðs og okkar Jóns. Við höfðum gætur á bátadekkinu og skiptum okkur af hon- um þegar færi gafst. Ég var að kasta drasli út af skutnum og leit upp á bátadekkið. Ég sá Bernharð, kallaði til hans og benti út yfír hafið: „Sástu hvalinn?“ Hann leit í áttina sem ég benti og hikaði. „Nú, þarna er hann aftur,“ hrópaði ég. Bernharður skimaði út yfír hafflötinn. Hann kinkaði kolli glað- ur á svip. Honunr fannst hann hafa séð hvalinn og hann ljómaði af ánægju. Ég var samt að ljúga því ég hafði séð hvalinn nokkrum tímum áður þar sem hann fylgdi skipinu smástund og renndi sér svo í bylgju og hvarf. Það var dimmt og rign- ingarskúrir gengu yfir. Bcrnharður horfði út í rigninguna. Hann dró djúpt andann, skimaði enn um stund og leit svo niður með skipssíðunni þar sem sjórinn féll frá bóg og skrúfu. Við Jón höfðum greinilega gefið ferð Bernharðs nýtt innihald. Hann fylgdist með okkur og birtist alltaf þegar við feng- um okkur frískt loft í skutnum. Hann kom ekki niður en við fórum upp á bátadekkið og ræddum við hann. Hann vildi vita allt um íslenskar konur en minntist ekki á munnmælasöguna fyrr en á Ströndum eða við Látrabjarg. Við fórum frá Norðfirði að kvöldlagi. Á leiðinni út höfðum við Jón tekið í spil og fengið okkur einn gráan. Bernharður var uppi á bátadekkinu, eins og venjulega, þegar við komuin út. Hann vildi spyrja okkur um fiska. Ég sagði við hann: „Bern- harður, veistu hver er hættulegasti fiskur sem fyrirfinnst í sjónum?“ Hann horfði á mig augum sem ég vissi að treystu mér. Ef til vill fann hann aðeins keim af áfengis- lykt. „Jú, vinur minn, það er sko ekki hvalurinn. Það er sko annað dýr, minna og veiklulegra útlits. - Það er sildin.“ Það var suddi í loftinu og varla sást meira en nokkra metra út yfir borðstokkinn. Jón benti út í þokuna í austurátt: „Hefurðu heyrt um Rauða torgið, eða hvað?" Bern- harður varð undrandi á svipinn. „Jú, auðvitað." „Nei, nei, þú þekkir ekki það torg,“ sagði hann og ég glotti með Jóni, „ekki einu sinni harðsvíruðustu leiðtogar Sovétríkjanna hafa séð hið sanna Rauða torg þar sem hættulegasti fiskur sjávarins lék sér áður en mennirnir, sakir ráðsnilld- ar sinnar, komu honum fyrir kattarnef.“ Bernharður vissi ekki hvort hann átti að brosa eða vera alvarlegur. Hann horfði rannsakandi augnaráði á okkur. Jón þandi brjóstið og gerði sig merkilegan. Okkur fannst alveg bráðnauðsynlegt að upplýsa þennan sakleysingja frá suðlægum löndum, þennan andskotans móðursvipta dreng, unr staðreyndir lífsins. „Sérðu, nú ætla ég að útskýra þetta fyr- ir þér,“ sagði ég. „Margar sjómílur hér austur af eru straumamót sem allir íslensk- ir sjómenn þekkja. Þar safnaðist saman alveg stjarnfræðileg kássa af pinkulitlum rauðum kvikindum sem varla sjást með berum augum en lita samt hafið svo rautt að það lítur út eins og tómatsúpa - já, tómatsúpa!" Ég hallaði mér að Bernharði og hann hörfaði aðeins undan. „Núna er ég að segja þér heilagan sannleika," sagði ég og horfði stíft framan i hann. „Þarna óx og dafnaði hættulegasti fiskur sjávar- ins. Hann safnaðist í torfur og óð með ofstopa urn allan sjó. Aðrir fiskar sóttu sér öryggi innan um síldina og stærstu dýr sjávarins, hvalirnir, forðuðust þessa kös sem var í þeirra skilningi margfalt og enn stærra skrímsli en þeir sjálfir. Aðeins mað- urinn taldi sig vera meiri og kastaði netum sínum á síldina." Ég benti út í þokuna, Bernharður fylgdist stóreygur með og Jón reykti sígarettu sem var orðin blaut. „Hverjir hafa orðið að láta lífið fyrir síldina? — Jú, vinur minn, stóryrtir sjómenn sem einskis svifust. Þeir köstuðu á torfuna án fyrirvara og héldu sig ráða örlögum hennar í einni svipan. Þeir báru enga virð- ingu fyrir þessum smáu fiskum og skildu ekki neitt i neinu þegar þeir sameinaðir beindu milljónum ugga og milljónum sporða niður og lengra niður. Þannig gripu þeir í nótina og drógu allt klabbið í djúpið. Þú mátt trúa mér, Bernharður, þessi djöfulsins seiði drógu i djúpið hrausta menn. Þau toguðu í nótina, veltu skipinu úr jafnvægi, veltu því á hlið, tog- uðu i allar taugar og höfðu það með sér niður í hinstu myrkur." Ég hélt áfram að benda út í þokuna. „Núna er síldin horfin, vinur minn, af þvi að þrátt fyrir allt eru mennirnir óneitan- lega snjallari en hún.“ Bernharður rýndi út í þokuna. Jón strauk fingri eftir blautri lunningunni, dropar röðuðu sér upp og runnu svo til hliðar. „Ertu virkilega að segja mér satt?“ sagði Bernharður. „Getur sildin dregið heilt skip og áhöfn í djúp- ið?“ Hann leit á Jón til að fá staðfestingu á þessu. „Já, þetta erdagsatt," sagði hann, strauk úða af vanganum og sletti úr lúk- unni. „Þú getur ímyndað þér fyrst ein torfa getur verið mörg hundruð tonn.“ Bernharður varð eftir í skutnum þegar við kvöddum. Hann horfði niðurmeð síðunni þar sem glitti í hættulegt hafið. Bernharður kom aldrei inn í messann og hann hagaði sér einhvern veginn eins og við værum á leynifundum þegar við Jón hittum hann aftur á. Hann hafði mjög sterka tilfinningu fyrir því að hver hlutur ætti sér sinn sess og að röð og regla ætti að vera um borð í þessu skipi eins og annars staðar. Hver fer svo sem í heim- sókn með leigubílstjóranum sem ekur honum á staðinn? Hver býður þjóninum á veitingastaðnum að setjast með sér til borðs? Þannig fannst Bernharði staða hans um borð vera hálfhjákátleg. Hann var eini farþeginn eftir að litli, fulli kallinn skjögraði frá borði með hjálp gömlu þern- unnar á Fáskrúðsfirði. Honum fannst hann yrði að halda virðingu sinni sem farþegi og þess vegna neyddist hann til þessa laumuspils í samskiptum við okkur 14 VIKAN 23. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.