Vikan


Vikan - 04.06.1987, Blaðsíða 25

Vikan - 04.06.1987, Blaðsíða 25
Myndin af guðsmóður með Jesúbarnið, máluð af Lúkasi guðspjallamanni. einnig Jesú Krist. En mesta athygli ferða- mannsins vekur aðalaltari kirkjunnar vegna þeirra merku gripa sem þar hefur verið kom- ið fyrir. Þar er steinn sá er heilagur Tómas féll á þegar hann beið bana af völdum morð- ingja, steinninn fannst í jörðu fyrir mörgum öldum. A honum miðjum er úthöggvinn kross sem þykir sannað að Tómas hafi gjört. Sagt er að hann hafi verið mikill hagleiksmaður. Mikil undur eiga _að hafa gerst i sambandi við stein þennan. Á háaltarinu stendur mynd af heilagri guðsmóður með barnið Jesú í fang- inu. Því er trúað að Lúkas, einn af hinum tólf postulum Krists, hafi málað myndina og Tómas flutt hana með sér til Indlands. Mynd- in er hálft annað fet á lengd og litlu mjórri, máluð á þunna viðaríjöl. Á 16. öld var ófrið- ur á milli hindúakonunga í Suður-Indlandi og mikið um rán og þjófnaði. Kristnir menn óttuðust örlög myndarinnar, bjuggu vel um hana og grófu niður við rætur Hæðar heilags Tómasar. Þegar myndin var tekin upp löngu seinna voru dökkir flekkir komnir á hana (trú- lega vegna raka). Margar helgisögur hafa verið skráðar um þessa mynd. Á sérstökum helgidögum kemur mikill fjöldi fólks til Hæðar heilags Tómasar til bænahalds og annarra helgiathafna. Skammt frá kirkjunni er lágreist bygging, þar hafa nokkrar nunnur aðsetur. Þær gæta kirkjunnar og vinna ýmis kærleiksstörf eins og slíkar göfugar mannverur hafa gert fyrr og síðar. Þegar ég geng niður hin hundrað þrjátíu og fjögur þrep nema eyru mín hávaðasama tónlist frá húsum neðan við hæðina, annars vegar sálmasöng en hins vegar nútíma popp- músík sem hneykslaði einhverja ferðamenn þarna vegna helgi staðarins. „En guð lítur á hjartað," sagði nunnan á Hæð heilags Tómas- ar og það hefur verið sagt áður. Á svæði fyrir neðan hæðina, þar sem vagn- Hæð heilags Tómasar. Innandyra í kirkjunni á Hæð heilags Tómasar. hæst uppi á hæðinni. Systirin segir að heilagur Tómas hafi byggt fyrstu kirkjuna þar, síðan hafi Armeníumaður endurbyggt hana árið 630. Seinna stóðu Portúgalar að kirkjubygg- ingunni og einnig Armeníumaður, Coja Safar, sem sá um stækkun hennar 1707 og er hann jarðaður í kirkjunni. Við göngum að kirkjudyrum. Ég hyggst fara úr skónum en systirin hristir höfuðið. „Guð lítur á hjartað,“ segir hún. Þegar inn í kirkjuna er komið gefur að líta skreytta veggi með stórum myndum er tákna postulana og ar biðu eftir viðskiptavinum, kom ég auga á vagnstjóra minn frá því fyrr um daginn. Um leið og ég steig upp í vagninn hans fletti hann skyrtunni frá brjóstinu og sýndi mér lítinn silfurkross sem hann bar í bandi um hálsinn. „Ég er líka kristinn,“ sagði þessi geðþekki piltur. Heimildir: In the steps of St. Thomas by Rt. Rev. Herman D'Sousa, Ma. M Ed. Biblían. Jóhannesarguðspjall. Mattheusarguðspjall. 23. TBL VIK A N 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.