Vikan


Vikan - 04.06.1987, Blaðsíða 18

Vikan - 04.06.1987, Blaðsíða 18
Lesendur skrifa Stjana ganda í útjaðri. lítils þorps stóð lítið, steinsteypt hús með hvítmáluðum veggjum og rauðu þaki. Inni í húsinu voru þrjú lítil herbergi ásamt stofu og baðherbergi. í einu herbergjanna sváfu hjónin Bjarni og Hanna Margrét ásamt yngsta drengnum, Ijóshærðum, litl- um snáða. Hann var oftast kallaður Gúsíi og aðeins tveggja ára. í næsta herbergi við sváfu eldri drengirnir þrír, Hannes Már, þriggja ára, dökkur á brún og brá eins og mamma hans, Haraldur, fimm ára, sem líktist Hannesi mjög mikið, og Evert, sex ára, sem líktist föður sínum, rólegur yfirlitum. í þriðja herberg- inu var gömul kona. Hún var með grátt hár, oftast í fléttum, vöfðum um höfuð- ið, ætíð eitthvað tautandi og mjög létt í spori þó hún væri nú komin á áttræðis- aldur, enda ekki alveg laust við að hún væri töluvert rugluð. Þessi gamla kona var kölluð Stjana en hét í rauninni Karolína Viktoría Kristjana. Hún var amma Bjarna og hafði verið hjá þeim síðan þau byrjuðu að búa. Ekki var hún sérlega vel þegin á heimilinu og upp á síðkastið hafði verið reynt að fá pláss á elliheimili handa henni en ekki tekist, Stjönu til mikillar gleði því henni fannst að verið væri 18 VIKAN 23. TBL að reka sig burt af heimil- inu. Þessa stundina hvíldi óvenju mikill friður yfir litla húsinu, sem annars hljóm- aði oft mikill hávaði frá. Klukkan var ekki nema rétt átta og því enginn kominn á fætur að undanskilinni Stjönu gömlu og hún hélt sig í eldhúsinu. Það hnussar í henni við og við. Skelfileg- ur vesaldómur, ekki enn komin á fætur. Ja, svei og svei, ekki hefðu allir leyft sér að liggja svona í rúminu langt fram á dag. Ja, fuss, hún ætlar líklega ekkert að gefa manni að borða, rýjan, ja, svei og svei, tautar hún við sjálfa sig. Ætli maður verði ekki að reyna að bjarga sér sjálfur. Hún þrífur pott út úr skáp og setur hann hálffullan af hafragrjónum, lætur síðan vatn svo að potturinn er fleytifullur og setur hann á eldavélina. Hana, Hanna ætti þá að sjá að ég er ekki bara til ama hér á heimilinu. Ja, fuss, hún sem reynir fyr- ir alla muni að koma mér í burt. O svei og svei, tautar sú gamla í barm sér meðan hún leggur á borðið. Því næst opnar hún einn skáp- inn og grípur bauk sem í er pipar og hellir ríflega í pott- inn, svo lítiðer eftirí bauknum. Mér finnst hann alltaf svo bragðlaus, þetta ætti að bæta hann, tautar hún og hrærir svo rösklega í pottinum að grauturinn slettist út um alla eldavél. Hún tekur nú að raula fyrir munni sér gamalt ættjarðar- lag en ekki er alveg laust við að það sé hálfskrykkjóttur söngur. Hanna birtist í dyrunum og lítur ýmist á matborðið eða Stjönu. Dökkt hárið lið- ast niður á herðarnar en svipurinn er hörkulegur. Hún stendur um stund í dyrunum. Hvað ert þú að gera hér? spyr hún þurrt án þess að bjóða góðan dag. Maturinn er til, segir sú gamla kotroskin og án þess að svara. Hanna snýr sér við í dyrunum og andvarpar þungt. Hún kernur að vörmu spori með drengina. Þeir eru háværir að venju er þeir setjast við borðið. Hanna skammtar þeim án þess að segja eitt einasta orð. Haraldur, sem alltaf er gráðugastur, stingur upp í sig fullri skeið af graut, en ekki líður eitt augnablik þar til hann rekur upp skaðræð- isöskur og spýtir grautnum út úr sér á gólfið. Það eru pöddur í grautnum, þær bíta mig í tunguna, segir hann háorgandi. Hanna gengur þögul að borðinu, það er eins og hún hafi búist við þessu. Hún smakkar á grautnum en ekki verður svipurinn sem fallegastur. Hún hleypur að vaskinum og fær sér vatn. Stjana gamla situr á stól úti í horni og skilur hvorki upp né niður í neinu. Hanna litur á hana og opnar munninn til að segja eitthvað, en ein- mitt þá er hurðinni hrundið upp og Bjarni stendur í dyr- unum. Pabbi, pabbi, hrópa drengirnir og hlaupa í fang- ið á Bjarna. Sælir, litlu óþekktarormarnir, segir Bjarni glaðlega, því næst gengur hann til Hönnu og heilsar henni með kossi. Komdu sæl, segir hann þurrt við Stjönu. Ertu kom- in á fætur? Komin á fætur um miðjan dag, ja, fuss og svei. Bjarni sest að borðinu en Hanna flýtir sér burt með grautinn. Ja, fuss og svei, henda grautnum þó krakka- ormurinn sé að bulla um pöddur, tautar Stjana gamla um leið og hún gengur inn. Ekki var margt sagt á heimilinu það sem eftir var dagsins. Börnin voru úti að leika sér, Hanna eitthvað að bauka í eldhúsinu og Bjarni sat og las í blaði sér til dægrastyttingar. Um þrjú- leytið keyrði græn kortína í hlaðið. Tveir ungir menn gengu heim að húsinu. Bjarni fór til dyra. Hann heilsaði þeim og bauð þeim til stofu. Stuttu seinna kom Bjarni út úr stofunni, hann var áhyggjufullur á svip er hann gekk inn til Stjönu gömlu sem hafði lagt sig og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.