Vikan - 04.06.1987, Blaðsíða 59
Brasilía er
einstök
- segir Karl Sigurhjartarson
hjá Pólaris
Karl Sigurhjartarson fór til Brasiliu og nú bíöur
hann eftir að komast til Kenýa.
„Ég get svarað þessu á þrjá vegu. í fyrsta
lagi eru uppáhaldsferðalög mín skíðaferðir
og ég fer alltaf í slíka ferð árlega. í öðru lagi
fór ég í mína uppáhaldsferð fyrir tveimur
árum til Brasilíu og í þriðja lagi ætla ég næst
að fara í draumaferðina sem er til Afríku, þá
Zimbabwe eða Kenýa,“ sagði Karl Sigur-
hjartarson, framkvæmdastjóri ferðaskrifstof-
unnar Pólaris.
- Hvað var svona sérstakt við Brasilíu?
„Það var nú margt, get ég sagt þér. Þetta
er stórkostlegt land, ógleymanlegt öllum sem
þangað hafa farið. Við hjónin fórum um alla
Brasilíu en flestir fara eingöngu til Rió. Brasil-
ía er mjög stórt land, næstum álíka og öll
Bandaríkin, og þar er gífurlega margt að
skoða. Maður kynnist mörgum þjóðflokkum
og margvíslegu landslagi. Við heimsóttum
Amazonfrumskógana þar sem maður kemur
á indíánaslóðir og Salvador þar sem við sáum
Afríkumenningu og þar sem er reyndar fyrr-
verandi höfuðborg landsins og svo er það
Ríó þar sem fjörið og næturlífið er í blóma.
Síðan komum við að landamærunum suðvest-
ur af Paraguay. þar sem sennilega eru ein-
hverjir stærstu fossar í heimi. Einnig var
skemmtilegt að sjá höfuðborgina, sem ekki
var til fyrir tuttugu árum en var þá búin til á
teikniborðinu."
- Keyrðuð þið um landið?
„Nei, við flugum og vorum aðeins hálfan
mánuð í þessari ferð. íslendingar gera sér
áreiðanlega ekki grein fyrir hverslags vega-
lengdir eru þarna. Þetta er eins og álfa.
Eiginlega þarf marga mánuði til að fara svona
ferðalag. Én við vorum heppin. Þarna er gott
nútíma flugfélag, Varik, og flugið var í alla
staði þægilegt. Auk þess bjuggum við á góðum
hótelum fyrir lítinn pening,“ sagði Karl enn-
fremur.
- Er þá ódýrt að lifa í Brasilíu?
„Það er mjög ódýrt. Alls staðar fyrir utan
Evrópu og Bandaríkin er ódýrt að lifa.“
- Hvernig var ferðinni háttað frá íslandi?
Þessi mynd er frá Ipanema ströndinni i Brasiliu.
„Við flugum fyrst til Kaupmannahafnar og
þaðan yfir. Það er alls ekkert vandamál að
komast til fjarlægra staða og miklu auðveld-
ara heldur en ég hélt, enda hef ég rekið mig
á að margir halda að þetta sé mikið mál.“
- Hvað finnst þér skera sig úr í þessari ferð?
„Ég verð að segja það eins og er að mér
fannst þessi Brasilíuferð frá upphafi til enda
vera sannkölluð ævintýraferð og get varla tek-
ið eitt fram yfir annað. Þó er Amazonskógur-
inn mér mjög minnisstæður. Annars var þetta
allt saman jafnmikil upplifun. Við hjónin
höfum ferðast mjög víða, bæði um Bandarík-
in og Evrópu, þannig að við höfum saman-
burð.“
- Var ekki mjög heitt þarna?
„Við fórum í júní og þá er vetrartími í Bras-
ilíu þannig að það var ekkert óbærilega heitt.
Það var helst í Amazon, vegna þess að þar
er allt innilokað og hitinn miklu meiri en
annars staðar. Þó fór hitinn aldrei yfir íjörtíu
stig.“
- Var þetta ekki mjög dýrt ferðalag?
„Ég veit það ekki. Það kostar auðvitað allt
sína peninga en ferð eins og þessi lifir alla tíð
í minningunni og það er þess virði. Ég myndi
hvetja fólk til að fara í slíka ferð ef það hefur
hug á því. Bæði er þetta minna mál en maður
skyldi ætla og svo er þetta bara alveg einstak-
lega skemmtilegt. Svo má ekki gleyma því að
Brasilía er miklu meira en Ríó og knattspyrna
þó landið sé þekkt fyrir það tvennt.“
- Á fólk frekar að fara í svona ferð heldur
en til sólarlanda?
„Þetta er öðruvísi. Ég fer oft til sólarlanda
vegna starfsins og þá gefst lítill tími til að
slappa af. Þó fer ég alltaf árlega í sólarlanda-
ferð með íjölskylduna þannig að ég eyði nú
alltaf einhverjum tíma þar,“ sagði Karl enn-
fremur.
- Hvernig stóð á því að þú valdir þér Bras-
ilíu í friinu?
„Að öllum líkindum er þetta sambland af
atvinnumennskunni og löngun til að heim-
sækja þessa fjarlægu staði. í þessu starfi er
maður alltaf í vinnunni og auðvitað er maður
um leið að kynna sér land og aðstæður með
tilliti til sölu á ferðum,“ sagði Karl Sigur-
hjartarson og hann bætti við að hann væri
óhræddur við að prófa Afríku næst.
23. TBL VIKAN 59