Vikan


Vikan - 04.06.1987, Blaðsíða 38

Vikan - 04.06.1987, Blaðsíða 38
geta. Okkur var seinna boðið í afmælisveislu hjá einni þeirra. Þessi ár voru mikil tilvistarkreppa hjá mér. Ég var heltekinn af vangaveltum um hvað ég vildi gera við líf mitt. Þannig séð voru þetta að mörgu leyti erfið ár.“ Þegar Pétur lagði út í háskólanám hafði hann í huga að gerast læknir. Fljótlega kom þó í ljós að það var mannfræðin sem átti hug hans allan. „Mannfræðin er óskaplega skemmtileg grein. Samhliða því námi var ég í félagsvísind- um og svo seinna í stjórnmálafræði. I stjórn- málafræðinni átti ég því láni að fagna að komast í kynni við Karl Deutsch sem er einn helsti gúrú þeirrar fræðigreinar. Karlinn hafði mikinn áhuga á íslandi og tók mig undir sinn verndarvæng. Það var stórkostlegt að kynn- ast honum. Hann var bæði lifandi og skemmtilegur og spurði góðra spurninga. Sálarfræði og atferlisfræði voru líka hluti af námi mínu þessi fjögur ár i Harvard. Þar áttaði ég mig á því hvað vestræn sálarfræði er takmörkuð - eins og til dæmis þetta eilífa rugl um uppeldið og umhverfið. Ef þú spyrð ólæsan og óskrifandi Indverja úti á götu í Bombay að því hvort sé mikilvægara, uppeld- ið eða umhverfið, þá horfir hann á þig með fyrirlitningu og svarar: „Hvers konar rugl er þetta? Auðvitað skiptir hvort tveggja jafn- miklu máli.“ “ - Einhvers staðar heyrði ég að þú hefðir verið í bisness með náminu: „Já, já, ég held það nú. Ástæðan var nú sú að ég var í bland orðinn leiður á náminu og leiður á að vera blankur. Ég reyndi fyrir mér með ýmiss konar vinnu. Meðal annars reyndi ég að gerast sölumaður og selja alfræðibæk- ur. En ég var vonlaus sölumaður og átti erfitt með að vera að pranga þessu inn á fólk sem hafði ekkert við það að gera. Við höfðum heyrt að það væri ágætur peningur í því að pensla. Ég og norskur félagi minn stofnuðum því fyrirtæki og tókum að okkur að mála hús. Það gekk ágætlega og umsvifin jukust jafnt og þétt. Áður en varði vorum við komn- ir með tuttugu manns í vinnu. Þetta var mjög skrautlegt lið. Mest voru þetta útflippaðir hippar en þó voru nokkir Islendingar sem komu og unnu hjá okkur, meðal annars bræð- ur mínir, Snævar og Árni Pétur. Snævar bróðir minn varð kommúnisti á þessum tíma. Hann sagði það afleiðingu af því að vera arð- rændur af bróður sínum. En hann vitkaðist með aldrinum og rekur nú eigið málningarfyr- irtæki í Osló. Til að flikka upp á fyrirtækið vorum við til húsa í mjög finu hverfi. í götunni, þar sem við vorum, bjó frægt fólk eins og Galbrait og Julia Child. Þetta fólk bjó í óskaplega fin- um húsum og ók um i límósínum með einkabílstjóra. Það var líklega lítið hrifið af bíldruslunum sem við parkeruðum við hliðina á finu bílunum og hippaliðinu sem streymdi inn og út úr húsinu hjá okkur.“ - Þú talar um hippa. Varstu kannski hippi sjálfur? „Nei, biddu fyrir þér, ég var það ekki. En ég er sextíu og átta kynslóð og ég upplifði allan þennan umrótstíma. Ég var með í einni fyrstu stóru mótmælagöngunni eða setunni, réttara sagt. Það var við eina af þessum risa- vöxnu efnaverksmiðjum og hún framleiddi napalm, Dow Chemicals. En ég var ekki mjög virkur. Þetta var sérstakt tímabil. Þarna var þessi gífurlega hreyfing og samkennd. En það vantaði alltaf alvöruna. Þarna var tækifæri til að breyta þjóðfélaginu en það var ekki kýlt á það. Sextíu og átta kynslóðin hafði sögulegt tækifæri, hún klúðraði því en vill hins vegar ekki kannast við að hafa klúðrað því. í dag hefur hún samlagast kerfinu og er meira að segja orðin einn af helstu varð- hundum þess. Það vantaði hugmyndafræði. Það var of mikið fjör og of mikið dóp. En frelsislöngunin var til staðar. Ég held að þetta sé að byrja aftur. Þess verður vart um allan heim við mismunandi aðstæður að vísu, nemendur hér og verka- menn þar, en þetta er sama frelsisþráin sem er að gera vart við sig.“ Eftir fjögur ár í Harvard og með M.A. og B.A. gráður upp á vasann stóð Pétur á kross- götum. Hann var haldinn tilvistarkreppu og gamla spurningin - hvað á ég að gera við líf mitt? - leitaði stíft á hann. Dag nokkurn las hann um Allende og þróun mála í Chile í blöðunum og ákvað að fara til Suður-Amer- íku. Pétur var ekkert að tvínóna við hlutina frekar en fyrri daginn heldur pakkaði aleig- unni og eiginkonunni, Nicole, inn í hvíta fólksvagenbjöllu og keyrði af stað suður á bóginn. „Þetta var árið 1971 og stórmerkilegir hlut- ir að gerast þarna. Ég vildi sjá og upplifa það sem ég hafði verið að stúdera í Ijögur ár. Ég vildi vita hvaða skilyrði þyrfti til að umbreyta þjóðfélagi." - Hvað gerðirðu eftir að þú komst til Chile? „Ég þurfti að byrja á að læra spönsku. Svo fór ég í framhaldsnám í þróunarhagfræði en Það er eins og að selja Islendingumfisk að œtla að kenna búdd- istum að slappa af. við einn háskólann þarna var mjög góð deild í þeirri grein. Eins lagði ég stund á félagssál- fræði. í Santiago lauk ég mínu doktorsnámi. Nú, svo var ég bara að horfa á og fylgjast með. Mestur tími fór þó í að gera rannsóknir á því hvernig ætti að breyta þjóðfélagi því ég vildi skrifa um það bók. Svo var ég líka að vinna með. Ég var blaðamaður fyrir Miami Herald og Boston Globe. Auk þess var ég fréttamaður fyrir kanadíska útvarpið og tal- aði oft þarna norður til Toronto með táragas í augum. Það voru orðin mikil læti þarna um það bil sem ég fór þaðan. Ég var hins vegar alltaf að leita. Ég talaði við foringja hinna pólitísku hópa, allt frá últra hægri herforingjum til vinstri skæruliða með byssuna á öxlinni. Þá komst ég í kynni við þessa manngildis- hreyfmgu sem ég hef verið með síðan. Fyrst áttaði ég mig ekki alveg á þessu, meðal ann- ars vegna málaerfiðleika. En smám saman rann upp fyrir mér að þetta var það sem ég hafði alltaf verið að leita að. Manngildishreyfmgin sem slík er ekki neitt nýtt. Inntak þessara kenninga er í stuttu máli að til að breyta þjóðfélaginu þarf samtímis að breyta manninum." - Varstu enn í Chile þegar Allende var steypt af stóli? „Nei, sem betur fer hafði ég rænu á að koma mér til Bandaríkjanna í tæka tíð. Ég dvaldi þar um tíma en fór svo aftur til Suður- Ameríku, var mest í Argentínu og Venezúela. Meðan ég var í Bandaríkjunum kenndi ég stjórnmálafræði og aðferðafræði við háskóla í Kaliforníu, meðal annars við Berkeley há- skóla og Sonoma State háskólann. Sonoma State er dásamlegur staður. Þetta er helsta vínyrkjuhérað Kaliforníu og náttúrufegurðin stórkostleg." - Þegar þú varst í Chile lentir þú í frægri orðasennu við Fidel Castro sem endaði með því að hann bauð þér til Kúbu. Hvað gerðist? „Æ, þetta Castro-, Kúbuævintýri,“ segir Pétur og fær sér meira tyggjó. „Þetta var eiginlega bráðfyndið allt saman. Ég var staddur á blaðamannafundi sem Castro hélt í Santiago. Hann var búinn að vera á tveggja og hálfs mánaðar ferðalagi um Chile og þetta var fyrsti blaðamannafundur- inn sem hann hélt utan Kúbu, eftir að hann tók völdin þar. Það sem gerðist var að ég spurði hann spurningar sem pirraði hann eitt- hvað og reif svo bara kjaft þegar hann ætlaði að afgreiða spurninguna án þess að svara mér. Svo fórum við að tala um herstöðina hér og herstöðina á Kúbu. Hann spurði mig hvernig þetta væri með þessa herstöð hér, hvort ríkisstjórnin, en þá var vinstri stjórn á Islandi, vildi að hún færi. Ég svaraði og sagði að þeir segðu það en ég efaðist um að þeir gerðu nokkuð í því. Þá sagði hann: Þarna sérðu, svoná er það. Þá sagði ég við hann: Þetta er bara eins og þarna hjá ykkur á Kúbu. Þú ert með herstöð þar og segist ekki vilja hafa hana en viltu hafa hana? Meðan hún er þarna getur þú alltaf bent á þessa voðalegu menn. Það hentar þér ágætlega og gerir þér kleift að vera með einræðisstjórn. Það varð allt vitlaust. Karlinn var orðinn sótillur. Þetta var í rauninni mjög fyndið og minnti helst á Davíð og Goliat hann svona stór og svartur og ég svona lágvaxinn, ljós- hærður - babyfeis. Þetta endaði með því að hann sagði við mig: Heyrðu, hvernig er þetta? Hvað varstu að segja? Hvernig á að fara að því að gera alvörubyltingu? Ég svaraði því til að það væri nú of langt mál til að ræða á þessum stað og stund. Eg myndi bjóða þér til íslands, sagði ég við hann, en ég veit að þar er of kalt fyrir þig. Þú ættir bara að bjóða mér til Kúbu. Ég sagði þetta auðvitað í gríni. Þá segir hann: Já, heyrðu annars, áttu fyrir 38 VIKAN 23. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.