Vikan - 04.06.1987, Blaðsíða 36
Pétur fór meö synina, Gunnar, tveggja ára, og Ragnar, þriggja ára, út á róluvöll til að lofa þeim að leika sér
I sandkassanum - starfsvett vangi stjórnmálamannsins.
utanskóla þegar ég kom heim um haustið.
En ég tók töluverðan þátt í félagslifínu, var
til dæmis formaður bekkjarráðs bæði i þriðja
og tjórða bekk.“
Eftir stúdentsprófið fór Pétur til Bandaríkj-
anna í framhaldsnám. Hann réðst ekki á
garðinn þar sem hann var lægstur og fékk
inngöngu í Harvardháskóla en þeir eru ekki
margir, íslendingarnir, sem hafa útskrifast
þaðan.
Þegar ég spurði Pétur hvort ekki þyrfti
stjörnuháar einkunnir til að komast inn í þessa
margfrægu skólastofnun og hvort hann hefði
verið stórdúx eða eitthvað í þeim dúr yppti
hann öxlum og baðaði út höndunum eins og
honum er tamt.
„Líklega hefur þá vantað eins og einn eski-
móa í skólann og fundist sniðugt að hleypa
mér þarna inn. Ætli ég hafi ekki bara verið
á réttum stað á réttum tima. Ég hafði alveg
þolanlegar einkunnir héðan en ég var enginn
dúx eða afburða námsmaður. Annars byrjaði
ég að leggja drög að þessu þegar ég var skipti-
nemi í Bandaríkjunum. Þá bjó ég í lítilli borg
rétt utan við Boston og gekk þar í mjög góð-
an menntaskóla. Þar fékk ég ágætar einkunn-
ir, var meðal annars hæstur í ensku. Ég hafði
áhuga á að fara í læknisfræði en vildi fyrst
fara í opnara og almennara nám. Það er nú
einn kosturinn við bandaríska háskóla að þar
er fólk að læra eitt og annað fyrstu fjögur
árin áður en það fer í sérnám.“
hafði verið að læra, bilið milli þess og raun-
veruleikans.
Það sem árin í Harvard gáfu mér var ekki
praktísk þekking. Hana hef ég öðlast annars
staðar. A hinn bóginn voru þetta miklir bylt-
ingartímar; hippatímabilið og Víetnam á
hápunkti. Annað sem var merkilegt var að
kynnast menntahástétt heimsins samankom-
inni á einum stað. Margt af því fólki, sem ég
kynntist þarna, var frá foxríkum snobbfjöl-
skyldum. Þau kynni urðu meðal annars til
að sannfæra mig um að hamingjan er ekki
fólgin í peningum. Eitt lærði ég þó og það
var hvað ég vildi ekki gera við líf mitt.
En það gerðist líka margt skemmtilegt. Eitt
sinn ákváðum við, herbergisfélagi minn og ég,
að taka þátt í ritgerðasamkeppni því í boði
voru góð peningaverðlaun. Þessi félagi minn
Sextíu og átta kyn-
slóðin hafói sögulegt
tœkifœri, hún klúóraði
því en vill hins vegar
ekki kannast við að
hafa klúðrað því.
Pétur og Helga Oskarsdóttir, kona hans.
Þó ég vœri kjaftfor
var ég ekki nógu
kjaftfor
kvennamaður en það orð hefur lengi loðað
við þig:
„Segirðu það?“ Pétur hallar undir flatt og
brosir. „Ég er nú í hamingjusamri sambúð.
Konan mín er Helga Óskarsdóttir fiðluleikari
og eigum við tvo syni og eitt á leiðinni. Hitt
er rétt að ég hef alltaf verið hrifinn af konum
pg fundist þær fullkomnari verur en karlar.
Ég er tvígiftur og báðar eiginkonur mínar
voru útlendar. Fyrri konan mín, Nicole, var
bandarísk og seinni konan mín, Isabel Robin-
son, var argentínsk. En ég á bara íslensk
börn,“ segir hann hlæjandi. „Ég var mjög
þjóðlegur í þessu. Ég á Qóra syni og mæðurn-
ar eru þrjár. Elsti sonur minn, Þórjón, er nú
eiginlega árangur dvalarinnar á Raufarhöfn.
Svo er það Pétur Jakob, sem er fimm ára, en
hann býr hjá móður sinni. Það er fyrst núna
sem ég kynnist því að búa með börnum og
ala þau upp. Við reynum að skipta þessu með
okkur en það er nú samt Helga sem ber hit-
ann og þungann af barnauppeldinu. Mig
langaði alltaf til að eignast börn en það hefði
verið fullkomið ábyrgðarleysi af minni hálfu
að gera það meðan ég bjó erlendis því ég var
alltaf á stöðugum ferðalögum."
- En skólagangan, varla hefur þú vanrækt
hana fyrir sjómennskuna?
„Nei, aldeilis ekki. Ég fór þessa vanalegu
braut - í gagnfræðaskóla, landspróf og
Menntaskólann í Reykjavík. Þegar ég átti að
vera í fimmta bekk var ég eitt ár í Bandaríkj-
unum sem skiptinemi og tók svo fimmta bekk
- En hvernig voru árin i Harvard?
„Þó Harvard sé góður skóli og eigi jafnvel
að heita toppurinn í Bandaríkjunum þá er
hann eins og allir háskólar eru, eins og hesta-
kerra á hraðbraut, langt á eftir allri þróun.
Besta dæmið fannst mér vera að þegar ég
útskrifaðist frá Harvard átti ég að heita sér-
fræðingur í málefnum Suður-Ameríku.
Stærsta sjokkið, sem ég fékk við að koma til
Suður-Ameríku, var að sjá hvilíka dellu ég
var af íslenskum ættum, Luis Sass Arnórsson,
en móðir hans var íslensk. Við ákváðum að
skrifa um Skúla fógeta. Það gerðum við á
Jamaica, i Montego Bay. Þar komum við
okkur fyrir á ódýru hóteli. En fljótlega kom
í ljós að hótelið var af þeirri gerðinni sem
dætur næturinnar nota fyrir starfsemi sína.
Þessar dömur urðu þó fljótlega miklar vin-
konur okkar. Þegar þær voru í pásu milli
kúnna komu þær oft og spjölluðu við okkur
þar sem við vorum að skrifa um Skúla fó-
36 VIKAN 23. TBL
23. TBL VIKAN 37