Vikan


Vikan - 27.08.1987, Side 15

Vikan - 27.08.1987, Side 15
■ konuna. Þetta var ung kona, ógift, vel menntuð, falleg, framagjöm og óhrasdd við að sýna sjálfstæði sitt. Umbúðir ilmvatnsins sýndu ungu konuna einbeitta og ákveðna, íklædda sportlegum jakkafötum á rösklegri göngu með lítinn hund í bandi. Mikill hluti auglýsinganna sýndi hana við ýmis störf og leiki sem hafa um langan aldur verið talin séreign karlmanna. Fimm árum síðar skynjaði Yves Saint Laurent rétta tíðarandann er hann setti á markað ilmvatn sem hann kallaði Opium. Nafnið eitt varð til þess að vekja athygli manna og sýndist sitt hveijum. Um þessar mundir var evrópski eiturlyfjamarkaðurinn fjölmiðlum mjög hugleikinn; dagblöð vom stútfúfl af svæsnum sögum, sjónvarp og útvarp vörðu miklum tima til umfjöllunar um þessi mál og smiðshöggið ráku kvik- myndimar Miðnæturhraðlestin og The French Connection. Þá skrifaði Yves Saint Laurent ítarlega grein, sem birtist í Le Monde, um kynni sín af eiturlyfjum stuttu áður en ilmvatnið kom á markaðinn. Op- ium er austurlensk angan, sveipuð leyndar- dómsfúllum ævintýrablæ. 1979 kom Chacarel með enn einn ilminn á markað. Þetta var Anais Anais vatnið, „í vönduðum kvenilmefnum er ör- lítill dreitill af moskusefnum. Þetta er kannski svolítið furðulegt því varla ganga dömurnar í augu karl- mannanna sem ekkifmna moskus- eiminn. “ blómailmurinn sem varð mjög vinsæll. Þetta ilmvatn var ferskt og hressandi og í því var falið afturhvarf til sveitarómantíkurinnar af sama toga og kemur fram í vörum frá Lauru Ashley og Papadriggjo. Ungar stúlk- ur vom markhópur Chacarelklíkunnar enda tóku þær sérstöku ástfóstri við blóma- ilminn. Síðar á níunda áratugnum komu svo blöndur í svipuðum dúr, svo sem Mitso- uko frá Gwerlain, Ferme frá Rochas, Miss Dior og Coco frá Chanel. Þrátt fyrir mikla auglýsingu, smekklegar umbúðir og hugvitsamlega blöndun verður ilmvatn þó alltaf fyrst og fremst dæmt eftir því hvemig það reynist. En vatnið reynist einungis vel ef með því tekst að fríska þungt loft, hressa ilmlauka þeirra sem í námundan em og gleðja notandann. 35. TBL VIKAN 15

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.