Vikan


Vikan - 27.08.1987, Side 20

Vikan - 27.08.1987, Side 20
'+' Vikan — eldhús Indverskur pottréttw og pönnubrauð Kjöthakkið er oftar en ekki þrautalend- ingin þegar velja á í kvöldmatinn í kjörbúð- inni. Marga góða rétti má matbúa úr hakki og hér fylgjr uppskrift að einum, kheema, úr fórum indverskrar húsmóður. Rétturinn er sterkkryddaður eins og gjama einkennir indverskan mat, en krydd eins og kanill og engifer og fleira gefur réttinum jafnframt sérkennilegt, gómsætt bragð. Með réttinum er borðað indverskt hveitibrauð sem þar í landi er bakað í leirofni en gefur ágæta raun að baka á þurri pönnukökupönnu. Brauðið er annars ágætt eitt og sér. Það er afar einfalt og fljótbakað og gott bæði smurt og ósmurt með heitum réttum eða áleggj. Indverskur pottréttur (kheema) 500 g kinda- eða nautahakk 1 stór laukur 6 hvítlauksrif 2 msk. rifin engjferrót eða 1 msk. engiferduft ef annað ekki fæst salt 1 tsk. karrí Vi tsk. kanill Vi tsk. túmerik Vi tsk. cayenne-pipar 250 g frosnar, grænar baunir 250 g niðursoðnir tómatar Vi bolli vatn hálfdós bakaðar baunir Mýkið saxaðan lauk i olíu í potti. Fjar- lægjð laukinn þegar hann er glær. Hækkið hitann og brúnið hakkið. Bætið að því búnu við mörðum hvítlauk og kryddi. Salt- ið eftir smekk. Bætið baununum og vatninu í og látið sjóða í 10 mínútur. Meijið tómat- ana vel og bætið þeim ásamt safanum í pottinn og því næst bökuðu baununum. Látið sjóða 10 mínútur í viðbót. Berið fram með hrísgijónum og brauði og til dæmis agúrkusneiðum, tómatbátum og hreinni jógurt. Indverskt brauð 25 g pressuger eða Vi pakki þurrger 3 dl vatn 1 msk. matarolía 1 tsk. salt 1 tsk. matarsódi 7-8 dl hveiti Ef notað er pressuger er það leyst upp í dálitlu af volgu vatni. Þurrgerið er leyst upp eða blandað beint i hveitið eftir leiðbeining- um á pakka. Blandið öllu saman og hnoðið. Setjið deigið í skál og stingjð henni í plast- poka. Látið deigið lyfta sér í 30 mínútur. Formið að því búnu lengju og skerið hana í um 15 sneiðar. Beijið hveija sneið í um lófastóra köku og gatið hana með gaffli. Látið kökumar lyfta sér í aðrar 30 mínút- ur. Steikið kökumar á þurri pönnu við fremur vægan hita. Hitastigið fer þó nokk- uð eftir smekk. Ef þið viljið hafa brauðið dökkt er hitinn aukinn. Bakið brauðið í um 5-7 mínútur á hvorri hlið. Vefjið brauð- ið inn í uppþurrkunarklút þegar það er tilbúið. Umsjón: Þórey Einarsdóttir Ljósmynd: helgi skj. friðjónsson X 20 VIKAN 35. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.