Vikan


Vikan - 27.08.1987, Page 36

Vikan - 27.08.1987, Page 36
þeirrar konu sem ætlar sér að verða til dæmis deildarstjóri einhvers staðar. Það er eins og skrautpíur einar fái þrifist með sóma í þessu samfélagi sem er auð- vitað rammskakkt. Þær eru líka óörugg- ar með sig, en brjóta um leið niður sjálfsvirðingu móðurinnar. Þannig er gildismat samfélagsins rangt að mínu mati. Alþýðukonan er mín hetja. Hún vinn- ur og elur sin börn og ég trúi og vona að hún láti vanmáttarkennd ekki aftra sér. En hana skortir líka tíma fyrir sjálfa sig. Alþýðukonan er laus við þetta nú- tímaþras um öryggi og öryggisleysi. Hún hefur ekki tíma til að vera að rugla neitt. Það fer svo mikill tími í dag í þras og nöldur af því að við viljum vera svo fullkomin. Við ættum heldur að við- urkenna að við erum það ekki og einbeita okkur að þvi að vera manneskj- ur. - / Draumum á hvolfi mistekst þetta, persónurnar breytast, ef ég nota þin orð, í trölla og tröllu, þeim tekst ekki aðfinnt hvor aðra, þeim mistekst tilfinningaköld um að sameinast. Ertu svartsýn á hœfni okkar til að vera manneskjur, tilfinninga- verur? Já, það er eins og sú hæfni eldist af okkur, mér sýnast hæfustu manneskj- urnar vera börn, einlæg, hrein í hugsun, gleði þeirra og sorg hömlulaus. - Hver eru þá viðhorf þín til samtíðar- innar og samferðarmanna? Mér finnst þessi tími, sem við hrær- umst í, ekki beint hollur fyrir okkur. Ég fór upp í sveit nýlega og talaði þar við bónda. Hann lifði í allt öðrum tíma en við, nær tíma forfeðra okkar og nær náttúrulegum tíma. í borgarsamfélög- um er svo mikill hraði á öllu, furðulegt tímaskyn. Það er ekkert við þessum hraða að gera, við erum alin upp við hann. Maður er búinn að vera að flýta sér síðan maður var unglingur. Síðan, þegar ég sest niður í ákveðna mánuði og skrifa, lendi ég á skjön við tíma vin- anna og tíma borgarinnar. Þá upplifi ég náttúrulegan tíma í sjálfri mér. Jafn- framt einangrast ég frá öðrum og verð stundum mannafæla. Þessir tímar kreíj- ast þess að maður hafi óendanlega aðlögunarhæfileika, sé fordómalaus, forvitinn og nýjungagjarn. Þess vegna leitar fólk eftir hversdagslegu klukkulíferni - En er nýjungagirnin ekki eitt af meinum hraðans, maður scettir sig ekki við fábreytileika og einfalda náttúru? Þegar þú hrærist í miklum hraða þrá- irðu að lokum kyrrð og fábreytileika heima hjá þér sem kærkomna tilbreyt- ingu. Síðan verður þú leiður og gengur til baka og þannig áfram til skiptis. En þetta er vissulega hluti af stressi borgar- innar. Ég fann ekki fyrir stressi í tíma bóndans. Hættan við nýjungagirnina er hins vegar sú að maður gangi alltaf lengra og lengra, að hún verði óstöðv- andi. Þannig virðist orðið og æðið í leikhúsi vera hætt að uppfylla kröfur tímans. Bíómyndirnar hafa komið til, en í þeim þarf maður alltaf meira og meira, meiri tækni, meira fiff, meira of- beldi til að ganga fram af manni, áhorfandinn verður ónæmur fyrir brell- um myndarinnar sem sýnd var í síðustu viku. En í mótsögn við þetta þarf rnjög litið í einkalífmu til að gera okkur sár eða glöð. Þú þarft ekki annað en að segja einhverjum nákomnum, sem þú ert annars kurteis við, að halda kjafti og ástandið er í rúst. Það er nefnilega svo skrýtið með orðin í nútímanum, þau 36 VIKAN 35. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.