Vikan


Vikan - 11.02.1988, Page 37

Vikan - 11.02.1988, Page 37
Magnaður kúshir „Merkilegt að manni skyldi ekki hafa dottið þetta í hug sjálfum." Þetta er oft fyrsta hugsunin sem þýtur í gegn- um huga fólks þegar það sér einfalda uppfinnlngu sem virðist svo nauðaómerkileg að hvert mannsbam ætti næstum að hafa getað fundið hana upp. Þetta virðist nú samt vera stóri galdurinn við margar nytsamar uppfinn- ingar, þær eru einfaldar og hagnýtar. Einhver uppflnningamaður- inn úti í hinum stóra heimi lét sér detta í hug að ffamleiða af- þurrkunarkúst, sem lýtur sömu einföldu lögmálunum og þegar greiðu er renr.t í gegnum hár. Ef kústurinn er hiistur og hárin á honum ýfð hleðst hann raf- magni, þannig að hann virkar eins og segull á allt ryk. Kústurinn hentar sérstaklega vel til lausnar á því hvimleiða vandamáli að þrífa rimlaglugga- tjöld, eða svokallaðar hansa- gardínur. Rykið hreinlega sogast í kústinn svo flöturinn verður hreinn að nýju. Samkvæmt leið- beiningum á umbúðum kústsins má þvo hann eins oft og hver vill, þannig að hann getur skoð- ast sem ffamtíðareign, svo fram- arlega að hann týnist ekki. Tjón- ið yrði þó ekki óbætanleg ef hann týndist, þar sem auðvelt er að eignast nýjan fyrir um 300 krónur í næstu matvöru- eða búsáhaldaverslun. munstri 6 er lokið prjónið þá tvær bleikar umferðir aukalega og fell- ið síðan af. Prjónið hina ermina alveg eins. HÁLSMÁL: Takið upp í hálsmál 74 lykkjur, þar af 14 lykkjur af framstykki (geymdu lykkjurnar) og 26 lykkjur af bakstykki (einnig geymdar). Prjónið brugðning, 1 sl. og 1 br., 9 umferðir og fellið síðan af. HÚFA: Eyrnalappi: Fitjið upp 5 lykkjur á prjóna nr. 2Vfe og prjónið fram og aftur brugðning, 1 sí. og 1 br., 18 cm. Aukið þá út þannig: Prjónið tvær lykkjur og aukið út eina lykkju, prjónið tvær lykkjur. Aukið þannig út innan við endalykkju í annarri hverri umferð þar til komnar eru 25 lykkjur á prjóninn. Fitjið nú upp 8 nýjar lykkjur í lok umferðar (hnakki) og prjónið þrjár umferðir, þ.e. 33 lykkjur á prjóni. Geymið síðan lykkjurnar. Prjónið nú hinn eyrnalappann eins en fitj- ið upp 8 nýjar lykkjur í byrjun um- ferðar. Prjónið nú vinstri eyrnalapp- ann, fitjið upp 29 lykkjur, prjónið hægri eyrnalappann. Prjónið 8 umferðir brugðning, 1 sl. og 1 br. Skiptið yfir á hringprjón nr. 4 og prjónið eftir munstri í hring. Þegar munstri er lokið er prjónað áfram með bleiku en notaðir sokka- prjónar nr. 4 vegna úrtöku. Úrtaka: 1. umferð: Prjóniðfjór- ar lykkjur og takið síðan tvær lykkjur saman, endurtakið allan hringinn. 2. umferð: Prjónið bara slétt. 3. umferð: Prjónið þrjár lykkjur og takið síðan tvær saman, endurtakið allan hringinn. 4. umferð: Prjónið bara slétt. 5. umferð: Prjónið tvær lykkjur og takið síðan tvær lykkjur saman, endurtakið allan hringinn. 6. umferð: Prjónið eina lykkju og takið síðan tvær saman, endur- tekið hringinn. 7. umferð: Takið tvær lykkjur saman allan hringinn. Prjónið síðan þær sjö lykkjur sem eftir eru 5 umferðir án þess að taka nokkuð úr. Dragið band í gegnum þessar sjö lykkjur og gangið frá endum. Kústurinn gleypti allt ryk af gluggatjöldunum á auga- bragði. Þægileg og hávaðalaus rykhreinsun. VIKAN 37

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.