Vikan


Vikan - 11.02.1988, Qupperneq 38

Vikan - 11.02.1988, Qupperneq 38
Sterkasti Norðmaðurinn Alþjóðaskáksambandið út- nefndi fyrstu stórmelstarana í skák árið 1950 og þar í hópi var Svíinn Gideon Stahlberg. Landi hans og kunningi, Gösta Stoltz, var síðan út- nefndur stórmeistari fjórum árum síðar og sá þriðji, Erik Lundin, fékk heiðursstór- meistaranafnbót árið 1983- Á þessum árum náðu snjöll- ustu norsku skákmeistar- arnir ekkl nærri eins langt. Þannig getur skákstyrk og áhuga verið mlsskipt milli landa. Á síðari árum hafa efnilegustu norsku skákmennimir einnig brugðist löndum sínum. Knut Jöran Helmers og Leif ögaard hafa orðið að láta sér nægja naíhbót alþjóðlegs meistara. ögaard hefur reyndar náð áföngum að stórmeistaratitli en titillinn sjálfur hefur látið bíða eftir sér. Hann er mistækur skák- maður. Hann getur teflt listavel ef svo ber undir en þess á milli er eins og hann skelli í baklás. Helmers er aftur á móti allt of ragur við skákborðið. Hann náði því reyndar að verða Norður- landameistari 1983 á miklu jafh- teflismóti en skákstíll hans býð- ur ekki upp á afburðaárangur. Síðan kom Simen Agdestein fram á sjónarsviðið. Með honum hafa Norðmenn loks eignast af- burðaskákmeistara. Hann er tvítugur að aldri og varð stór- meistari átján ára gamail. Agde- stein er íslenskum skákunnend- um vel kunnur frá taflmennsku sinni hér á landi og sannast sagna hefur hann reynst ís- lensku stórmeisturunum erfið- ur. Fyrst vann hann Margeir með nokkrum yfirburðum í ein- vígi um réttinn til að tefla á millisvæðamóti, skömmu síðar skaut hann Helga og Jóhanni aftur fyrir sig í úrslitakeppni um Norðurlandameistaratitilinn (1985) og á IBM mótinu í fyrra vann hann alla íslendingana nema Jóhann. í janúar náði Agdestein besta árangri sínum til þessa er hann varð 'þriðji á stórmeistaramót- inu í Wijk aan Zee. Sigurvegari varð Anatoly Karpov með 9 v., Svíinn Ulf Andersson kom næst- ur með 8V2 v., síðan Agdestein og Búlgarinn Kiril Georgiev með 7 Vt v., þá Tal, Húbner og Farago með 6V2 v., Curt Hansen, Niko- lic og Piket fengu 6 v., Van der Wiel, Sosonko og Van der Sterr- en fengu 5V2 v. og Ljubomir Lju- bojevic rak lestina með 4Vi v. Hér er staða úr skák Agde- stein sem hefur svart gegn Piket. Flækjustíll Norðmannsins er slíkur að oftar en ekki verður mótherjum hans hált á svellinu. Hvítur á leik í stöðunni en „eðli- legur“ leikur hans reynist ekki eins snjall og hann hélt: 8 7 6 5 4 3 2 1 20. g3? Kannski hélt hvítur að hann væri að vinna, því að ef 20. — Df6, þá 21. Hf3 og þrýstir á f7. 20. — Hxg3! En þetta einfalda svar kemur honum aftur niður á jörðina. Ef 21. fsg3 þá 21. — Dxe3+ og ef 21. Hxg3 þá 21. - Dd2 mát. Hvíta staðan er töpuð en Agdestein heldur áfram að tefla af þrótti. 21. Rf3 Bc6! 22. Bxa6 Hd5! 23. Rg5 Hxe3+ 24. fxe3 Dxe3+ 25. Be2 Dg3+. Missti of fallegri viimingsleið Nú er nýlokið undan- keppninni í Reykjavíkur- mótlnu í sveitakeppni. í henni tóku þátt 22 sveitir og af þeim unnu 15 sér rétt til setu í undanrásum íslands- mótsins I sveitakeppni. Til úrslita um Reykjavíkurbik- arinn keppa 4 sveitir.og kom lít- ið á óvart hvaða sveitir komust þar í úrslit. Sveitir Verðbréfa- markaðs Iðnaðarbankans, Sam- vinnuferða, Pólaris og Flugleiða komust í úrslitin. Meðlimir Samvinnuferða eru flestir korn- ungir spilarar en þeir hafa sýnt afbragðs árangur í vetur svo það þarf ekki að koma neinum á óvart að þeir skyldu komast í úrslit. Nokkuð kom þó á óvart að sveit Esterar Jakobsdóttur, sem meðal annars er byggð upp á kvennalandsliðinu, skyldi ekki komast áfram í undanrásir. Reykjavíkurmótið í sveita- keppni er óþrjótandi náma af ranegum spuum enda voru spiluð þar hátt í 350 spil á hverju kvöldi. f spili viknnar missti Magnús Ólafsson af fal- legri vinningsleið en hann spilar i sveit Fatalands. Spilið var allt svona og sagnir gegnu þannig: KG9x KDG AKxxx x Ax 9xx DGx KDlOxx lOxxx AlOxxx XX Gx V N A S 1 lauf dobl 1 gr pass pass 2tíglar pass 2hjörtu pass 4hjörtu allirpass Útspilið var laufa kóngur og síðan skipt yfir í hjarta. Sagnhafi átti slaginn á gosa, tók drottn- inguna og spilaði síðan ás og kóng í tígli og trompaði lítinn tígul. Spilaði síðan hjarta tíu á kóng og einu laufi og einum spaða hent í frítíglana tvo. Síðan varð hann að spila litlum spaða frá blindum sem austur stakk drottningu á og réði sagnhafi þá ekki lengur við laufsóknina eins og lesendur geta sannreynt. Vinningsleiðin var þannig að i stað þess að spila sig inn á hjarta kóng með tíu er betra að trompa laufgosa með hjarta kóng og spila síðan frítígli og henda spaða. Síðan verður sagn- hafi aðeins að hitta í spaðann hvort sem vöminn spilar honum eða hann sjáliur. Pað eru miklar líkur fýrir því að vestur eigi spaða ás úr því hann opnaði. Dxx XX lOxx AGxxx 38 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.