Vikan


Vikan - 11.02.1988, Qupperneq 43

Vikan - 11.02.1988, Qupperneq 43
SKOP / Heyrt í hátalarakerfi flug- stöðvarinnar í Keflavík: Vill sá sem tapaði heyrnartæki sínu vinsamlega koma í afgreiðsl- una. í Hafnarfirði á að taka í notkun nýja gerð af strætis- vögnum. Þeir verða aðeins 2ja metra langir en 25 metra breiðir. Það er sökum þess að allir Hafnfirðingar vilja sitja við hliðina á bílstjóranum í strætó. Presturinn spurði guttann hvort hann færi með kvöldbæn. „Nei, en mamma gerir það,“ svaraði guttinn. „Hvað segir hún?“ spurði presturinn. „Guð minn almáttugur, loksins ertu kominn í rúmið." Heyrt í bókabúðinni: „Eigið þið einhverja bók með dularfullum endi?“ „Ja, ég er hér með eina sem búið er að rífa síðasta kaflann úr.“ Ljóhið gekk öskrandi um frumskóginn. Er það hitti páfagaukinn kallaði það til hans: „Hver er konungúr hér?“ „Það ert þú, herra," svaraði páfagaukurinn. Ljónið gekk áfram og hitti apann: „Hver er konungur hér?“ „Það ert þú, herra," svaraði apinn. Ljónið gekk áfram og hitti fílinn: „Hver er konungur hér?“ í stað þess að svara greip fíllinn Ijónið með rananum og giýtti því utan í næsta tré. Ljónið stóð upp og dustaði af sér rykið um leið og það sagði: „Allt í lagi, vinur, allt í lagi. Það er alveg óþarfi að æsa sig þótt maður viti ekki svarið.“ Með frúnna á hreindýraveiðar Maður nokkur fór með kon- una sína í fyrsta sinn á hreindýraveiðar. Eftir að hafa leiðbeint henni um grunnatr- iðin á þessu sviði ákváðu þau að halda sitt hvora leið og hitt- ast síðan í lok dagsins. Áður en þau skildu sagði maðurinn konunni að passa sig á öðr- um veiðimönnum sem gætu orðið á undan henni að dauðu dýri og sagst eiga það. Ef slíkt kæmi upp á átti hún að skjóta þrisvar sinnum úr riffli sínum og þá kæmi hann hlaupandi henni til aðstoðar. Stuttu eftir að þau skilja heyrir maðurinn að skotið er þrisvar sinnum úr riffli. Er hann kemur á staðinn stendur kona hans yfir dauðu dýri og mjög taugaveiklaður náungi horfir í riffilhlaupið hjá henni. „Hann segir að hann eigi þetta," segir konan. „Hún má halda því, hún má halda því,“ kallar maðurinn. „Ég vil bara fá hnakkinn minn aftur." Stjörnuspá fyrir vikuna 11. -17. febrúar Hrúturinn 21. mars - 19. apríl Þessa viku skaltu hafa aug- un opin og láta ekki góð tækifæri ganga þér úr greipum. Þú munt af hreinni tilviljun kynnast rosknum manni eða konu og þú munt ekki sjá eftir að hafa kynnst honum (henni). Nautið 20. apríl - 20. mal Hætt er við að þú takir að þér verk þessa viku sem verður þér algerlega ofviða. Heimsóknin sem þú færð um helgina kemur sér fremur illa en þú mátt ekki ætlast til þess að lífið leiki sífellt við þig. Eftir mánudaginn fer að rofa til. Tvíburarnir 21. mai - 21. júní Vegna mikilla anna þessa viku gefst þér ekki tækifæri til þess að sinna áhugamálum þínum sem skyldi. Þú verður fyrir talsverðri gagnrýni þessa viku en taktu hana ekki of illa upp því að vafalaust áttu hana skilið. Krabbinn 22. júní - 22. júll Loksins munt þú uppskera ávöxt iðju þinnar síðustu vikur. Að því er virðist ert þú allt of tortrygg- inn og nýtir ekki góð tækifæri. Þessi sífellda tortryggni getur orð- ið þér bagaleg með tfmanum. Ljónið 23. júlf - 22. ágúst Það bíður einhver eftir bréfi frá þér með óþreyju. Þér ætti ekki að vera skotaskuld úr þvf að setjast niður og hripa nokkrar línur. Það getur orðið þér heilla- drýgra en þig órar fyrir. Þú skalt ekki lifa um efni fram þessa viku. Meyjan 23. ágúst - 22. sept. Þú virðist ætla að verða óvenju uppstökkur og önuglyndur þessa viku og hætt er við að þú skeytir skapi þínu á alsaklausum mönnum. Þú skalt fara að hugsa til þess hvað þú eigir að gera við tóm- strundir þínar í vetur. Vogin 23. sept. - 23. okt. Fyrri hluta vikunnar skaltu umfram allt nota til þess að hrinda áformum þfnum f framkvæmd því að ekki blæs byrlega síðari hluta vikunnar. Ef einhver býður þér að- stoð sína skaltu taka því með þökkum. Sporðdrekinn 24. okt. - 21. nóv. Vikan verður dapurlega tfðindalítil nema hvað mánudag- urinn býður upp á óvænt atvik sem snertir þig óbeinlfnis en mun verða þér afdrifarfkt sfðar meir. Þú skalt samt ekki láta dapurleika hvers- dagsins á þig fá. Bogamaðurinn 22. nóv. - 21. des. Þú reynir að gera góð- kunningja þínum greiða - líklega um helgina - en hætt er við að góðvild þín verði misskilin og tekin illa upp. Ef þú ætlast eitthvað mik- ið fyrir þessa viku skaltu ekki leita ráða annarra. Steingeitin 22. des. - 19. janúar Um helgina verður þér hrósað mjög fyrir eitthvert athæfi þitt og það átt þú fyllilega skilið. Þetta getur orðið til þess að einn kunningi þinn falli f skuggann en þú skalt gera allt sem f þínu valdi stendur til þess að rétta hlut hans. Vatnsberinn 20. janúar - 18. febrúar Þér býðst einstakt tækifæri þessa viku en hryggilegt er að þurfa að segja það - þú misnótar það herfilega einungis vegna fljót- færni þinnar. Þú skalt hugsa þig um tvisvar áður en þú ræðst í stór- ræði næst. Fiskar 19. febrúar - 20. mars Reiddu þig ekki um of á kunningja þína og láttu dóm- greind þfna ráða þvf að allt bendir til þess að þú einn sért fær um að ráða fram úr verkefni þvf sem þú færð í hendur. Annars virðist allt ætla að leika f lyndi fyrir þér þessa viku. VIKAN 43

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.