Vikan


Vikan - 11.02.1988, Blaðsíða 51

Vikan - 11.02.1988, Blaðsíða 51
Lifí Irfinu lifandi ■■ -—V ' \ c p c 4 / fyrsta sinn í mörg ár eru Sovét- menn ekki taldir sigurstrangleg- astir í íshokkýkeppninni. hæstu einkunn sem gefin er fyrir æfingar sínar í Heimsmeistara- keppninni f fyrra. Keppnin er talin verða mun tví- sýnni í karlaflokki en þar keppa þrír núverandi og fyrrverandi heimsmeistarar, Bandraríkja- maðurinn Boitano, Sovétmaður- inn Alexander Fadeév og Kan- adamaðurinn Brian Orser sem er núverandi heimsmeistari. í skautahlaupi er Karin Kania frá Austur-Þýskalandi talin sig- urstranglegust i öllum hlaupum. f karlaflokki er talið að baráttan komi til með að standa á milli So- vétmanna og Norðmanna. Óvænt úrslit Þrátt fyrir að reiknað sé með að einhverjir keppendur séu sigur- stranglegir getur alltaf gerst að óþekktur keppandi slái í gegn og hreppi gullið. Það er einmitt það sem gerir iþróttir heillandi, óviss- an og spennan. Og þökk sé nú- tíma tækni og Ríkissjónvarpinu fá íþróttaáhugamenn hér á Fróni nú tækifæri til að fylgjast með at- burðum sem skráðir verða ( íþróttasöguna um leið og þeir gerast. Árni Magnússon er ungur mað- ur sem margir hafa sjálfsagt tekið eftir á öldum Ijósvakans. Bæði fyrir óvenju djúpa rödd og svo fyrir það að þátturinn hans, Mannlegi þátturinn, sem er á dagskránni alla virka daga á milli klukkan 16 og 18 er sér- lega áhlýðilegur þar sem sam- an fara þægileg tónlist, gam- anmál og fréttatengt efni. Segja má að Árni eigi hvorki langt að sækja röddina né þægi- legheitin þar sem hann er sonur Magnúsar Bjarnfreðssonar sem er þekktur fyrir annað en skræki eða óhófleg læti. Enda tók Árni því með stöku jafnaðargeði þegar blaðamaður Vikunnar ákvað að hnýsast ögn í manninn á bakvið röddina í útvarþinu og þáttinn hans. Árni er 22ja ára, laus og liðugur og úr Kópavoginum. Ekki hefur hann þó haldið sig þar alla tíð því eftir grunnskólann lá leið hans upp í Borgarfjörð þar sem við tók nám við Samvinnuskólann í Bifröst. í þeim skóla erfélagslífið geysilega stór partur af skólalíf- inu og ekki lét Árni sitt eftir liggja á því sviði. Hann var formaður Ijós- myndaklúbbsins, tók virkan þátt í leikfélaginu og söng með karla- kórnum Spældum tónum, en hann var skipaður þeim sem ekki komust í skólakórinn. Eftir útskrift frá Bifröst flutti Árni norður í land og settist að á Blönduósi hvar hann bjó í þrjú ár og léði Búnað- Mannlegi þátturinn hans Áma arbankanum og kaupfélaginu á staðnum starfskrafta sína. Árið 1986 lá leiðin svo aftur í heimahagana og þar til í sept- ember síðastliðnum vann hann í fraktinni hjá Flugleiðum. En í september var hann einmitt ráð- inn á Stjörnuna sjálfum sér og hlustendum til mikillar kæti. En var ekki erfitt að gefa frimiðana upp á bátinn? „Ekki aldeilis. Það er miklu betra að vera í skemmtilegri og vel launaðri vinnu og borga bara fullt fyrir utanlandsferðirnar.1' - Hvernig vinnur þú þættina þína? „Ég mæti hingað um níu á morgnana og byrja yfirleitt á draumaráðningunum sem eru fastur liður i þættinum. Svo er að athuga hvað er að gerast í þjóð- félaginu og reyna að finna sér viðmælendur fyrir þáttinn. Þegar klukkan fer að nálgast fjögur hringi ég í flugfélögin, Vegagerð- ina, Veðurstofuna og víðar til að afla upplýsinga um flug, færð og veður. Svo er þetta bein útsend- ing í tvo tíma.“ - Nú er þessi þáttur í beinni samkeppni við þættina Reykjavík síðdegis og Dagskrá Dægur- málaútvarpsins. Hefur þú það eitthvað í huga? „Ég neita því ekki að maður hefur það í huga að samkeppnin er mikil á þessum tíma dagsins. En ég reyni að mæta henni með því að gera þáttinn minn svolítið öðruvísi en hinir. Skapa honum sérstöðu." - Nú sérð þú um annan þátt á Stjörnunni? „Það er rétt. Á sunnudags- kvöldum er ég með þátt þar sem ég spila eingöngu rólega tónlist undir svefninn hjá fólki. Þetta er svona vangalagaþáttur þar sem ég spila þekktar Ijúfar ballöður frá ýmsum tímurn." - Hvað gerir Árni Magnússon svo þegar hann er ekki að vinna við útvarþ? „Ég reyni að ferðast mikið, bæði hér heima og erlendis. Það má segja að það sé mesta áhugamálið hjá mér. Mér líkar mjög vel að vera úti við og lifa lif- inu lifandi. Þó fer ég mikið í bíó. Ég hef aldrei verið íþróttafrík en hef farið svolítið á skíði og sþilað golf.“ - Ert þú, Bifrastarhetjan, ekki rétttrúaður framsóknarmaður? „Þó ég játi það að ég hafi kosið Steingrim síðast játa ég mig alls ekki sem framsóknarmann. Frek- ar lífsnautnamann." -AE. VIKAN 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.