Vikan


Vikan - 12.01.1989, Side 9

Vikan - 12.01.1989, Side 9
ekki leynt því að mér flnnst mjög margt hafa mistekist í því sambandi, m.a. vegna þess að menn voru ekki nógu samstiga í því hvað þeir voru að gera. Kannski erum við þarna að reyna að gera tvennt í einu, eins og þessi þjóð hefur mikla tilhneigingu til. Bæði að búa til stuðningsefni til nota í kennslu inni í skólum, skólasjónvarp, og hins vegar það sem mér finnst liggja í eðli fjarkennslunnar sem sjálfstæðs fyrirbæris, það að þjóna þeim sem einmitt eru ekki í skólum. Við erum sífellt að tala um að hér búi fróðleiksfús alþýða og ég held að það sé rétt en að hún fái afar lítið til að fást við. Mér flnnst við sjá þennan árekstur þegar við skoðum þá staðreynd að fjarkennslu- efnið í íslensku er sent út klukkan hálf- fimm á mánudögum, þegar við vitum að þorri allrar alþýðu er að vinna. Síðan í há- deginu á laugardögum, en það vitum við að er nánast eina stundin sem fjölskyldur eiga saman og eru þá að fást við allt aðra hluti. Þetta flnnst mér sorglegt því það hefúr leitt til þess að enn sem komið er nýtist ekki sú vinna sem lögð var í þetta. Blm: Veistu hvort þetta er af tæknilegum eða fjárhagslegum ástæðum? HP: Ég ætla ekki að setja fram getgátur um hvers vegna svona hlutir gerast. Mér flnnst þeir gerast fyrst og ffemst vegna þess að það liggur ekki fyrir nógu skýr stefha. Það er ekki ákveðið í upphafi hvaða árangri við ætlum að ná og eftir hvaða leiðum við ætl- um að fara til að ná honum. Þetta gerðist afskaplega hratt eins og margt annað í menntamálum hér. Það er tekin ákvörðun, það reynist vera hægt að fá hóp fólks til þess að leggja dag við nótt í nokkra mán- uði og ég held að öllum sem unnu við gerð þessa kennsluefnis í sumar hafi þótt afskaplega gaman að því. En maður hefði gjarnan viljað sjá meiri árangut af öllu því erfiði, þó ég sé þar með ekki að segja að ég sé óánægður með útkomuna í alla staði. Það er mjög gaman að hafa staðið að því að þarna voru samdar fjórar töluvert ný- stárlegar kennslubækur um efni sem sum- part hefur ekki verið sinnt og það tækiferi var ánægjulegt að fá. Blm: Hvaða stefhu setja skólar landsins? HP: Það hefur oft verið klifað á því að alla skólastefnu vanti í þessu landi. Það getur auðvitað stundum verið mjög notalegt frjálsræði að vera laus við allar fyrirskipan- ir og ég veit að grannar okkar á hinum Norðurlöndunum öfúnda oft íslenska kennara, því þeir geta eiginlega fengið að gera það sem þeir vilja, svo rúm eru þau fyrirmæli sem koma frá yfirstjórn mennta- mála. En þetta felur í sér þá hættu að aldrei séu lagðar neinar línur og aldrei gert opin- bert hvaða þjónustu skólakerfið á að veita nemendum og samfélaginu. Það er að segja, til hvers við erum að þessu. Þó góð- ur vilji kennara og skólastjóra sé vissulega víða fyrir hendi finnst mér við ekki geta verið alveg háð honum. Ég held að það sé hreinlega of varasamt. Blm: Myndir þú vilja taka þátt í að móta skólastefhu, ef þér byðist það? HP: Ég held ég gerði það alveg hiklaust. Einkum ef við getum byrjað upp á nýtt. Byrjað að hugsa út frá einhverjum allt öðr- um forsendum en hingað til. Blm: Mun næsta kynslóð taka ensku firam yfir íslensku sem sína „þjóðtungu?" HP: Ég veit ekki hvort það verður næsta kynslóð. En þar næsta kynslóð verður hugsanlega jafnvíg á ensku og íslensku. Einni til tveimur kynslóðum síðar verður fólk farið að grípa sjálfkrafa til ensku frekar en íslensku. Svona hratt getur þetta gerst. Það er eins gott fyrir þig að kunna ensku ef þú ætlar að geta talað við barnabörnin þín. Þetta er svartsýnisspá. En við vitum ekki hvað er hægt að ná langt með þjóðrækni- „Það er eins gott fyrir þig að kunna ensku ef þú œtlar að geta talað við barnabörnin þín...“ boðskapinn einan að vopni. Það getur vel verið að hægt sé að andæfa nokkrar kyn- slóðir í viðbót með honum. Við vitum að það kann að vera hægt, en við vitum ekki að það sé hægt. Mér finnst þetta ábyrgðarleysi og í þá veru að flýtur á meðan ekki sekkur eins og við látum þetta gutlast núna. Ég vildi gjarna taka þátt í því með góðu fólki að búa til aðrar forsendur um hvernig væri hægt að vinna að þessu. Blm: Hverju myndirðu breyta fyrst? HP: Eitt er það sem margir verða mér ósammála um, en ég veit líka að margir eru mér sammála um; ég held að við eyðum tíma til ónýtis með því að vera að kenna þá málfræði sem við höfum verið að kenna í grunnskóla. Það á ekki að vera að eyða tíma nemendanna í að kenna þeim að þekkja nafnorð og lýsingarorð og sagnorð eða kenna þeim að greina frumlag og um- sögn og andlag og hvað þetta allt saman heitir. Ég leyfi mér að staðhæfa að nem- endur á grunnskólaaldri hafi ekki forsend- ur til að nota svona afdregið eða abstrakt kerfi. Það eru til námssálarfræðilegar kenningar um hvenær við förum að öðlast einhvern hæfileika til abstraksjónar — til þess að gera okkur abstrakt líkön og nota þau. ÖIl sú málfræði sem reynt hefur verið að kenna er gríðarlega flókið líkan. Það er eiginlega ekkert gagn að því að kunna hluta hennar. Fólk þarf að geta notað allt líkanið, annars getur hvaða kjáni sem er sýnt ffam á að þetta standist ekki. Ég held að þeim tíma sem varið er í setningagrein- ingu og slíkt í grunnskólanum væri miklu betur varið til þess að þjálfa lestur og þá á ég við að lestrarskilningi sé gefinn meiri gaumur en nú. Rannsóknir bæði frá Noregi og Svíþjóð benda til að lestrarskilningi sé afar ábóta- vant hjá allt að fjórðungi þjóðanna, þ.e.a.s. að fólk geti ekki gert sér mat úr eða skilið venjulegan nytjatexta. Að það geti ekki lesið leiðara í dagblaði og skilið um hvað leiðarinn fjallar. Skilji ekki auglýsingar frá stjórnvöldum um rétt sinn og skyldur. Við höfúm engin rök til þess að halda að þessu sé öðruvísi farið hér! Það eru fúllar líkur til þess að um það bil fjórðungur þessarar þjóðar hafi aldrei fengið þá þjálfun og þá hjálp sem þarf til þess að átta sig á og skilja svona texta! Blm: Hvernig sleppur þetta fólk í gegnum sitt skyldunám? HP: Kannski vegna þess að kröfúrnar eru ekki mjög strangar og þær beinast að öðru. í skyldunáminu er fýrst og ffernst verið að reyna að sannfæra sig um að fólk hafi ákveðna grundvallarþekkingu á staðreynd- um og hún er ekki afskaplega mikil, samanber dálítið uggvænlega niðurstöðu um þekkingu þjóðarinnar sem birt var í Morgunblaðinu á dögunum. Þó svo að oft sé verið að gera ágæta hluti í grunnskólanum held ég að miklum tíma sé varið til mjög lítils og í sumum til- fellum, allt að því kastað á glæ. Ég held að menn ættu að einbeita sér að málnotkun í grunnskóla. Til þess þurfum við nýjar kennslubækur, ný viðhorf, ný tæki og nýj- ar aðferðir. Síðar í kennslukerfinu getur svo vel verið að ástæða sé til að læra form- lega málffæði, t.d. fyrir þá sem ætla í ís- Ienskunám á háskólastigi. Ég vildi gjarna taka þátt í því að reyna að hugsa málið á þessum grundvelli. Þetta er orðið þrátefli en við viðurkennum ekki leikreglur skák- arinnar. Við eigum að velta taflborðinu og stilla upp á ný, því taflið er búið. Við eig- um að kenna fólki að bera virðingu fyrir tungumálinu vegna þess að það er flókið tæki og gríðarlega mikilvægt. Það er ekki aðeins tæki til að gera sig skiljanlegan heldur er það valdatæki og hefúr verið mikið notað sem slíkt. Sá sem hefur gott vald á málinu er ævinlega betur settur en sá sem aðeins hefur miðlungi gott vald á því. Sá sem á fimm orð yfir sama fyrirbæri hefur fleiri möguleika en hinn sem kann bara eitt orð. Ég held að málið skipti okkur gífúrlega miklu máli. □ l.tbl. 1989 VIKAN 9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.