Vikan


Vikan - 12.01.1989, Page 11

Vikan - 12.01.1989, Page 11
utsmísi’ Svo má geta þess að borgar- stjórinri pantaði hér gistingu fyrir hóp manna sem hingað kom á vegum borgarstjórnar- innar. Kennara- og foreldra- félag skólans hér í nágrenninu er líka farið að halda hér fundi og hittist fólkið á barnum hjá okkur svo allt er þetta á réttri leið. Eins og íslendinganýlenda Á fyrstu hæð Le Roi Dago- bert er mikill matsalur á tveimur pöllum, þar er líka barinn og eldhús hótelsins en á efri hæðunum tveimur eru hótelherbergin átján talsins. Þau eru rúmgóð og fallega búin og öll með baði og auð- vitað sjónvarpi líka. Vetrar- verð fyrir tveggja manna her- bergi er 2500 krónur en af- sláttur er veittur ef fólk gistir í þrjár nætur eða lengur og sama er að segja ef hópar koma og gista á hótelinu. Ingi- björg sagði að nokkuð væri um að hópar gistu hjá þeim. Til dæmis hefði starfsfólk Flug- leiða á Egilsstöðum gert það þegar það brá sér til Lúxem- borgar í tilefhi þess að það var að kveðja einn starfsfélaga sinn, sem var að hætta störfúm. Le Roi Dagobert er sann- kölluð íslendinganýlenda. Auk Ingibjargar og Karls og dóttur þeirra Tinnu, eru matreiðslu- mennirnir tveir íslenskir, þeir Sigurður Sumarliðason og Gísli Kærnested. Guðrún Tóm- asdóttir kona Sigurðar vinnur einnig á hótelinu. Þjónninn er að sjálfsögðu íslenskur, Valur Geirsson og tvær íslenskar stúlkur vinna á hótelinu, Hall- ffíður Ólafsdóttir og Guðrún Sigurjónsdóttir. —Það hefúr fengist leyfi fyrir þessu íslenska starfsfólki á þeim forsendum að mikill hluti gesta hótelsins sé íslensk- ur og því sé nauðsynlegt að hafa fólk sem geti talað ís- lensku, segir Ingibjörg. Tinna litla, sem er tíu ára, gengur í skóla skammt frá hótelinu. Hún segist vera ánægð í skólanum, en hún hef- ur ekki mikið samband við krakkana fyrir utan skólatíma, sem er reyndar ekki óalgengt á þessum slóðum að sögn móð- ur hennar, því börn eru ekki eins mikið úti að leika sér utan heimilisins þarna eins og heimilisins þarna og heima á íslandi. Krakkarnir tala saman á lúxembúrgísku að sögn Tinnu, sem segist vera farin að tala töluvert, en kennslan fer fram á þýsku og frönsku. Tinna varð þó í byrjun að notast við enskuna, þegar hún þurfti að tala við kennarann sinn, en það hefur allt bjargast sem bet- ur fer. — Hún er mjög róleg og dugleg að leika sér ein, segir móðir hennar. En Tinna hefur líka sinn leikfélaga, þótt hann geti ekki mikið rætt við hana. Það er kanínan hennar hvíta sem heitir Anna. Af gefhu tilefhi spyrjum við Ingibjörgu hvort þau hafi . nokkuð orðið fýrir aðkasti vegna hvalveiða íslendinga, þar sem mikið hefur verið um hvalamál rætt í Þýskalandi í haust og vetur. Hún kveður nei við og telur að slíkt umtal gæti allt eins orðið auglýsing fyrir þau eins og að valda þeim erfíðleikum. Og að lokum getum við ekki á okkur setið og spyrjum hvort þau séu nokkuð hrædd um að kaupin á hótelinu í Lúxem- borg séu dæmi um þessa ís- lensku offjárfestingu sem alltaf er verið að tala um heima á ís- landi? — Ég vona ekki, segir Ing- ibjörg. - Okkur hefur gengið vel fram að þessu og ég sé ekki annað en þetta ætti að geta gengið ágætlega í framtíðinni. Við erum að minnsta kosti bjartsýn. Foreldra- og kennarafélag skólans heldur fundi sína á bamum á Le Roi Dagobert. Borðsalurinn er með dökkum bitum á veggjum og lofti. l.tbl. 1989'VIKAN 11

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.