Vikan


Vikan - 12.01.1989, Page 25

Vikan - 12.01.1989, Page 25
RITHÖFUNDUR Ég er ekki að skrifa nein bókmenntaverk Spennusagnahöfundurinn Birgitfa H. Halldórsdóttir ÍVikuviðtali TEXTI OG MYNDIR: SVALA JÓNSDÓTTIR Birgitta H. Halldórsdóttir er tæplega þrítug, en hefur þegar sent £rá sér sex skáldsögur. Auk ritstarfanna er Birgitta húsmóðir á Syðri-Löngumýri í Blöndudal og gengur þar í öll verk innanhúss sem utan. Hún segir hér frá lífi sínu sem rithöfúndur og hús- móðir í sveit, hvemig hún var ætt- leidd við fæðingu og fékk síðan vitn- eskju um uppruna sinn, hvernig hún hitti eiginmann sinn á sveitaballi og hvemig hún hneykslaði sveitunga sína með fyrstu bók sinni. Ennfremur ræðir hún um umtal og sögusagnir, gagnrýnendur og framtiðardrauma. Það er fallegt veður þennan dag í Blöndudal, heiðskírt og ffemur hlýtt, eftir langvarandi kuldakast. Útsýnið út um eld- húsgluggann á Syðri-Löngumýri er yfir dal- inn þar sem áin Blanda liðast ffiðsæl undir brúna handan við græn túnin, með Langa- dalsfjöllin í baksýn, nær fjólublá í sólskin- inu. Á túninu er sláttuvél ekið í hringi, við stýrið situr húsmóðirin á bænum, en skömmu síðar kemur hún inn, klædd í gallabuxur og skyrtu. Hún er grönn og kvik í hreyfingum, með síðan hártopp sem hún er stöðugt að ýta lfá augunum, hlýleg og brosmild. Birgitta býður mér kaffi og meðlæti af alkunnri gestrisni bænda, kveikir sér í sígarettu og við spjöllum um stund um veðrið og búskapinn. En það er ekki ætlunin að ræða um tíðarfarið heldur um rithöfundinn og konuna Birgittu, ævi hennar og lífsviðhorf. Var ættleidd nýfædd Birgitta er alin upp á Syðri-Löngumýri og býr nú með eiginmanni sínum, Sigurði Inga Guðmundssyni og föður, Halldóri Ey- þórssyni. Hún segir uppvaxtarárin í sveit- inni hafa verið hamingjurík. „Ég er ein- birni og átti enga leikfélaga, en hér var yfirleitt margmenni og alltaf einhver sem hafði tíma til að sinna mér, þannig að ég var aldrei einmana. Afi og amma voru mér líka ómetanleg, amma sagði mér oft sögur og ævintýri. Sennilega á ég það henni að þakka að ég fékk áhuga á skáldskap og fór að setja saman sögur.“ Þegar hún var sjö ára fékk hún að vita að hún væri ættleidd, hún hefði verið gefin foreldrum sínum nýfædd. „Pabbi og ■ „Ég hélt því vandlega leyndu að ég vœri að skrifa. Fólk hafði líka misjafnar skoðanir ó þessu brölti mínu, sumum fannst bókin dólítið gróf.“ í.tbi. 1989 VIKAN 25

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.