Vikan


Vikan - 12.01.1989, Síða 45

Vikan - 12.01.1989, Síða 45
getið við einhvern að þeir hgðust binda endi á líf sitt. Yflrleitt hefur fólk ákveðið þetta með fyrirvara og undirbúið sig. Peg- ar grannt er skoðað má í nær öllum tilvik- um koma auga á slíkt eða einhver merki um það að viðkomandi hafl verið haldinn þunglyndi á einhverju stigi. Ef fólk hefúr tilhneigingu til þess að vera þunglynt, þá eru ýmsar aðstæður í lífi þess sem geta gert herslumuninn og leitt það út í sjálfsmorð. Nefna má dæmi eins og erfið- leika í samskiptum viðkandi við maka sinn, vinnuveitanda, alvarlegan líkamlegan sjúk- dóm o.s.frv. - Grípurslík örvamtingfólk seni t.d. eyg- ir enga leið út úr fjárhagslegutn vattda? Það er ekki að sjá að fjárhagslegir örðug- leika í samskiptum viðkomandi við maka sinn, vinnuveitanda, alvarlegan líkamlegan sjúkdóm o.s.frv. Eygir enga framtíð — Peir setn ná að svipta sig lífi eru vœnt- anlega þeir setn ekki hafa kornist undir lœknishetidur í tœka tíð, áður en þeir láta til skarar sktiða. Ég geri ráð fyrir því að oftar sé það svo. Gjarnan er um að ræða fólk sem þjakað er af þunglyndi í fyrsta skipti og gerir sér því aiis ekki grein fyrir vandanum. Það grípur svo tii þessa örþrifaráðs þegar eitthvað sérstakt kemur upp á sem setur það alger- lega úr jafhvægi og það missir stjórn á sér á þennan hátt. Það er undantekning að einstaklingur fremji sjálfsmorð án þess að geðkvilli hafi átt þar sök. Auðvitað er líka um að ræða þunglynidssjúklinga og alk- óhólista sem við höfúm haft til meðferðar. — Hvemig lýsir þunglyndi sér? Hvenœr er svo komið að viðkotnandi œtti að leita lœknis? Erfitt getur verið að segja til um mörkin því þetta er svo einstaklingsbundið. Hins vegar má benda á dæmigerð einkenni þunglyndis. Þetta getur t.d. byrjað sem svefnleysi sem verður stöðugt áður en langt um líður. Fólk fer að vakna mjög snemma og fyllist kvíða fyrir deginum. Slen og ótímabær þreyta og áhugaieysi geta einnig bent til þess að viðkomandi sé þjakaður af þunglyndi. Ailar áhyggjur leggjast illa í sjúklinginn og hann fer að kvíða framtíðinni, hann fær kannski sektar- kennd að ástæðulausu og svona mætti halda áfram. Þessu ástandi fylgir oft mikil vanlíðan og það er ekki víst að sjúklingur- inn beri hana utan á sér. Þegar svo er kom- ið að hver dagur er kvöl og allt er orðið svart, er fólk ekki lengur dómbært um ástandið og eigin líðan. Það eygir enga framtíð. Auðvitað er mikilvægt að sjúklingur leiti læknis áður en ástandið er orðið svona al- varlegt. - Efeinhverfretnur sjálfsmorð erjafnan tnikil leynd setn hvílir yfir því og oft reynt að hylma yfir verknaðinn og gefa uþp aðra ástœðu fyrir sviplegum dauða. í minningargreinum er t.d. reynt að komast hjá því að nefna þetta. Af þessutn sökum má ráða að sjálfsmorð séu tnun algengati en oþinberar skýrslur gefa til kynna. Já, því er ekki að leyna. Mismunandi sjálfsmorðstíðni í hinum ýmsu löndum, samkvæmt opinberum tölum, getur m.a. verið fólgin í mismunandi skráningu. Hér á landi er dauði manns ekki skráður sem sjálfsmorð nema það sé mjög greinilegt, — hann hafi til dæmis skotið sig eða hengt. Þegar einhver hefur iátist vegna of stórs lyfjaskammts er ekki endilega um að ræða sjálfsmorð. Aðstandendur og læknir leiða kannski líkur að því, en ekkert verður sannað, — nema þá að viðkomandi hafi skil- ið eftir bréf eða skilaboð. Þess þekkjast líka dæmi að fólk hafi fýrirfarið sér með því að setja á svið bílslys. Þegar grannt hef- ur verið skoðað hefur oft komið í ljós að fólk sem er eitt á ferðinni í bifreið sinni og ekur henni út af, veltir henni, hafúar ofan í á eða í sjónum þegar það ekur út af bryggju, hefur verið þjakað af þunglyndi. Það valdi þessa leið til að kveðja þennan heim. Á hinn bóginn er þess ekki getið í skýrslum að þetta fólk hafi fJamið sjálfsmorð, heldur hafi það einfaldlega beðið bana í bílslysi. Ásgeir Karlsson geðlæknir á geðdeild Borgarspítalans: „Ef um bráðræðis- lega skyndiákvörðun hefur verið að ræða, jafnvel slys eða ógát, þá verður fólk auðvitað himinlifandi að ekki skuli hafa farið verr.“ uósm.: pAll kjartans Metum sjálfsmorðshættuna — Leitar fólk til ykkar þegar svona er komið fyrir því? Hringir kantiski einhver setn segir að honutn líði mjög illa og hann hafi lengi vetið að hugleiða að fyrirfara sér. Ekki er algengt að fólk leggi þetta á borðið á þennan hátt. Hins vegar kemur fyrir að fólk undir áhrifúm áfengis hringi jafnvel á nóttunni og lýsi því yfir að nú sé stundin upp runnin nema þeim verði út- veguð ákveðin lyf og svo framvegis. Auðvitað verðum við ávallt að taka þetta til greina en við verðum að vega og meta í hvert sinn hversu alvarleg hótunin er. Við verðum að meta sjálfsmorðshætt- una hjá öllum sjúklingum sem koma til okkar með þunglyndiseinkenni. Þunglyndi er sjúkdómur sem kemur í bylgjum og gengur yfir. Á meðan fólk hef- ur einkennin er hættan fyrir hendi en ekki endilega þess á milli þó vissulega komi það fyrir. Þá er eins og sjúkdómurinn blossi snögglega upp á ný, kannski 3-6 mánuðum eftir að viðkomandi kemur úr meðferð. Talað hefur verið um það að fólk íremji sjaldnast sjálfsmorð þegar þunglyndið er á mjög háu stigi, algengara sé að það svipti sig lífi annaðhvort á leiðinni upp eða niður. Sérfræðingar eru farnir að efast um að unnt sé að koma auga á mynstur af þessu tagi. Þunglyndi getur reyndar lagt fólk í kör og jafnvel er um að ræða að sjúklingar hreinlega falli í dá. — Hver er helsta lœkningin við þessum hœttulega sjúkdótni? í um 70% tilvika duga Iyfin. Þegar svo er ekki og þunglyndið er kannski á mjög háu stigi, og sjálfseyðingarhvötin, þarf að beita raflækningum sem duga mjög vel í þessum tilvikum. Ríkt hafa fordómar gagn- vart þessari aðferð en þeir eiga rætur að rekja til fyrri tíma. Nú til dags er fólk svæft áður en aðgerðin er framkvæmd og ná- kvæmni raflækninga er orðin mjög mikil. Þegar um verulega hættu er að ræða á því að sjúklingur fari sér að voða, eru þær árangursríkastar. - Getur fólk orðið jafngott aftur þegar sjúkdómurinn er kominn á þetta stig? Já, þetta gæti hreinlega læknað þung- lyndið og aðferðin hefúr engin skaðleg áhrif á taugakerfið. Þunglyndi arfbundið? - Geturþunglyndi gengið í etfðir eða er þetta sjúkdómur setn á sérytri orsakir? Styerkar líkur benda til þess að þung- lyndi gangi í erfðir en engu að síður virðist vera ákveðið samspil á milli erfða og um- hverfisþátta. Það ber að taka fram að þetta hefur verið rætt í áratugi og enn er verið að rannsaka þetta fyrirbæri og eru sér- fræðingar ekki á einu máli. Ætla mætti að sjálfsmorðum hefði fjölgað mikið á síðustu áratugum á Vesturlöndum ef ytri aðstæður réðu mestu um. Vegna æ flóknara lífs- mynsturs, meiri vinnu, öryggisleysis í fjár- málum og þess konar atriðum, mætti ætla að fólk hneigðist í auknum mæli til sjálfs- morða. Svo er ekki. Gerð hefur verið könnun á meðal Amis- fólksins í Bandaríkjunum. Þetta er sértrú- arhópur sem á sér síðan sama upprunann. Þarna ríkja mjög sterkar hefðir og fólkið er mjög einangrað frá umhverfinu. Nefna má að enn er ekið um á hestvögnum og notuð eru sömu áhöld til landbúnaðar og notuð voru fyrir mörgum mannsöldrum. Fjöl- skyldubönd eru ákaflega sterk og sam- hjálpin mikil. Þarna lifir fólk mjög fá- brotnu lífi en um leið öruggu. Áfengi er þarna aldrei haft um hönd né aðrir vímu- gjafar. Fram hefur komið að í ákveðnum fjöl- skyldum eru sjálfsmorð algengari en í örðum. Þetta bendir til þess að í þeim til- vikum sé um arfgengni að ræða. □ i.tbi. 1989 VIKAN 43

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.