Vikan


Vikan - 12.01.1989, Side 47

Vikan - 12.01.1989, Side 47
Hluti hljóðvarpsleikrits Ævars R. Kvaran: Ásdís: (Trúir varla sínum eig- in augum). Pétur. (með mikl- um fögnuði) Pétur, elskan mín. En dásamlegt að sjá þig. Hvað.. Hvernig...? Þú hefúr breyst einhvern veginn. Þú hefur fúllorðnast. Ég þekki þig varla. En dásamlegt að sjá þig brosa. Það er svo langt síðan ég hef séð þig brosa. Hvar hef- urðu verið? Hví fórstu eftir að þú hittir hann pabba þinn? Æ, Hvað gerir það tii. Þú ert kom- inn aftur. Ó, guð minn góður hvað það er dásamlegt að sjá þig aftur. Er þér virkilega alveg batnað núna? Pétur: Mér fíður ekki eins ifla, mamma, ef það er það sem þú átt við. Ég vona að ég sé nú orðið á réttri leið að minnsta kosti. Það tekur sinn tíma að horfast í augu við sjálfan sig. Og það er annað en þægilegt, þegar um mína líka er að ræða. Sæll pabbi. Hannes: Sæll drengur minn. Það stórgleður mig að sjá þig aftur. Mér flnnst þú líka hafa breyst síðan ég sá þig síðast. Til hins betra. Þetta er sann- kallaður hátíðisdagur. Ásdís: Já, sestu nú hérna hjá okkur, elskan mín og segðu okkur eitthvað um þig. Ég hef saknað þín svo mikið að ég var farin að rífast við hann pabba þinn yfir að fá ekki að sjá þig, eins og hann. Segðu mér nú allt um þig. Ég er að deyja úr forvitni. Pétur: Ja, það er nú nokkuð löng saga. Þú mannst pabbi að þú fékkst bara að tala við mig örstutta stund síðast. Hannes: Já, drengur minn. Ásdís: (hrædd). Þú ætlar þó ekki að segja okkur að þú ætlir að fara að þjóta frá okkur strax aftur? Pétur: Nei, mamma. Mér ligg- ur ekki alveg eins mikið á og síðast. Hannes: Mig langar til að spyrja þig nokkurs í þessu sambandi. Af hverju gastu ekki verið lengur hjá mér síðast? Ég gat ekki gert mér grein fS’rir því, hvað neyddi þig til að aftur svona fljótt. Ég þurfti að spyrja þig svo margs. Pétur: Jú, sjáðu til pabbi. Það var birtan. Hannes: Birtan? Það var ekk- ert bjartara þá en núna. Pétur: Það er alveg rétt. En það var samt of bjart fyrir mig Ásdís: Of bjart fyrir þig. meinaður elskan mín? Pétur: Jú, sjáiði til. Ég tii heyrði ekki ykkar sviði. Ásdís: Okkar sviði? Þú tals gátum... Hvað áttu við? Pétur: Ég held að pabbi ofurlítið meira um þetta en mamma. Hann er búinn vera hér Iengur. Hannes: Já, ég held að skilji við hvað þú átt, minn. En samt leikur m nokkur forvitni á að heyra lýsa þessu nokkru (brosir) Við getum kallað þa vísindalega forvitni. Pétur: Já, mér fannst óþægilega bjart, þó ég ekki séð sól eða gert mér grein fyrir því hvað beinlínis olli því. Þú varst líka sjálfúr einlivern veginn lýsandi pabbi svo erfitt að horfa á þig. Þetta var mjög óþægilegt. Ég gæti helst ímyndað mér að það væri líkt því að sterkum ljóskastara væri beint framan í mann. Og svo var eitthvað fleira eins og í andrúmsloftinu sem fór í mig. Ég hefði alls ekki getað þolað það öllu lengur, þó mig dauð- langaði til að tala svolítið leng- ur við þig. Það er mjög erfitt að lýsa þessu. Ég þráði í senn að vera nálægt þér, en þoldi það hins vegar ekki. Botnar þú nokkuð í þessu, pabbi? Hannes: Ég veit það nú ekki drengur minn. En skýringin gæti verið sú að tvennt togaði í þig í senn sem olli þér innri átökum og óþægindum. Pétur: Hvað áttu við, pabbi? Hannes: Það sem ég á við er það, að það sem dró þig að mér var kærleikurinn, en það sem hindraði þig var afleiðing þinna eigin verka. í Ijósaskiptu Itilefni af umfjöllun Vikunnar hér á undan um sjálfsmorð birtist hér hluti úr hljóðvarpsleikritinu í Ijósaskiptunum, sem Ævar R. Kvaran samdi og tileinkaði Sálarrannsóknarfélagi íslands á 60 ára afmæli þess fyrir réttum áratug. Gripið er niður í handritið þar sem ungur maður, sem framið hafði sjálfsmorð, ræðir við foreldra sína, sem í.tbi. 1989 VIKAN 45

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.