Vikan


Vikan - 12.01.1989, Síða 48

Vikan - 12.01.1989, Síða 48
Ásdís: Já en hvert fórstu þá? Hvar varstu? Pétur: Ég skal segja ykkur að það er dálítið erfltt að svara spurningum sem byrja á „hvert“ og „hvar“ þegar maður er kominn hingað. Þetta eru vitanlega eðlilegar spurningar. En þegar maður er þó búinn að vera hérna jafhlengi og ég, því ég fór hingað fyrstur okkar, þá fer það að renna upp fyrir manni þótt staðir virðist stað- reynd, að kannski er réttara að lýsa þessu sem ástandi en stað. Já, hugarástandi. Hannes: Þetta er athyglisvert. Haltu áfram. Pétur: Eftir að ég framdi — verknaðinn, þá vaknaði ég til meðvitundar í hálfgerðu myrkri. Mér leið hörmulega og gat ekki gert mér grein fyrir því hvað ég var. Satt að segja var ég svo ruglaður, að ég mundi ekki einu sinni hver ég var. Ásdís: Hver þú varst? Hvað áttu við? Pétur: Mamma, þú gerðir þér aldrei fulla grein fyrir því hve djúpt ég var sokkinn þegar ég reyndi að binda enda á þetta allt saman. Ég var undir áhrif- um LSD. Hannes: LSD; Guð minn góður. Ásdís: (skelfd). LSD; Er það ekki eitt af þessum hræðilegu ofskynjunarlyfjum? Pétur: Jú, mamma. Þið munið að þegar ég hætti að drekka, þá voruð þið svo glöð, því þið hélduð að ég hefði séð að mér. Og ég lét ykkur halda það. En sannleikurinn er sá að þá fór ég út á enn hættulegri brautir. Hannes: Hættulegri brautir. Fannst þér drykkjuskapurinn ekki nógu hættuleg braut? Pétur: Jú, pabbi. Það er ekki von að þú skiljir hvernig dóm- greindin sljóvgast smátt og smátt án þess að maður taki eftir því. í augum heilbrigðs fólks er þetta auðvitað vitfirr- ing og ekkert annað. Enda er það fordæmt án miskunnar. Hannes: Já, en hvers vegna reyndirðu ekki til dæmis AA- samtökin? Pétur: Það var vegna þess held ég, að ég var innst inni haldinn þeirri grillu, að í raun- inni gæti ég hætt, ef ég vildi. En AA-samtökin setja einmitt það skilyrði að maður geri sér grein fyrir því að maður ráði ekki lengur lífl sínu. Sjálfs- blekking mín var algjör. Því fór sem fór. Hannes: Já, ég skil. Pétur: Þetta gerist svo hægt gegnum árin, að maður tekur ekki eftir því, þegar maður fer 46 VIKAN l.TBL. 1989 að sökkva. Áttar sig ekki fyrr en það er orðið of seint. Hannes: En hvernig stóð á því að þú fórst að flkta við deyfi- lyf? Pétur: Það byrjaði með því að ég kom einn morguninn rok- timbraður heim til kunningja míns, sem ég hafði oft skemmt mér með og spurði hann hvort hann ætti nokkuð, því vitan- lega var ég orðinn alkóhólisti, þótt ég gerði mér það ekki ljóst. Það var reykjarstybba í herberginu hans, því hann var að reykja pipu. Hann rak upp skellihlátur þegar hann sá hvernig ég leit út. Ég ætla ekki að fara að rekja þá ljótu sögu hér fyrir ykkur. Það nægir að segja að hann var að reykja hass og ég fékk nokkra „smóka" hjá honum. Það var byrjunin sem endaði á LSD í herberginu mínu, þegar ég hengdi mig. Ásdís: Ó, segðu þetta ekki. Guð minn góður. Ég þoli ekki að heyra þig lýsa þessu. Þetta er alltof hræðilegt. Þetta er allt yfirstaðið eins og þú sérð. Ég lifi það upp aftur ég... Hannes: Svona nú. Stilltu þig elskan mín. Þessu er öllu lokið. Þetta er allt yfirstaðið eins og þú sérð. Hann stendur hérna ljóslifandi fyrir ffarnan þig. Ásdís: Já, guði sé lof. Ó, Pétur... Pétur: Já, mamma mín. Mér er nú orðið fullkomlega ljóst hve voðalega ég fór að ráði mínu. Ég veit núna hvað það kostar að leyfa sér að valda þeim þjáningum sem aldrei hafa gert manni neitt annað en gott. Hannes: Já, við skulu ekki tala meira um það núna. (stutt þögn; síðan). En ég þykist vita að þjáningum þínum hafi ekki lokið með þessum — verknaði, eins og þú hefur búist við. Pétur: Nei, það var nú öðru nær. En sjáið þið til. Það voru svo margir búnir að segja mér hvað áhrifin af þessu lyfi væru stórkostleg. Ótrúlega skýr hugsun, skapandi sálarástand, heillandi breytingar á skynjun- um og svo framvegis. Það get- ur vel verið að þetta sé satt. Þetta verkar kannski misjafn- lega á fólk. En mín reynsla varð að minnsta kosti allt önnur. Hún var skelfileg. Ég sá sýnir sem fylltu mig ofsa- hræðslu. Mér fundust hættur og skelfingar bíða mín hvar- vetna. Ég gat ekki hugsað heila hugsun, en þó fann ég til bit- urrar samviskukenndar gagn- vart ykkur, en jafnframt ofsa- legs þunglyndis og hræðilegr- ar einmanakenndar og ógleði. Það var óbærilegt. Ég gat ekki lifað lengur. Allt var betra en þetta. Og þið vitið hvernig fór. Ásdís: (kvalin). Já, en hvers vegna ertu að rifja þetta allt upp fyrir okkur. Ég þoli ekki að hugsa um það. Það gerir mig sturlaða! Pétur: Fyrirgefðu mamma mín. Ég er ekki vísvitandi að reyna að kvelja þig. En ég kemst ekki hjá því að segja ykkur frá þessu. Það er skylda mín. Það er ekki þægilegt, en það verður að gerast. Hannes: Þetta er rétt hjá hon- um góða mín. Við vitum bæði að við reyndum að loka augun- um fyrir staðreyndum af því að okkur brast kjarkur og hug- rekki. En sannleikurinn lætur ekki að sér hæða. Við verðum að horfast í augu við hann fyrr eða seinna. Það hef ég þó lært síðan ég kom hingað. Ásdís: (reynir að jafha sig). Fyrirgefið þið mér. Ég skil að þetta sæmir ekki. Ég skal reyna að vera hugrökk. Pétur: Þakka þér fýrir mamma mín. Ég hélt líka að ég gæti forðað mér með því að binda enda á líf mitt. En þar skjátlað- ist mér hrapallega. Hannes: Já, það er furðulegt hvað það getur tekið okkur langan tíma að horfast í augu við sjálf okkur. Þó að við höf- um alltaf vitað innst inni að Eg fœrði mig aðeins nœr til þess að geta séð framan í hann. Þeirri sjón gleymi ég aldrei. Tungan stóð útúr munninum, augun stirð og brostin og andlitið eins og blósvart vax. En það hrœðilegasta af öllu var þó að þetta dauða flykki var - ég sjólfur. hið fornkveðna er sannleikur, að eins og maðurinn sáir svo mun hann og uppskera. En heyrðu Pétur minn. Hvað gerðist svo, þegar þú vaknaðir eftir — verknaðinn? Pétur: Ég vaknaði í hálfgerðu myrkri og gat lítið greint til að byrja með. Það var líkast því að vera í dimmri þoku. En smám saman fór ég þó að geta greint sitt af hverju gegn um þokuna sem ég kannaðist við. Og ég áttaði mig á því að ég hlyti að vera í herberginu mínu heima. Þá sá ég allt í einu eitthvert flykki hanga úr miðju lofti. Það sveiflaðist rólega ffam og aftur. Brátt sá ég að þetta hlyti að vera maður. Ég ferði mig aðeins nær til þess að geta séð framan í hann. Þeirri sjón gleymi ég aldrei. Tungan stóð útúr munninum, augun stirð og brostin og and- litið eins og blásvart vax. En það hræðilegasta af öllu var þó að þetta dauða flykki var — ég sjálfur. (Hryllingsandvarp frá Ásdísi). Hannes: Þér fannst þetta vera þú sjálfur? Pétur: Það er í rauninni ekki alveg rétt hjá mér. Þetta voru mínir andlitsdrættir, að vísu af- skræmdir en þó þekkjanlegir. Nei, en þó var þetta ekki ég sjálfur. Ég hafði ekkert tilfinn- ingasamband við þennan lík- ama. Mér var alveg sama um hann. Þess vegna gat þetta eins verið gamall og útslitinn frakki sem ég hafði einhvern tíma gengið í. Það var bara lostið sem fylgdi því að sjá þetta hroðalega andlit sem sló mig. Ég vildi sem fyrst koma mér burt frá þessari ljótu sýn. Hannes: Og hvað gerðist þá? Pétur: Ég hélt ósjálfrátt til dyranna og vildi komast út. En þegar ég ætlaði að taka um handfangið fór hönd mín í gegn um það. Það veitti enga mótstöðu. Ekki hurðin heldur. Svo ég gekk í gegn um hana og út. Hannes: Og hvert varstu þá kominn? Útí garð eða útá götu? Pétur: Hvorugt. Ég var aftur kominn í þokuna. Sá ekkert. Hannes: Hvernig leið þér? Pétur: Illa. En þó ekki eins hörmulega og áður en ég beitti sjálfan mig ofbeldinu. Það er að segja, ég fann ekki til líkamlega. En mér leið ekki vel sálarlega og það fór versnandi. Það endaði með því að ég fór að óska þess að ég væri kom- inn aftur í hóp félaga minna, sem gætu gefið mér eitthvað til þess að kæfa þessa innri sektartilfinningu. En þá gerðist undrið.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.