Vikan


Vikan - 12.01.1989, Page 51

Vikan - 12.01.1989, Page 51
POPPAÐIR PUNKTARI Popparar og peningar Peningar. Flest vantar okkur svolítið meira af þeim. Og ef við fáum fúlgu, hvað eigum við að gera við þá? Fjárfesta í bréfum og fasteignum? Styrkja góð málefni? Eða bara ferðast um heim- inn, skemmta okkur ærlega og eyða svo afgangin- um í einhverja bölvaða vitleysu? Popptónlistar- menn sem verða skyndilega vinsælir verða oftast mjög ríkir. Þeim farnast ákaflega misjafnlega við að fara með féð. ÁSGEIR TÓMASSON ÞÝDDI ■ Peter Green var einn af stofnendum hljómsveitarinnar Fleetwood Mac. Þegar hann dró sig út úr umstangi popps- ins ákvað hann jafnffamt að þiggja enga peninga úr þeirri áttinni framar. En þrátt fyrir þessa ákvörðun héldu ávísanir á höfúndarlaun áfram að iaum- ast inn um bréfarifuna hjá Green, því að eldri plötur með Fleetwood Mac hafa ætíð selst þokkalega. Þetta angraði Peter Green mjög. Þó tók steininn úr dag nokkurn þegar ávísun barst upp á þrjátiu þúsund sterlingspund eða sem nemur tæplega tveimur og hálfri milljón króna. Green fór æfúr með tékkann og haglabyssu að auki til Cliffords Davis sem þá var ffamkvæmdastjóri Fleet- wood Mac. Hann stillti ávísun- inni upp og gerði Davis það ljóst á táknrænan hátt að hann kærði sig ekki um meira af slíku - með því að skjóta hana í tætlur á skrifstofu umbans. — Nokkru síðar var Peter Green lagður inn á geðsjúkrahús. ■ Einhvern tíma árs 1967 var Grace Slick söngkona Jeffer- son Airplane á ráfi berfett og illa til fara. Hún gekk þá ffamhjá sýningarglugga og sá fyrir innan rennilegan sportbíl sem henni leist á. Bílasalanum leist hins vegar ekki jafhvel á söngkonuna og reyndi kurteis- lega að koma henni út fyrir. Grace Slick þrjóskaðist við og krafðist þess að fá að vita hvað rennireiðin glæsilega kostaði. Sölumaðurinn svaraði hlæj- andi að upphæðin væri stærri en hún myndi nokkurn tíma geta ímyndað sér. Loksins fékk hún það upp úr sölumannin- um að bíllinn kostaði sem nemur tæplega milljón króna (árið var jú 1967). Grace Slick gerði sér þá lítið fyrir, teygði sig í tætingslega hliðartösku sína og kom upp með nægilega þykkt seðlabúnt til að það hefði leikandi kæft asna hefði því verið troðið upp i hann. Búntinu fleygði hún á borð ffaman við söfumanninn, krafðist þess að fá bíllyklana og var rokin út með sportbílinn áður en sölumaðurinn sein- heppni gat hamið á sér neðri kjálkann af undrun. ■ Mesta launalækkun sem sögur fara af varð árið 1958. Er Elvis Presley gekk í herinn. Fram til þess tíma fékk hann tíu þúsund dollara í laun á viku. Þau lækkuðu niður í 74 dollara á mánuði. Verðskyn Presleys var frem- ur slæmt. Einhverju sinni keypti hann sér dagblað á götu í Memphis. Hann borgaði með hundrað dollara seðli. Blaða- salinn gat ekki gefið til baka svo að rokkkóngurinn sagði honum að hirða afganginn. Aumingja maðurinn vissi ekki hvað hann átti að gera og reyndi að troða fleiri dagblöð- um og tímaritum að Presley. Hann sagðist hins vegar ekkert hafa við fleiri að gera. Hann nennti hvort eð var ekki að lesa nema eitt. ■ Kántrítónlistarmaðurinn Steve Earle taldi sig hafa dott- ið í lukkupottinn dag nokkurn árið 1977. Hann sendi lag sitt Mustang Wine til Elvis Pres- leys sem leist vel á það og samþykkti að hafa á næstu plötu sinni. Elvis og undir- leikarar hans voru meira að segja byrjaðir að æfa lagið. Steve Earle var sannfærður um að hann þyrffi ekki að hafa áhyggjur af fjármálum sínum það sem effir væri ævinnar. — En Presley dó tveimur dögum áður en hann átti að hljóðrita Mustang Wine. — Earle reikn- ast svo til að hann hefði getað haft um sem nemur einni og hálfri milljón íslenskra króna í höfúndarlaun vegna lagsins að meðaltali það sem hann ætti eftir ólifað. „Kannski var ég bara heppinn að málin fóru svona,“ segir Steve Earle núna. „Það hefði hreint ekki verið hollt fyrir mig að setjast í helg- an stein um tvítugt." ■ Sam Phillips stofnandi Sun útgáfúnnar seldi hljóm- plötusamning EIvis Presleys fyrir sem nemur um þremur milljónum króna árið 1955 en gleymdi alveg að fara fram á ákveðna prósentu af sölu platna í framtíðinni. Sú gleymska kostaði hann millj- ónatugi ef ekki hundruð. Skýringin kann að vera sú að Phillips reiknaði aldrei með því að Presley yrði sérstaklega vinsæll. Hann bjóst við miklu meiru af Carl Perkins. Hins vegar var viðskiptavit Sams Phillips ekki alveg jafn slæmt og smekkur hans fyrir rokki. Hann fjárfesti með Presley- peningunum í Holiday Inn hótelakeðjunni og þurffi ekki að gera ærlegt handtak framar. ■ Hljómsveitin Killingjoke náði nokkurri frægð árið 1981 og þá aðallega að endemum. Eigi að síður auðguðust fjór- menningarnir í hljómsveitinni nokkuð. Þar á meðal hinn óútreiknanlegi Youth bassa- leikari. Dag nokkurn gleypti hann talsvert magn af „Mickey Mouse“ LSD, tók leigubíl í við- skiptabanka sinn á Bermúda sundbuxum einum fata og tók út alla peningana sína. Síðan lagði hann leið sína upp King’s Road og dundaði sér við það á göngunni að brenna peninga- fúlguna sína. Forvitnum veg- farendum tjáði Youth að pen- ingar væru undirrót alls ills og þar eð hann hefði hreinsað sig af öllum kapítalískum hugsun- um hefði hann enga þörf fýrir fé lengur og svo framvegis. Þessi för Youths endaði í höndum lögreglunnar og sjálf- sagt hefúr hinum óútreiknan- lega Youth brugðið í brún þeg- ar hann vaknaði úr Mikka mús- vímunni síðar. 48 VIKAN l.TBL. 1989 ■ „Kauptu handa mér eyju.“ Þessi var dagskipun Johns Lennon til Alistairs Taylor að- stoðarmanns síns einhvern tíma í marsmánuði 1967. Tayl- or var svo einstaklega heppinn að daginn eftir var einmitt aug- lýst eyja til sölu í The Times. Svolítið sker sem heitir Dornish, skammt undan ír- landsströndum. Taylor bauð í eyjuna og fékk hana á aðeins 1.550 sterlingspund. Lennon heimsótti Dornish aðeins einu sinni, missti áhugann og leyfði hippakommúnu að skjóta þar rótum. ■ Síðastliðinn vetur sýndi Stöð 2 nokkra viðtalsþætti með hinum ágæta Michael Aspel. Meðal gesta hans var Chuck Berry. Gamli rokkar- inn tók að sjálfsögðu þóknun fyrir að koma fram í sjónvarps- þætti Aspels og hún átti að berast á hótelherbergi hans áður en nokkrir samningar voru undirritaðir og gengið ffá tímasetningum vegna viðtals- ins. Chuck Berr\’ varð ekki ýkja hrifinn þegar hann fékk summ- una, tvö þúsund dollara eða sem næst 92 þúsund ísl. krónur, í notuðum seðlum og sumum hverjum krumpuðum og velktum. Þegar forráðamenn viðtalsþáttarins báðu Berry að flytja Johnny B. Goode að við- talinu loknu neitaði kappinn og bauðst til að spila og syngja Memphis Tennessee í staðinn. „Þið borgið mér með annars flokks peningum. Þið fáið bara annars flokks lag fyrir þá.“ ■ Þegar Robert Stigwood var að leita að tónlist til að hafa í kvikmyndinni Saturday Night Fever hafði hann meðal annars samband við Boz Scaggs vegna lagsins Lowdown. Eftir að Stigwood hafði útskýrt fyrir Scaggs um hvað myndin yrði, það er að segja diskóið alræmda sem var að ryðja sér til rúms, sagði Scaggs stutt og laggott: No. Hann tók hins vegar vel á móti framleiðanda myndarinnar Looking For Mr. Goodbar og lánaði honum lagið góðfús- lega. Um þetta leyti voru þre- menningarnir í Bee Gees að hljóðrita sína tónlist sem átti að vera í Saturday Night Fever. Meðal þeirra sem léku undir með Gibb-bræðrunum var hljómborðsleikari nokkur sem var spurður að því hvort hann vildi heldur fá fasta greiðslu fýrir vinnu sína eða vera á prósentum. Hann bað um föstu greiðsluna þar eð hann í uppvask eða... ■ Bítlamir fjórir voru ein- hverju sinni árið 1968 staddir á kínversku veitingahúsi í Gangor. Þegar reikningurinn kom uppgötvuðu milljóna- mæringarnir að enginn þeirra átti enga von á að Saturday Night Fever og tónlistin í myndinni slægi í gegn. Kvik- myndin skilaði rúmlega 74 milljónum dollara í aðgangs- eyri og platan með lögum úr myndinni var á toppi banda- ríska vinsældalistans í átján vikur. Boz Scaggs reiknast svo til að hann hafi tapað um millj- ón dollurum vegna dóm- greindarleysis síns. — Hljómborðsleikarinn vill ekki ræða málið. ■ Meira um slæmt verðskyn. Paul McCartney keypti ein- hverju sinni fjóra kjúklinga af sjaldgæfu kyni og flutti með sér til Bretlands. Þegar á Hea- throw flugvöll kom hafði McCartney samband við skoskt leigubílafyrirtæki og bað um að kjúklingarnir yrðu sóttir og fluttir heim á búgarð hans í Skotlandi. Leiðin sú er um 1.600 kílómetra löng. Flutningskostnaðurinn var því um 72.000 krónur. Þjórfé ekki innifalið. Um svipað leyti tók blaða- maður frá The Times viðtal við Bítilinn fyrrverandi. Meðan á viðtalinu stóð datt McCartney í hug að það væri gott að fá viskílögg handa sér og blaða- manninum til að dreypa á. Hann kallaði því í sendil á rit- stjórninni þar sem viðtalið fór fram og bað hann að útvega sér viskíflösku. Sendilinn lét

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.