Vikan


Vikan - 15.06.1989, Síða 36

Vikan - 15.06.1989, Síða 36
HÝR LEIKUR í VIKUMHI: Taktu þátt í lesend um leið og þú tekur þátt í skemmtilegum leik þar sem um er að Oðru sinni fer Vikan í lauflétt- an skafmiðaleik með lesendum. Aftur skipta vinningarnir hundruðum og heildarverðmætið er ríflega ein og hálf milljón króna. Á skafmiðanum sérðu hvort þú hafir unnið einhvern þeirra vinninga sem spilað er um. Hafir þú unnið getur þú vitjað vinnings á ritstjórn Vikunnar í Valhöll Háaleitisb- raut 1 í Reykjavík. Hafir þú ekki unnið getur þú samt sent inn seðilinn þinn og fer hann þá í pottinn sem utanlandsferð- irnar fjórar verða dregnar úr ein af annarri. Fyrst Verald- arferðirnar þrjár til Costa del Sol og síðustu vikuna Parísarferðin. Enginn seðill fer þó í pottinn nema lesendakönnun Vikunnar á bakhlið skafmiðans hafi fyrst verið útfyllt. Til þess er jú leikurinn gerður, að leita samráðs við lesend- ur um leiðir til að bæta stöðugt blaðið okkar. Costca del Sol Þrisvar verður dregin út tveggja vikna ferð fyrir tvo til Costa del Sol. Gist verður á Castillo de Vigia, sem er ný, glæsileg við- bygging við hinn vinsæla gististað Santa Clara. Hér er um að ræða nýjar stúdíóíbúðir sem verið er að taka í notkun. Ibúðirn- ar eru búnar ölium hugsanlegum þægindum og með útsýni yfir hafið. Það er aðeins þriggja mínútna gönguferð í iðandi mann- líf Torremolinos. Það er Ferðamiðstöðin Veröld í Austurstræti sem hefur einkarétt á íslandi fyrir þennan nýja og eftirsóknar- verða stað. Verðmæti hvers vinnings er um 125.000 krónur. Samtals verðmæti vinninganna á Costa del Sol er því kr. 375.000. e ■ boði Cardin Aðalvinningurinn í skafmiðaleik Vikunnar er stórglæsileg lúxusferð til Parísar. Flogið verður utan 23. júlí á Saga Class farrými með Flugleiðum. Þá um kvöldið verður borðað í boði tískukóngsins Pierre Cardin á veitingastaðnum Maxim’s sem hann keypti fyrir nokkru. Daginn eftir hefur Cardin tekið frá miða á aðra tveggja stórtískusýninga sinna sem er aðeins opin boðsgestum. Um kvöldið býður Cardin lesendum Vikunnar út að borða á veitingastaðinn Espace sem er mjög vinsæll af glæsifólki Parísar. Á þriðjudagsmorgninum mun svo glæsi- kerra frá Peugeot bíða vinningshafanna og farið í ökuferð um borgina. Gist verður á Parc Avenue Hotel, sem er í hjarta Parísar og búið öllum þægindum. Sannkölluð lúxusferð bíður tveggja lesenda Vikunnar. Verðmæti ferðarinnar er áætluð um 250.000 krónur. Þótt enginn vinningur hafi komið ó þinn skafmiða ó hann 34 VIKAN 12. TBL. 1989

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.