Vikan


Vikan - 15.06.1989, Page 53

Vikan - 15.06.1989, Page 53
BARMEIGNIR talist að verða ófrísk eftir að þú ert orðin 30 ára. Þú getur gert þér enn erfið- ara fyrir með því að taka pill- una alveg fram til þess tíma sem þú ætlar að „reyna“. Rann- sókn á 17000 konum í Bret- landi sýndi að þær sem komn- ar voru yfir þrítugt, notuðu pilluna og höfðu ekki átt barn áður, voru að meðaltali þrem mánuðum lengur að verða þungaðar en þær sem ekki not- uðu pilluna - aftur á móti voru þessi áhrif ekki mælanleg hjá yngri konum. Af öllu þessu má ráða að það væri betra fyrir þig að reyna að eignast þitt fyrsta barn áður en þú nærð 35 ára aldrinum og að hætta að taka pilluna nokkrum mánuðum áður ef þú ert orðin 30. Ekki hægt að segja fyrir um hvort þú ert frjósöm eða ekki Samkvæmt því sem dr. John Guillebaud, í Margraret Pyke fjölskyldumiðstöðinni í Lond- on, segir þá er best að eignast þá fjölskyldu sem maður óskar sér fýrr en seinna. Frjósemi fer þverrandi á mismunandi aldri hjá mismunandi fólki og þú getur ekki sagt fýrir um hvernig þetta muni verða hjá þér. Það er sorglegt til þess að hugsa að getnaður geti ekki orðið hjá fólki sem er orðið 35 ára, þegar hann hefði auðveld- lega getað orðið þegar það var 25. Að hjálpa sér sjálfur Margt sem varðar frjósemi getum við sem einstaklingar ekki stjórnað, en við höfúm tækifæri til að vernda æxlun- arfæri okkar frá áhrifúm sem gætu skaðað þau. Fyrst og fremst eru það kynsjúkdóm- arnir lekandi og klamidía. Hinn síðarnefndi er talinn sá algengasti í heiminum og þó hann sé læknanlegur, þegar búið er að skilgreina hann, þá hefúr hann tilhneigingu til að skemma eggjaleiðarana án þess að nokkur sjúkdóms- einkenni sjáist. Besta leiðin til að koma í veg fýrir að smitast af kynsjúk- dómi er að eiga sér ekki nema einn ákveðinn rúmfélaga, sem ekki heldur framhjá. En val þitt á getnaðarvörn getur einnig haft þarna áhrif. Verjan hefúr reynst best, þar næst hettan þegar notað er sæðisdrepandi krem. Nokkur vörn er einnig í pillunni vegna þess að hún gerir það að verkum að slím legganganna þykknar þannig að það vinnur á móti sýkingu og sáðfrumunum um leið. Lykkjan er verst; hún virðist hafa tilhneigingu til að auka sýkingar sem annars hefðu jafnvel verið lítilvægar og þar með eykst hættan á ófr jósemi. Önnur atriði sem áhrif geta haft á frjósemi: • Vikt Séu konur of grannar eða of feitar þá getur það kom- ið í veg fýrir egglos hjá þeim. Offita hjá körlum getur einnig orsakað fáar sáðfrumur. • Slæmir ávanar Reykingar, mikil drykkja og notkun lyfja, geta haft slæm áhrif á ff jósemi. • Umhverfl Ákveðin efni og efnasambönd geta haft áhrif á frjósemi karla og kvenna. Ef þú vinnur nálægt eða með efni þá skaltu láta athuga hvort ein- hver hætta sé á ferðum þeirra vegna. • Mataræði Sé mataræðið ekki nógu gott getur það haft áhrif á frjósemina. Hafðu matar- æðið vel samansett þar sem þú ferð nóg af fersku græn- meti og ávöxtum. Zink, sem töluvert er af í fiski og kjöti, er talið hafa góð áhrif á frjósemi. Þegar þig langar að verða barnshafandi Því fyrr sem þú reynir að verða bamshafandi því fyrr ferðu vitneskju um það hvort einhver vandamál séu á ferð- um og því lengri tíma hefúrðu til að öðlast bót á vandanum. En vertu þó ekki með neina til- raunastarfsemi fyrr en þú ert andlega og fjárhagslega tilbúin fyrir barn. Þrátt fyrir að það sé talið ólíklegt, þá verða margar kon- ur barnshafandi á fyrsta tíða- hringnum sem þær nota enga vörn. Til dæmis var ein kona viss um að það tæki hana lang- an tíma að verða ófirísk vegna þess að hún hafði notað pill- una í 14 ár og vegna þess að hún var orðin 32 ára. Hún varð því undrandi og dálítið skömmustuleg, af því að hún var nýbyrjuð í starfi, þegar hún varð ófrísk um leið. Mikilvægi réttrar tímasetn- ingar má ekki vanmeta. Því staðreyndin er sú að í raun er aðeins einn dagur í öllum mánuðinum sem getnaður get- ur átt sér stað og það eru næstu 24 tímar eftir að egglos hefúr átt sér stað, áður en egg- ið deyr. Það þýðir þó alls ekki að það sé aðeins einn dagur í mánuðinum sem samfarir or- saka getnað, því sáðffumur eiga að geta lifað í slímhúð leg- ganganna í a.m.k. 3 daga. Það er mikilvægt að vita hvenær mánaðarins árangurs- ríkasti tíminn er til samfara. Þegar útferð er rífleg, vatns- kennd og teygjanleg þá má gera ráð fyrir að egglos sé um það bil að eiga sér stað, sömu- leiðis ef vart verður við sárs- auka eða óþægindi neðarlega í kviðarholi u.þ.b. á miðjum tíðahring. Ef þú ert regluleg og hefúr blæðingar á 28 daga fresti þá geturðu gert ráð fyrir að egglos sé hjá þér 14 dögum áður en næstu tíðablæðingar byrja. Ertu ófrísk? Spennan nær svo hámarki þegar nokkrir dagar eru liðnir framyfir þann tíma sem tíða- blæðingar hefðu átt að hefjast. „Er ég ófrísk?“ spyrja konurnar sig þá... líka þær sem alls ekki ætluðu sér að verða óffískar. Hægt er að fá næstum fúllkom- lega örugga vissu fýrir því hvort svo er eða ekki — og það sem betra er: án þess að nokk- ur annar en þú fáir að vita það — með því að nota þungunar-' próf sem hægt er að kaupa í ap- ótekum. Til dæmis heitir eitt slíkt, sem mjög einfalt og ör- uggt er að nota, Predictor. Útkoma fæst á 30 mínútum Þegar konan er orðin óffísk byrjar líkaminn um leið að framleiða þungunarhormón sem skilst út með þvagi, mest er af þessum hormón í morg- unþvagi og því best að nota það við prófúnina. Með Pre- dictor prófinu fylgir glas, dropateljari með vökva og prófstafúr. Vökvinn úr dropa- teljaranum er tæmdur í glasið. Tómur dropateljarinn er not- aður til að soga upp þvag úr þvagprufuglasinu, 5 dropar af því eru látnir drjúpa ofan í glasið með vökvanum, tappinn settur í og glasið hrist. Þá er komið að prófstafnum, afls ekki má snerta þann enda hans sem notaður er við prófúnina, til að trufla ekki útkomuna. Það er ferhyrndur flötur sem stungið er ofan í vökvann. Prófstafúrinn er látinn standa í glasinu í 30 mínútur og að þeim tíma liðnum ferðu að vita hvort þú ert ófrísk eða ekki: Prófstafurinn er tekinn upp úr og skolaður í vatni, ef liturinn á flata endanum er bleikleitur — allt frá fölbleikur upp í dökkbleikur — þá er um þungun að ræða. Sé hann aftur á móti alveg hvítur þá er svo ekki. Samkvæmt upplýsingum sem prófinu fylgja þá eru niðurstöðurnar fúllkomlega marktækar ef leiðbeiningum er fylgt nákvæmlega, þannig að þú þarft kannski ekki að bíða nema í 30 mínútur til að vera viss. Að sjálfsögðu þarf svo að fara til læknis fljótlega þegar um þungun er að ræða, eins ef langt er komið ffamyfir þann tíma sem blæðingar áttu að hefjast en prófstafúrinn sýnir samt sem áður enga þungun. 12. TBL. 1989 VIKAN 51

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.