Vikan


Vikan - 16.11.1989, Side 18

Vikan - 16.11.1989, Side 18
í hjarta Kringlunnar hefur nauman matartíma. Þetta er öðruvísi en hefðbundinn skyndibitastaður. Síðan er opið alveg ffam úr og á kvöldin legg ég áherslu á góða kráarétti, fallega framborna en á hagstæðu verði. Þá kemur hingað fólk úr nágrenninu og víða að úr bænum. Þá TEXTI: SÆMUNDUR GUÐVINSSON UÓSM.: ÞÓRDlS E. ÁGÚSTSDÓTTIR „Ég var búinn að velta fyrir mér ýms- um möguleikum í veitingarekstri þegar konan mín benti mér á að Kringlukráin væri auglýst til sölu. Mér leist strax vel á þetta, nýr staður í nýju húsi og innréttingar allar fall- egar og vandaðar. Hér ætla ég að reka huggulega og notalega krá og bjóða upp á ódýra en góða og matarmikla kráarétti," sagði Sigþór Sigurjónsson, nýr eigandi Kringlu- krárinnar, í spjalli við Vikuna. Sigþór er ffamreiðslumaður að mennt og búinn að vera í bransanum frá barns- aldri. Lærði á Hótel Sögu og vann þar lengst af þau tuttugu og fimm ár sem liðin eru ffá því hann hóf námið. En strax um tíu ára aldur var hann farinn að hjálpa föð- ur sínum, sem var þjónn í Glaumbæ á sín- um tíma, við að raða stólum og dúka borð áður en skemmtanir hófust. En hvers vegna að kaupa krá núna þegar allur veit- ingarekstur á mjög undir högg að sækja? Miklir möguleikar lvAuðvitað veit ég um þessa erfiðleika í greininni. Engu að síður ákvað ég að kaupa Kringlukrána, raunar í félagi við ágætan vin minn sem heitir Árni Gunnarsson. Það eru miklir möguleikar sem felast í þessum stað. í hádeginu mun ég leggja áherslu á gott úrval af matarmiklum og góðum súp- um fyrir fólk sem vinnur hér í kring og má ekki gleyma því að Borgarleikhúsið er hér í næsta húsi og gestir þess geta fengið sér snarl eða aðra hressingu fyrir og eftir sýningar. Á kvöldin verður lifandi tónlist en það er ekki ætlunin að gera þetta að villtu danshúsi," segir Sigþór og er hvergi banginn. Hörð samkeppni Við ræðum um breytingar á veitinga- rekstri og skemmtanahaldi þann aldar- fjórðung sem Sigþór hefur verið þar að störfúm. „Þegar ég byrjaði voru húsin fá og gestir drukku stíft. Sem betur fer hefúr þetta breyst og stórlega dregið úr eiginlegum drykkjuskap. Veitingastöðum hefur fjölgað gífúrlega síðustu tíu árin samfara því að ffítími fólks er orðinn miklu meiri. Þessi breyting hefur orðið til góðs. Áður voru hinir svonefndu skemmtistaðir með ein- okunaraðstöðu en nú eru þeir í harðri samkeppni við krárnar og fjölda minni veitingastaða. Hótel ísland, Saga og Dans- höllin bjóða upp á stórar og vandaðar sýn- ingar en fólk hefur líka val um að fara eitt- hvað annað fýrir minni peninga. Þetta er af hinu góða og jafnffamt gerir fólk nú meiri kröfúr um umhverfi staðanna og þjón- ustu,“ segir Sigþór. Fjölbreytt reynsla Sem fyrr segir er Sigþór búinn að vera lengi í bransanum. Á námsárunum á Sögu Frh. á bls. 20 1 8 VIKAN 23. TBL. 1989 J

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.