Vikan


Vikan - 16.11.1989, Page 37

Vikan - 16.11.1989, Page 37
of mikið kryddaður," segir Anna brosandi. Hún lét þessar úrtölur ekki hafa nein áhrif á sig, sérpantaði ekta leirofn frá Indlandi og fékk indverskan kokk frá London sér til aðstoðar (sem þó flúði fljótlega af landi brott vegna veðurs). Viðtökurnar urðu ffamar björtustu vonum. „Það hafa svo margir íslendingar verið við nám í London og þeir og aðrir sem hafa kynnst indversk- um mat höfðu beðið eftir að svona staður yrði opnaður hér í Reykjavík." Anna segir að útlendingar hafi sagt sér að þeir hafi hvergi í heiminum fengið jafngóðan ind- verskan mat og hér á landi og það vottar fyrir stolti í röddinni. Nýir veitingastaðir Þegar Anna hætti rekstri Fógetans flutti hún indverska veitingastaðinn upp á Laugaveg. Henni fannst eitthvað vanta á matseðil staðarins og til að bæta úr því setti hún upp svokallaðan Sushi-bar. Sushi er japanskur þjóðarréttur þar sem blandað er saman hrísgrjónum, kryddi og ýmsum fisktegundum sem oftar en ekki eru hráar. Reyktur lax og reyktur áll eru líka á boð- stólum og nú hefur Anna bætt sölum á matseðilinn. Sölin eru rúlluð upp ásamt fiski og hrísgrjónum. „Sushi er góður og hollur matur og það er tilvalið að fá sér sushi sem forrétt og síðan einhvern ind- verskan aðalrétt," segir Anna með sann- færingarkrafti. í mars síðastiiðnum keypti Anna veitingastaðinn Ítalíu á Laugavegi. Anna eldar mikið sjálf bæði á indverska staðnum og ítalska og segist kunna best við sig í eldhúsinu. Hún viðurkennir þó að sér finnist skemmtilegra að elda indversk- an mat enda er hún alin upp við hann. Anna blandar sjálf sitt eigið krydd en þeg- ar hún er innt eftir því hvaða uppskriftir hún noti í kryddblöndur eða matinn yppt- ir hún öxlum og segist ekki nota neinar á- kveðnar uppskriftir. Hún tekur ögn af þessu og ögn af hinu og blandar öllu saman. um kreól-veitingastað hefur ekki orðið að veruleika ennþá en fyrir skömmu opnaði Anna hins vegar mexíkanskan veitinga- stað, Bandito’s, að Hverfisgötu 56. Anna þekkir vel mexíkanska matargerð frá þeim árum er hún var í Bandaríkjunum en til að undirbúa sig sem ailra best vann hún um tíma sem kokkur í mexíkönsku veitinga- húsi í Amsterdam sem vinafólk hennar á. Mexíkanskur matur er að sögn Önnu mjög vinsæll í Mið-Evrópu og alltaf fullt út úr Anna Peggý nýtur í dag trausts og uirðingar í viðskiptaheiminum. En þegar hún var að byrja var hún álitin geggjuð og bankastjóri sem lét ekki einu sinni svo lítið að horfa framan í hana sagðist ekki lána henni grœnan túskilding. Bandito’s — mexíkanskur veitingastaður Þegar talið berst að ástæðum þess að Anna festi kaup á húseigninni að Hverfis- götu 56, sem er þrjár hæðir og ris, bregður fyrir hörku í andliti hennar. „Leigan, sem ég þarf að greiða fyrir aðstöðuna á Lauga- veginum, er há og þegar mér bauðst að kaupa þessa eign hér á hagstæðum kjörum sló ég til.“ Anna er alls ósmeyk við að flytja veitingastaðina sína frá Laugaveginum og niður á Hverfisgötu þótt slíkt sé ekki á döf- inni á næstunni. „Fólk er að sækjast eftir matnum mínum og ef eitthvað er þá er auðveldara að fá bílastæði við Hverfisgötu en við Laugaveg." Önnu hefur lengi langað að setja upp veitingahús sem sérhæfði sig í ekta „kreól- mat“ eins og hann er að finna á eyjunum í Karíbahafinu. Þessi sérstaka matargerðar- list er upprunnin firá Vestur-Indíum og er blanda af indverskri, kínverskri og port- úgalskri matargerðarhefð. Draumurinn dyrum á veitingahúsum sem bjóða upp á hann. Á Bandito’s er boðið upp á ekta mexíkanskan mat og hráefnin koma að hluta til frá Mexíkó. Anna hefur gert margt til að stemmning- in á matsölustöðunum hennar verði sem eðlilegust. Þegar hún er að þjóna gestum til borðs á indverska staðnum er hún stundum klædd í indverskan þjóðbúning og það sama verður að segja um nýju mexí kanska staðinn. Innréttingarnar eru líka valdar með það fyrir augum að undirstrika stemmninguna. íslensk matargerð hefur líka heillað Önnu. Hún segist borða allan íslenskan mat, eins og slátur, hangikjöt og svið, og sjálf hafi hún tekið slátur og búi alltaf til laufabrauð fyrir hver jól. Það er aðeins eitt sem henni líkar ekki og það er soðinn fisk- ur með bræddu smjöri og soðnum kartöfl- um. „Ég verð að krydda matinn minn með einhverju fleiru en salti og hafa eitthvað meira með en bara kartöflur.” Að standa I veitingarekstri á íslandi Anna segir að það sé ekki Iétt verk að standa í sjálfstæðum atvinnurekstri hér á landi. Hún hefur að vísu ekki samanburð erlendis frá en telur að verra en hér geti það varla orðið. Hún hefur þó alltaf staðið í skilum og það segir hún að sé vegna þess að hún hafi lagt á sig ómælda vinnu. Hún rifjar upp að í tvö skipti sem hún hefur þurft að leggjast inn á spítala hafi hún tekið vinnuna með sér og meðal annars hafi hún farið yfir stimpilkort starfsmanna sinna og reiknað út laun þeirra meðan hún lá á fæðingardeildinni. „Sumir sem fara út í sjálfstæðan atvinnurekstur hætta strax að vinna sjálfir og kaupa sér bara flotta bíla. Þeir fara svo auðvitað á hausinn." Þótt Anna hafi alltaf staðið í skilum segir hún að bankastjórar hafi ekki alltaf tekið henni vel. Hún segir að þegar hún var að byrja í þessum rekstri hafi hún eitt sinn farið á fund bankastjóra sem ekki lét einu sinni svo lítið að horfa framan í hana meðan hann sagðist ekki vilja lána henni grænan túskilding. „Hann hélt ég væri geggjuð. En ég hætti öllum viðskiptum við þennan banka og hef ekki í hyggju að taka þau upp aftur.” Núna er Anna hins vegar viður- kennd í viðskiptaheiminum og nýtur trausts og virðingar. En það gerðist ekki af sjálfum sér og ekki fýrr en hún hafði rutt úr vegi mörgum hindrunum sem bæði stöfuðu af því að hún er kona og líka vegna þess að hún er af öðrum uppruna en flestir aðrir í viðskiptalífinu hér á landi. Fjölskyldan er þolinmóð Anna viðurkennir að fjölskyldan líði stundum fyrir það að hún standi í þessum rekstri. Hún kemur stundum ekki heim fýrr en seint á kvöldin og er oft farin að heiman fýrir allar aldir á morgnana. „En ég hugga mig við það að ég er að búa í haginn fýrir börnin mín. Ég vil ekki að þau kynnist sömu fátæktinni og ég bjó við á þeirra aldri,“ segir Anna og það er greinilegt að hér talar ekki viðskiptajöfurinn heldur móðirin. „Ég þarf að vinna svona mikið í tvö til þrjú ár í viðbót og þá get ég farið að taka það rólega.” Þegar talið berst að íslenska „kerfinu" svokallaða verður Önnu mikið niðri fýrir. Henni finnst allt ganga óþarflega hægt og stirðlega fyrir sig. „Það tók mig sex vikur að fá vínveitingaleyfi og þegar maður ætlar að borga skatta eða önnur gjöld veit eng- inn neitt og allir vísa hver á annan. Sem dæmi má nefha að ég fæ ekki að kaupa vín fýrir veitingastaðina nema einu sinni í viku og þarf að borga það á skrifstofum ÁTVR inni í Borgartúni og fara síðan alla leið upp á Höfða til að ná í það. Þetta er mjög óhag- kvæmt.” Anna er farin að ókyrrast, starfsmenn hennar farnir að tvístíga skammt ffá okkur og greinilegt að henni er ekki til setunnar boðið. Þegar ég kveð fæ ég aftur sama þétta handtakið og þegar ég kom og greinilegt er að hér er kjarnakona á ferð. 23. TBL 1989 VIKAN 35

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.