Vikan


Vikan - 16.11.1989, Page 41

Vikan - 16.11.1989, Page 41
hjá „hinum fátæku skólasystr- um“ í Munchen. Þar býr hún með systrunum, sem gætu hvað aldurinn varðar hreinlega verið ömmur hennar, innan klaustur- veggjanna. Og hún segist vera hamingju- söm! Hvernig stendur eiginlega á þessu? Er þessi unga stúlka að flýja föðurhús? Hefur hún lent í ástarsorg eða verið svikin af vinum? Hefur hún orðið fyrir vonbrigðum í starfi eða ekki náð þeim frama sem hún ætlaði sér? Þessum spurningum svarar hún afdráttarlaust neitandi. Hún er ekki að flýja frá einu eða neinu. Ástin kemur þessu máli ekkert við né önnur þau atriði sem nefhd hafa verið. „Þessi hugmynd fór mjög hægt af stað en hefur verið að gagntaka mig smám saman,“ segir hún íhug- andi. „Einhverra hluta vegna lætur tilhugsunin um að ganga í klaustur mig aldrei í friði og þess vegna er ég hingað komi.“ íbúð, bíll og fjóldi vina Petra hefur ekki verið neitt olnbogabarn í lífinu til þessa og raunar hafði henni gengið mjög Það er ekki að sjá að Petru leið- ist dvölin í klaustrinu þótt nunnumar gætu verið ómmur hennar hvað aldurinn varðar. vel við allt það sem hún hafði tekið sér fyrir hendur. Eftir gagnffæðaskóla fór hún í starfs- þjálfun hjá Siemens og starfaði þar síðan sem aðstoðarmaður rafeindavirkja. Hún var vel met- in þar, fékk góð laun, átti eigin íbúð, bíl og stóran vinahóp. „Ég hef kynnst því hvað er að ganga vel í lífinu. Mér gekk allt í haginn og mér leið vel. Það er mjög mikilvægt að hafa slíka reynslu að baki þegar maður tekur ákvörðun um að gerast nunna. Þá er ekki hægt að segja að ég hafi ákveðið að loka mig innan klausturveggjanna af því að mér hafi gengið svo illa utan þeirra. En einhvern veginn fannst mér allt þetta svo léttvægt, svo einfalt, svo fyrir- hafnarlaust. Tómleikatilfinning- in varð alltaf sterkari og sterkari þar til ég lét undan. Og þvi var það einn góðan veðurdag að hún sagði frá þess- ari ákvörðun sinni á vinnustað sínum. Hún kvaðst ætla að losa sig við íbúðina, selja eða gefa aðrar eigur sínar og skilja við vini sína. Með sér tók hún að- eins örfáa persónulega muni, svo og skilnaðarorð föður síns, sem voru: „Guð minn góður, stúlka, það sem þú gefur frá þér!“ Síðan settist hún upp í bílinn, ók sem leið Iá til Munch- enar og Iét ekki staðar numið fyrr en við klaustur „hinna fá- tæku skólasystra". Það eina sem hún sagði, áður en hún lagði af stað, var: „Ef til vill er það mátt- ur köllunarinnar sem hjálpar mér til að fara frá þessu öllu.“ Og nú er hún á reynslutíma í klaustrinu. Hún þarf að ganga í gegnum allmörg stig áður en hún vinnur endanlegt heit og verður fullgild nunna. Það líða nokkur ár þar til hún stígur það örlagaríka skref. „Vitaskuld á ég í innri baráttu um þessar mund- ir enda er það mjög eðlilegt," viðurkennir hún, „en hún geng- ur mestmegnis út á það hvort ég standi mig, hvort ég geti þetta og hvort ég sé yfir höfuð að gera hið eina rétta." Petra hefur verið skipuð hús- vörður í klaustrinu. Það þýðir að hún verður öðru hvoru að takast á við ýmis veraldleg efni sem nunnurnar koma annars ekki nálægt. Hún frer að halda hljómflutningstækjunum sínum og má blístra eða raula lagstúfa eins og henni var svo tamt að gera þegar hún var upptekin við eitthvað sérstakt. „Þarna sjáið þið, hér inni er vistin hreint ekki eins daufleg og drungaleg og fólkið fýrir utan vill vera láta. Og lífið snýst ekki eingöngu um að liggja í bikini á ströndinni allan daginn." □ ll / FfiUNiR S1 ÍA/Cx tmóp TftL.fi 3 Ei/15 \jESPfl UM- />ZtS/L ÓL-D HfálF- ÍNÓr /5 L. $ TfiFuR PRiKA fífífíT- óuRT 1 1 c — SKEmmd SOAR- D/tLfi R * Le.iT Sfífíi- STtS ei/L T 1 ð& / 0<K.UR fifl TAJRO TÍL AlES T oLU 4/ES BiiOSfi \JfiTAlS- FPtLLi-0 \/ í Hua/o FAk ftfuRÐ íLérj > ,? \J ' Roku H&-& 'AUEXTÍ y * > HoFua/í) 5ÁRfi . ! > 3 u z //E/Mi'Li T/Mfí- O'LS (SXST SKflOfl V ÓL&fí QUoBu KfíKL- FU&L- A1 :> T \ i 'fiLA Eía/DAR / Z ./ ' > ./ s/yt'fí- Bíjl-í SuMO (p lÍTj- A/'flö- HiiS REjÐí- LE.iT > Í>OL- áu€> 5 TÍMÚr y <3,ftuvrt AómU. 5l > CvOifi [íllt- Aefi > L, / l 3 V r b 1 f)6.fi 'fi FRfi-Mti > 5 Lausnarorð síðustu gátu: FLÆÐARFLAUSTRIÐ 23. TBL 1989 VIKAN 39

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.