Vikan


Vikan - 16.11.1989, Qupperneq 44

Vikan - 16.11.1989, Qupperneq 44
FATIÍAÐUR Fötin sem leikararnir klæðast í sjónvarpsþættinum vinsæla Fyrir- myndarfaðir hafa vakið eftirtekt vegna þess hversu smekkleg og óvenjuleg þau eru og fara persónunum vel. Ein kona sér um að velja og setja sam- an fatnaðinn, sem notaður er í þáttunum, og það er hún sem á heiðurinn af því sem í Bandaríkjunum er kallað „The Cosby Look“. Hún heitir Sarah Lemire og þótt starf hennar sé afar skemmtilegt er það langt í frá að vera auðvelt. Það er fimmtudagskvöld og leikarar og starfsmenn eru í óða önn að undirbúa upptöku vikunnar á Fyrirmyndarföður. Sarah Lemire búningahönnuður er að leggja síðustu hönd á föt leikaranna áður en tökur hefjast. Hún brettir upp á erm- arnar á allt of stórri peysu sem Theo (Malcolm-Jamal Warner) er í, fer síðan og hnýtir svuntu með bangsamyndum á um mittið á Rudy (Keshia Knight Pullman). Búið er að greiða öllum og púðra nefin, fötin eru krumpulaus þannig að nú geta leikararnir farið á sinn stað í eldhúsinu á sviðinu og beðið fyrirmæla leikstjórans. Þegar fylgst er með þáttunum er ekki erfitt að sjá hvers vegna Huxtable fjölskyldan hefiir verið tilnefnd sem best klædda fjöl- skylda sjónvarpsþáttanna. Allt öðruvísi klædd en nokkurönnur sjónvarpsfjölskylda „Þegar ég var ráðin, sagði Bill Cosby við mig að hann vildi að fjölskyldan væri allt öðruvísi klædd en nokkur fjölskylda í öðr- um sjónvarpsþáttum. Hann sagði að hann vildi að áhorfendur tækju sérstaklega eftir fötunum. Það var í mínum verkahring að sjá til þess að þau litu út eins og New York fjölskylda sem fylgdist vel með nýjustu tísku. Það er alltaf eitthvað nýtt að gerast í Auðveldast er að klæða Bill Cosby, enda hefiir hann það viðhorf að ef fötin passa þá á að nota þau. V lífi þeirra og það átti að koma skýrt ffam." Óhætt er að segja að henni hafi tekist ætl- unarverkið því fatnaður fjölskyldunnar hefur oft vakið meiri athygli en leikararnir sjálfir og sérstaklega á það við um Denise (Lisa Bonet). Sarah hefur vinnuaðstöðu á næstu hæð fýrir ofan upptökusalinn. Þar gengur mikið á og aðstoðarmenn hennar þrír eru upp- teknir við að sauma tölur á flíkur, strauja og bursta skó. Á einum veggnum er mæli- stika þar sem börnin í þáttunum hafa skráð hæð sína frá því þátturinn hóf göngu sína og þar sést greinilega hversu mikið þau hafa vaxið. Sarah hefur fylgst jafhvel með því hvernig smekkur þeitra hefur breyst. „Það er auðveldast að klæða Bill,“ segir hún. „Hann er svo hrifinn af peysum og þær hafa næstum orðið vörumerki hans. Tempestt Bledsoe (sem leikur Vanessu) er aftur á móti mjög hrifin af karlmanna- jökkum, of stórum, og víðum buxum. Einu sinni fékk hún lánuð jakkaföt af pabba sín- um til að vera í,“ segir Sarah. „Hann varð ekkert smá vondur!“ segir Tempestt sem kemur inn rétt í þessu til að leita að borða í hárið á sér. Malcolm-Jamal vill vera í stórum háskólapeysum eða skyrtum og gallabuxum, í íþróttaskóm eða stífburstuðum mokkasínum. Erfiðast var að klæða Phylicia Rashad (mömmuna) Sarah segir aðstoðarmanni sínum og förðunarmeistaranum hvaða lit hún hef- ur ákveðið að nota undir peysuna. þegar hún var ófrísk en átti ekki að vera það í þáttunum. Sarah leysti vandann með því að láta hana vera í öllu mjög víðu. Sar- ah fær þrjá daga fyrir hvern þátt til að finna föt á alla. Hún fær lokahandritið á mánu- dagsmorgni og hefur tíma til æfingarinnar á miðvikudag — en þá eiga allir að vera í búningum — til að þjóta um verslanir New Yorkborgar til að finna akkúrat rétta fatn- aðinn á hvern meðlim Huxtable fjölskyld- unnar. Hún má eyða 3000 dollurum fýrir hvem þátt, en þættirnir em 25 á ári. Cliff og Claire þurfa jafnvel að vera fín í rúminu í hverri viku breytist atburðarásin og um leið búningarnir. í þættinum, sem nú er verið að taka upp, em Cliff og Claire veik og þurfa því að vera í „heimilisfatn- aði“. Jafhvel þótt hjónin liggi í rúminu þurfa þau að vera fallega klædd, þannig að Sarah velur silkináttföt í grænbláum lit fyr- ir Cliff og fínlegan ljósbláan silkináttkjól fyrir Claire. Krakkana lætur hún vera í þægilegum fatnaði því þeir eiga að taka að sér heimilisstörfin. Um leið og Sarah er búin að velja fötin snýr hún sér að smáatriðunum sem gera það að verkum að heildarsvipur fest. Hversu allt þarf að vera fullkomið kemur í ljós þegar hún saumar sjálf skelplötutölur á hálsmálið á peysu sem kærasta Theo í þessum þætti á að vera í. „Með peysu í þessum ferskjulit væri hálsmeni ofaukið. f sjónvarpi koma upp mörg vandamál varð- andi fatnað sem ekki eiga við um tísku- blöð. Svartur og hvítur fatnaður er ekki góður í sjónvarpi og rendur og ákveðin munstur hafa truflandi áhrif á augað.“ Til að komast hjá vandamálum sem þessum og til að koma í veg fyrir að fatnaðurinn stingi í stúf við annað sem er á sviðinu er málið oft leyst með því að kaupa hvítan fatnað sem síðan er litaður. Og stundum er flík notuð aftur í öðrum þætti en áður 42 VIKAN 23. TBL 1989
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.