Vikan


Vikan - 22.02.1990, Side 7

Vikan - 22.02.1990, Side 7
„Maður gat verið i töffarahlutverkinu útávið þó maður væri algerlega kraminn innra með sér.á< „Upplifað að standa berrassaður fyrir framan stúlku og segja við sjálfan sig skelfingu lostinn: Hvað á ég nú að gera?“ „Einhleyp, íslensk stúlka sem verður ófrísk fyrir slysni fer ekki sjálfkrafa í fóstureyðingu.“ að kyngja þessu jafnrétti. Hins vegar finnst mér margt íslenskt kvenfólk hafa náð að notfæra sér jafnréttisbaráttuna listilega vel. SB: Ég er nú af gamla skólanum og kann betur við að fá að ráða ferðinni í þessum efnum. Hún fengi mínus hjá mér. Ég fer mikið út þegar konan mín er að fljúga og þá er talið sjálfgefið að ég sé í konuleit. Mér er líka oft boðið heim af konum sem vita að ég er giftur en finnst það ekki skipta neinu máli. Mér finnst þetta óþægilegt og þetta hefur komið mér á óvart. SG: Mér finnst það spennandi og það lýsir sjálfstæðri konu. Ákveðnar og sjálf- stæðar konur eru miklu skemmtilegri og hægt að tala við þær um meira en Hugo Boss föt. Er eltingaleikurinn það sem er mest spennandi? EH: Ég finn fyrir spennufíkni og því að mig langar í sveiflu. Þó ég vilji vinna að málunum með minni kærustu sakna ég þessa þvælings og Ieitar að stelpum sem maður stundaði svo lengi. FE: Það er stundum eins og verði spenn- ufall á eftir. Maður vildi stundum geta smellt fingrum og látið konuna hverfa. HG: Það er kannski tvískinnungur í þessu svari, því við þykjumst viðurkenna jafhrétti en það er gaman að eltingaleikn- um ef við stjórnum ferðinni. Við viljum ráða stefhunni. Svo er kannski ekkert gam- an á eftir þegar sigur er unninn. Ég held að það sé táloirænt fyrir mína kynslóð að vilja upplifa spennuna og hlaupa síðan í burtu. Fólk er farið að tala mikið minna saman, það axlar minni ábyrgð og svona skot eru auðveldasta leiðin út úr þessu. Þá stönd- um við uppi með staðreyndir á borð við 52% hjónaskilnaði, í þessu allsnægtaþjóð- félagi sem við viljum þó hafa og förum á Hótel ísland eða í Þjóðleikhúskjallarann, þar sem maður sér örvæntingarfulla leit á báða bóga. Þar inni er kannski 80% fólks sem er búið að vera í sambúð eða gift — ffáskilið fólk. Þá finnst mér konurnar sýna meiri ábyrgð — þær vilja fara í sambúð, skapa börnum sínum öryggi en karlmaður- inn rígheldur í eitthvað ímyndað ffelsi. SB: Ég hef gaman af daðrinu. Annars held ég að margar konur séu að leita að þessu fjárhagslega öryggi þegar þær vilja koma sér beina leið í sambúð aftur - og aftur. SG: Hann getur verið tvíræður. Það er 4.TBL1990 VIKAN 7

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.