Vikan - 22.02.1990, Side 8
spennandi fyrst að fá neitun en með aldr-
inum eru stelpur oft að pæla í að negla
mann með því að láta mann bíða í marga
mánuði því eftir það er þetta hreinlega
besta stúlka sem þú hefur kynnst og verið
með. Ég er tortryggin gagnvart þessu á
vissan hátt. Ef um langvarandi samband er
að ræða þá skiptir kynlífið miklu máli en
þetta er á við að svelta mann og fleygja svo
í hann kexköku sem bragðast þá á við dýr-
indis máltíð.
Hvað finnst ykkur um blíðuhót á al-
mannafæri?
HG: Ég er alinn upp við mikla blíðu og
snertingu en hrökk svo upp við að vera
orðinn að ísköldum múr, svo mikið hafði
maður bælt tilfmningar sínar. Ég var hætt-
ur að geta tekið utan um fólk og ég held að
fólk kunni jafhvel ekki að sýna hvort öðru
eðlileg blíðuhót. Það kann ekki einu sinni
að sýna börnunum sínum ástúð.
SG: Það hallærislegasta sem ég sé er
þegar slitnar ekki slefið milli fólks við
næsta borð. Það er alger óþarfi þó mér
finnist allt í lagi að haldast í hendur og
vera svolítið rómó.
EH: Mér finnst opinberir staðir ekki
réttu staðirnir til blíðuhóta. Koss á kinnina
er í lagi en ekkert mikið meira.
að maður er búinn að rembast við að
byggja upp þessa karlímynd sína er eitt-
hvað sem á bara ekki að vera hægt. Um
leið gat maður sagt tíu sinnum nei við
stelpu á balli sem bara vildi dansa og það
fannst manni allt í lagi.
FE: Ég held maður muni gjarnan stað og
stund þegar manni er hafhað — það var á
Hótel Ísíandi, 29. nóvember 1987! ÖIl
lendum við að vísu í því einhvern tíma að
þurfa að sætta okkur við nei, en þegar það
tengist tilfinningum á einhvern hátt verð-
ur allt svo órökrænt. Maður missir jafnvel
sjálfstraustið fyrir vikið. En svo er maður
alltaf að leggja inn, því ef nógu víða er lagt
inn er maður alltaf viss einhvers staðar.
Svipað er þetta í hjónabandinu — menn
eru að safna sér stigum.
EH: Þetta kannast ég við ffá sjálfum mér.
Maður var alltaf að leggja inn umsóknir. Á
böllum lagði maður stöðugt inn. Það er
hluti af óörygginu. Okkur vantar bara
auðmýkt — við erum búnir að búa okkur til
ímynduð stöðutákn og því meira sem
menn gera af því og auka í sér hrokann,
þess hærra verður fallið. Það er miklu auð-
veldara að taka hlutunum ef maður reynir
að losa sig aðeins við rembuna.
SB: Við strákarnir ferðumst í eins konar
’úlfahóp’ og hver hvetur annan. Þess vegna
Um persónulegar spumingar?
FE: Ég virti þá stúlku sem spyrði hvort
ég væri með einhverjar sýkingar þó slík
spurning kæmi kannski dálítið flatt upp á
mann. Það ætti líka að vera eðlilegt að
spyrja um getnaðarvarnir en málin eru
sjaldnast rædd.
HG: Mér fyndist hún sýna ábyrgð með
því að spyrja.
Ef hún vill drífa ykkur í sambúð?
SG: Það fer alveg eftir tilfinningunum til
hennar.
EH: Það myndi fæla mig frá alveg um
leið ef þessi staða kæmi upp eftir nokkrar
vikur. Það er hreinlega svo ofsalega
snemmt. Þó ég væri hrifinn af henni myndi
ég vilja gefa málunum meiri tíma.
Um höfnun?
HG: Að fá „nei“ frá einhverri stelpu eftir
er auðveldara, þó það komi höfnun, að slá
öllu upp í grín með hinum í hópnum. En
um leið og einhver hafnar manni fer mað-
ur inn í sig og byrjar að hafna sjálfúm sér
líka. Á hinn bóginn getur höfnun líka virk-
að hvetjandi.
Um frelsi?
HG: Ég er frjáls en ég þarf að sætta mig
við það á hverjum einasta degi — því í
rauninni vil ég það ekki. En ég sé heldur
ekki hvaða erindi ég ætti á Hótel ísland á
laugardegi ef ég væri í sambúð. Ekki ætla
ég að drekka, vinina get ég hitt heima, ætla
ég kannski að fara að halda framhjá? Ef það
er sú löngun sem er að toga mig þarna inn-
eftir, þá er ég heldur ekki fær um að vera
í neinni sambúð.
SB: Ég hef fengið mikla gagnrýni fyrir að
8 VIKAN 4. TBL 1990
fara út að skemmta mér þegar konan er í
burtu í 3—4 daga vegna starfsins og mér
leiðist einum heima yfir sjónvarpinu, þó
svo traust ríki milli okkar hjónanna. Ég
gæti líka verið í nístandi óvissu heima þeg-
ar hún er í burtu, um að nú væri hún að
halda framhjá mér, en ég gæti samt engu
breytt í því sambandi. Við verðum einfald-
lega að treysta hvort öðru.
Um að vera einni konu trúr til ævi-
loka?
SG: Auðvitað er það til. Með aldrinum
nennir maður kannski ekki að standa í
miklum skiptum en þá er líka sú hætta fýr-
ir hendi að maður sé farinn að gera mála-
miðlanir. En prófsteinninn á sambandið
kemur eftir tilhugalífið, þegar í Ijós kemur
hvort tengslin við viðkomandi konu eru
það náin að þau geti haldið áfram að vera
skemmtileg.
EH: Það er nú eiginlega draumurinn að
vera trúr og vilja það. Að maður vilji halda
í það sem er fyrir hendi og reyna að gera
sem best úr því frekar en að vera að
hringla í öðru. Við vitum að það er álag á
taugakerfið og því fleiri þess meira rugi.
Er ógnvekjandi að binda sig?
Einn úr hópnum: Ég bað einu sinni
„Ég hef gaman af
dadrinu.“
„Kúltúrsjokk
að komast að því
hvernig siðgæðið
er orðið.“
„Kvenfólkið orðið
sá aðilinn sem
sækist eftir
bólfélaga fyrir
nóttina —
og engu öðru.“
stúlku með dýfu, blómum og konfekti.
Hún sagði „já“ á rómantískan hátt — og þá
hljóp ég.
EH: Já. Ég flutti inn hjá kærustunni um
daginn og það skapaði töluverða spennu
og pælingar. En við erum ekkert að fara að
fjárfesta saman strax.
HG: Mér litist vel á að binda mig. Ég hef
verið að vinna að því undanfarin ár með
því að sættast við sjálfan mig. Fyrst fyrir
svona tveimur árum tel ég mig hafa orðið
tilbúinn í sambúð. Til að geta deilt lífi með
öðrum er frumskilyrðið að mér líði vel
með sjálfum mér. Ég er margbúinn að
reyna að kasta mér í fangið á einhverjum
kvenmanni og hálfþartinn væla um að hún
færði mér einhverja hamingju, þó ég hafi
ekki þorað að segja það, til að vera elskað-
ur og elska. En í dag tel ég mig sæmilega í