Vikan


Vikan - 22.02.1990, Page 9

Vikan - 22.02.1990, Page 9
stakk búinn til að framkvæma þetta. Áður var ég alltaf að reyna að breyta öðrum en ekki einu sinni með orðum, heldur þegj- andi. Fyrsta kærastan mín mátti helst ekki vera í svörtum sokkum en ég sagði henni það ekki. Ég lét það ffekar pirra mig í þrjú ár. FE: Þegar ég finn grilllyktina á sunnu- dögum vildi ég gjarnan vera þarna inni en ég veit ekki... Ég býst við því að ef ég yrði ástfanginn þá vildi ég binda mig. Ég er ekki að segja nei. SG: Nei. Maður bindur sig ekki bara til að binda sig. En ég er ekki með neitt tíu ára plan í gangi. Hvaða kosti mun stúlkan ykkar hafa? EH: Geðgóð, skemmtilega kímnigáfu, mjög kvenleg, fagmannleg og hún er heið- arleg. Svo hefur það verið það fyrsta sem ýtt hefúr mér frá kvenfólki ef þær hafa ætl- að að hengja sig um hálsinn á mér og missa alfarið sinn eigin persónuleika. FE: Heillandi kona finnst mér vera sú sem er sjálfstæð og hefur sín eigin áhuga- mál. Svo finnst mér að hún eigi að virða rétt mannsins síns til að hafa skoðanir og móta sitt líf, ef það ekki truflar hennar líf á neinn hátt. HG: Gagnkvæmt traust er mikilvægt, sömuleiðis gagnkvæm virðing. Þetta verð- ur að vera í reynd, ekki bara í orðum eins og hér. Ég held ég sé að leita að allt öðru vísi konu í dag en ég var að fyrir 20 árum. Ég er miklu frekar að leita að mjög traust- um vini en einhverri dúkkulísu. Ég er að tala um félaga sem er tilbúinn að deila með mér bæði sætu og súru og ég með henni. SB: Ég og konan mín erum mjög góðir félagar og það er tvímælalaust það mikil- vægasta í okkar sambandi. Við höfum ffá upphafi verið það góðir vinir að við getum talað saman og það er líklega ein ástæðan fýrir því að við erum búin að vera saman í 18 ár. SG: Sjálfstæð og sjálffi sér nóg, hafi sín áhugamál, vona að hennar starf sé jafh mikilvægt og mitt starf er mér, að hún verði ekki kona sem siglir bara í kjölfari mannsins síns. Ef við fáum bæði að hitta annað fólk og njóta okkar höfúm við um eitthvað annað að tala en börn og húsgögn þegar við hittumst. Ég vil ekki finna að ég sé henni eitt og allt og hún láti sér það nægja. Að vera piparsveinn til æviloka? EH: Það finnst mér ekkert sniðug hugmynd. Allir vilja gefa og þiggja ástúð og fai maður ekki að gera það á einhvern hátt held ég að þetta verði voðalega sælu- snautt líf. FE: Það held ég væri ömurlegt. Hins vegar finn ég að ég er með alla varnagla. Ég hef gengið í gegnum skilnað og líka upplifað að stúlka sagði við mig eftir sex mánaða samband okkar á milli: Hver ert þú eiginlega, Friðjón? HG: Ég held það sé mjög dapurlegt. Ég held að öllum sé nauðsynlegt að eiga traustan vin til að deila sínu lífi með. Svo er ég allt of forvitinn til að pipra, ég verð að prófa það að gifta mig. SG: Ef maður gæti verið nógu geggjaður til að vera einn og þá helst í einhverjum vita, gæti verið að það gengi upp. En ætti maður ekki því betri vini yrði maður ef- laust mjög einmana í borg. Um að vera sá sem ræður í sam- bandlnu? EH: Ég hef rætt þetta við alhörðustu píur og ein sagðist alltaf leita að gæjum sem væru örlítið ráðríkir. HG: Mér heyrist margar ungar stúlkur dreyma um gamla mynstrið — hún heima með nokkur börn og karlmaðurinn sterk- ari aðilinn. Ég sé ekkert neikvætt við það ef kona vill vera heima og fyrirvinnan get- ur skafiað nóg. Ef ég ætti að velja í dag, þá þætti mér vænt um að konan mín yrði heima ef hún óskaði þess sjálf — sérstak- lega ef fleiri börn ættu eftir að koma til. Ég held að það finnist því miður mörg börn sem ekki var tímabært að kæmu í heiminn, einmitt vegna þessa rembings í þjóðfélag- inu. Það er alls ekki pláss fyrir börn inni í þessu gegndarlausa lífsgæðakapphlaupi. Um kvennabaráttuna? HG: Kvenremban er orðin þannig að ungar stúlkur lenda í vandræðum ef þær hafa ekki metnað í að vinna úti „eins og „Ég er á móti því að líta á konur sem varaskeifur þar til hin eina rétta birtist." „Að fá „nei“ frá einhverri stelpu er eitthvað sem á bara ekki að vera hægt.“ „Ég er allt of forvitinn til að pipra.“ hinar“. Þær kæra sig ekki allar um að vera verktakar. SG: Hún á rétt á sér en ég réði hiklaust karlmann fram yfir konu í ábyrgðarstarf, væri ég atvinnurekandi vegna þess að það lendir undantekningarlaust á konunni að vera heima með börnin þegar þau koma til, en karlmaðurinn heldur sínu starfi áfram. Sumir segja að konur ráði öllu bak við tjöldin en láti menn halda að þeir ráði. EH: Mér finnst hún oft ganga út í öfgar. Karlmenn eru miklu árásargjarnari verur en kvenfólk og þeir árásargjarnari eiga oft auðveldara með að fá sínu fram. Ég meina, það er eðlismunur, það er engin spurning. Eru íslenskar konur harðar í leit- inni að maka? HG: Ég er tiltölulega feiminn í þessum efnum þó ég sé það ekki í mínu starfi. Ég er feiminn að vera bláedrú að vaða á kven- fólk á dansstöðum og kynna mig og spjalla við þær. Það er svosem allt í lagi því þegar maður er í brennivíninu er nóg af sýndar- mennskunni og hrokanum. Um daginn nam ung stúlka, ódrukkin, staðar fyrir framan mig og sagðist bara vilja kynnast mér. Fyrst varð ég skíthræddur og svo fannst mér þetta sniðugt. Þessi kynslóð er miklu opnari og einlægari en við þessir ungu miðaldra popparar. SG: Mér finnst fólk binda sig allt of snemma hér. Svo er strax farið út í þessa baráttu um að eignast íbúð. Byrja að búa í kjallaranum hjá foreldrunum, svo fer hann í háskólann og hún að vinna hlutastarf því hún þarf að vera með barnið líka og þetta eru bara krakkar sem eru að verða fúll- orðnir allt of snemma. EH: Ég veit ekki en hins vegar hafa ís- lenskar konur miklu meiri kjark heldur en til að mynda Kaliforníustúlkur, því ein- hleyp íslensk stúlka sem verður ófrísk fyrir slysni fer ekki sjálfkrafa í fóstureyðingu en það gera þær í Kaliforníu. Aðrir möguleik- ar eru varla ræddir þar. SB: Ég var lítið úti á lífinu í nokkur ár og það var hálfgert kúltúrsjokk að komast að því hvernig siðgæðið er orðið. Ég held að í dag sé auðvelt fyrir hvaða mann sem er, sem vill komast uppí hjá stúlku, að verða sér úti um það. Það er eins og kvenfólkið hafi tekið að sér það fyrrverandi karlahlut- verk að vera sá aðili sem sækist eftir ból- félaga fýrir nóttina og engu öðru. Er vinna að vera í föstu sambandi? Allir: Það er vinna en hún getur verið mjög skemmtileg. Ef þetta á að vera alvöru samband þá hlýtur það að vera vinna. SG: Það fer eftir stúlkunni. Ef hún er sjálfstæð og vinnur úti erum við kannski miklu meiri vinir, getum sýnt hvors annars starfi áhuga og þá er þetta bara skemmti- leg vinna ef hægt er að flokka það undir vinnu. En ef hún er alltaf að bíða eftir þér og að þú gerir eitthvað með henni þegar þú hefúr tíma þá er vinna að reyna að hafa 4. TBL 1990 VIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.