Vikan - 22.02.1990, Qupperneq 12
MEÐ FRÆGU FOLKI
Arnþrúður ræðir við „ljúflinginn“ Cliff Richard á SAS hótelinu í Osló. Þar tók hún viðtal við
draumaprins unglingsáranna, strákinn sem heillaði hana í kvikmyndinni Summer Holiday
norður á Húsavík í þá gömlu góðu daga.
Arnþrúður Karlsdóltir um Cliff Richard:
„Birtist mér sem afar
rólegur og yfirvegaður
TEXTI: ÞORGEIR ÁSTVALDSSON
Sumarið 1985 stundaði
Arnþrúður Karlsdóttir
háskólanám í íjölmiðlun
í Osló. Hún var auk þess frétta-
ritari Ríkisútvarpsins um tíma
og sendi heim fréttapistla um
gang mála í Noregi. Um þetta
leyti gekk mikið á í Suður-
Afríku vegna aðskilnaðarstefh-
unnar þar í landi og voru
margir heimsþekktir lista-
menn, sem unnið höfðu í Suð-
ur-Affíku, settir í bann víða um
lönd og látnir gjalda þess með
ýmsum hætti. Einn þeirra var
Cliff Richard sem kom í tví-
gang til Noregs þetta sumar.
Komur hans vöktu mikla at-
hygli í Noregi, ekki síst vegna
þessa. Arnþrúður var ásamt
mörgum öðrum blaðamönn-
um á Fornebu-flugvelli þegar
Cliff ienti. Hún man það eins
og það hefði gerst í gær.
„Þótt maður væri þarna í há-
alvarlegum erindagjörðum að
afla frétta til handa íslenska
ríkisútvarpinu blundaði óneit-
anlega í mér spenningur að sjá
og hitta hetjuna. Hann var nú
einu sinni mín „leikaraást" á
táningsárunum. Maður gleym-
ir ekki hrifliingunni og gæsa-
húðinni sem maður fékk þegar
Cliff steig upp á Akrópolis-hæð
og söng „Summer Holiday" í
bíóhúsinu á Húsavík forðum
daga. Ætli ég hafi ekki verið
tólf ára þá og það var engin
spuming hver var „aðal“ í
myndinni. Svo vom myndirnar
af honum upp um alla veggi
heima.
Þegar hann birtist þarna á
Fornebu-flugvelli, klæddur í
íþróttagalla, mddust þessar
minningar ffam í huga minn
og ég var svo upptekin af hon-
um og hugsunum mínum ffá
því í gamla daga að ég heyrði
varla þegar hann svaraði okkur
blaðamönnunum, meðal ann-
ars um Suður-Afríku, aðgerð-
irnar gegn honum og skoðanir
hans á þeim.
Ég hitti svo Cliff seinna um
sumarið á svonefndri Momar-
ed-hátíð rétt utan við Osló þar
sem margar stjömur vom
samankomnar. Þá var ég í fylgd
með norskum útvarpsmönn-
um frá NRK (norska ríkisút-
varpinu). Það var undarlegt að
vera í návist hans - svona er
nú gmnnt á barninu í manni —
í hófi sem var haldið eftir há-
tíðina. Það var unnin dagskrá
um hann og vinsældir hans
gegnum tíðina fyrir norska út-
varpið og var vel að því staðið
og honum gerð sómasamleg
skil. Ég notfærði mér þessi
sambönd og fékk síðar hjá
honum einkaviðtal á SAS-
hótelinu í Osló. Það var þó
ekki auðfengið þar sem með
honum er jafhan her af örygg-
isvörðum og agentum og þeir
spurðu mig ítarlega hver ég
væri, um tilganginn með við-
talinu og svo ffamvegis. Þeir
drógu mig líka á svarinu, sjálf-
sagt til að kynna sér vel alla
málavöxtu. Svo loksins kom
græna ljósið.
Cliff tók vinsamlega á móti
mér og birtist mér sem afar
rólegur og yfirvegaður maður.
Hann var ljúfúr, einlægur og
hlýr að tala við. í fyrstu var
hann var um sig þegar hann
svaraði spurningum mínum
enda margbrenndur á slúðr-
inu og útúrsnúningum blaða-
manna. Hann var auðheyrilega
bitur út í það allt saman og sér-
staklega Suður-Afríkumálin
sem hann hafði orðið fyrir
barðinu á. Þegar hann ræddi
þau hækkaði hann róminn og
talaði af miklum ákafa. Hann
taldi sig órétti beittan og færði
rök fyrir því. Hann var vel að
sér í heimsmálunum og hugs-
aði greinilega mikið um þau.
Hann vill láta gott eitt af sér
leiða og kom inn á trúmálin í
samtali okkar. Þau notar hann
með ýmsum hætti í söngnum
og það gefúr honum mikla lífs-
fýllingu. Um langan og litríkan
feril sinn sagði hann: „Meðan
einhver nennir að hiusta á mig
held ég áffam að syngja." Hann
er enn að heyrist mér og hon-
um fer fram ef eitthvað er.
Um ísland vissi hann lítið
sem ekkert. „Það er land sem
ég hef aldrei komið til en lang-
ar að koma til. Þau cru ekki
mörg eftir á jarðarkringlunni.“
Eftir tveggja klukkustunda
samtal yflrgaf ég hótelið á
sama hátt og ég kom, i fýlgd
með fílefldum lífvörðum sem
voru í laginu og útliti eins og
Yul Brynner og Kojak. Ég var
montin af að hafa hitt sjálfan
Cliff Richard og rætt við hann.
Hann hafði bara ekki elst um
eitt ár ffá því ég „kynntist"
honum í Húsavíkurbíói fyrir
tuttugu og fimm árum — sami
sæti ljúflingsstrákurinnsegir
Arnþrúður hlæjandi. „Svona í
alvöru, hann er í mínum huga
effir samtalið vel upplýstur og
einlægur hugsandi maður og
laus við allt dramb og yfirlæti.
Alltaf stendur maður sjálfan sig
að því að halda stjörnurnar
vera eitthvað öðruvísi en við
hin. Þegar öllu er á botninn
hvolft eru þær velflestar ósköp
venjulegt fólk - það er mín
skoðun.
Ég setti saman alllanga
dagskrá með Cliff Richard fyrir
íslenska ríkisútvarpið með
þessu langa viðtali klipptu
milli laga. Af margslungnum
og flóknum ástæðum var þessi
þáttur aldrei settur á dagskrá -
ekki ennþá að minnsta kosti,“
segir Arnþrúður Karlsdóttir og
glottir. □
Hér heldur Þorgeir Ástvaldsson áfram
að segja frá kynnum íslenskra aðila af
heimsfrægu fólki. í síðasta tölublaði
sagði frá kynnum Sveins Guðjónsson-
ar tónlistarmanns af Fats Domino og
Jóns Ársæls Þórðarsonar af leikaranum
Sylvester Stallone.
12 VIKAN 4. TBL. 1990