Vikan - 22.02.1990, Page 13
MEÐ FRÆC5U FOLKI
Þorgeir Áslvaldsson um Woolfrman Jack:
„VAR KOMINN í HAM LÍKT
OG MIDILL í TRANSI"
Hinn frægi útvarps-
maður Wolfrnan Jack
kom hingað til lands
sumarið 1987 í boði útvarps-
stöðvarinnar Stjörnunnar.
Áður en útvarpsstöðvum fjölg-
aði hér á landi höfðu margir
kynnst þáttum hans í Kanan-
um og kannski ekki síst í Graff-
iti-kvikmyndunum þar sem
hann lék sjálfan sig. Hann féll
vel inn í þann tíðaranda sem
þar er sagt firá, skólaástir í
Bandaríkjunum á dögum
gamla rokksins. „Úlfurinn"
kom hingað um verslunar-
mannahelgina og var með
þætti á Stjömunni og kom
fram á þjóðhátíðinni í Eyjum
um sömu helgi. Greinarhöf-
undur er einn þeirra sem
kynntust honum lítillega með-
an hann stóð við hér á landi.
Jack var afar hægur og ró-
legur náungi sem vildi hafa sitt
á hreinu en þægilegur t um-,
gengni og laus við dramb og
yfirgang. Hann talaði lágum
rómi, allt öðruvísi en hann
birtist í þáttunum. Það kom í
minn hlut að hafa formála að
þætti hans á Stjörnunni. Okkur
þótti ekki við hæfi að þýða
jafnóðum það sem fram fór
enda hefði það eyðilagt fram-
komu hans, rétt eins og þýða
ætti leikrit, sem flutt væri á
annarri tungu, með framrní-
gripum. Sjálfskipaðir varð-
hundar móðurmálsins voru að
víus ekki sáttir við þetta eins
og fram kom í blaðaskrifum
eftir á en eftir útskýringar og
rökstuðning létum við það af-
skiptalaust þótt einhverjum
fyndist skrítið að heyra úlfinn
vera með útvarpsþátt á ensku.
Úlfurinn er eins og hver
annar leikari sem er að leika
sitt hlutverk af atvinnu-
mennsku í þúsundasta skiptið. ■
Þegar ég hafði lokið inn-
ganginum að umræddum þætti
varð mér litið á hann og hann
var kominn í ham, líkt og mið-
ill í transi. Augu hans voru fjar-
ræn og hann barði í borðið í
takt við lögin, stappaði niður
fótum og gólaði eins og úlfur.
Þess á milli hvíslaði hann og
hló lævíslega í viðtölum við þá
sem hringdu inn og var virki-
lega gaman að heyra hvað
hlustendur voru vel með á
nótunum og hvað þeir þekktu
hann vel. Það kom honum sj
álfum á óvart og hann færðist í
aukana við það. Það var í raun
ekki hægt að vera nálægt hon-
um á meðan á þættinum stóð.
Að þættinum loknum var karl-
inn eins og sprungin blaðra,
bað um greip að drekka eða
sódavatn og varð eðlilegur eft-
ir að hann hafði kastað af sér
úlfsgervinu. Hann var gjörsam-
lega búinn, rétt eins og hann
hefði verið í keppni í lang-
hlaupi.
Þegar Stjörnumenn fóru
með hann á þjóðhátíð í Eyjum
varð hann agndofa af undrun
yfir öllum þeim fjölda sem þar
var að skemmta sér ogþað
heldur betur. — Hvaðan kemur
allt þetta fólk? spurði hann. —
Þvílíkt fjör og gleði hér á pínu-
lítilli eyju lengst norður í Atl-
antshafi. Hann hafði aldrei séð
neitt þessu líkt og hefur þó
kynnst ýmsu um ævina.
Hann var undrandi yfir því
hvað margt var hér að sjá og
upplifa þótt honurri gæfist ekki
tími til útsýnisferðalaga í
stuttu stoppi hér á landi. Hann
vissi ekki hvar ísland var áður
en hann kom hingað, hafði að
vísu einhverntíma heyrt að
hér væri brotabrot úr banda-
ríska hernum. Hannfór héðan
undrandi og ánægður í senn.
Hann hefur ákveðnar skoðanir
á fjölmiðlum og þeim mönn-
um sem við þá vinna enda al-
inn upp í landi fjölmiðlanna og
þekkir grjótharða samkeppn-
ina. Hann sagði hinn firæga
Casy Kasem, útvarpsrödd
Bandaríkjanna númer eitt
gegnum árin, var skíthæl og
sjálfselskupúka sem svifist
einskis til að græða sem mest.
Margan fábjánann og mont-
rassinn hafði hann líka hitt úr
sjónvarpsbransanum. Það
sagði hann okkur reyndar ekki
i óspurðum fréttum, hann
kynntist því lítillega hér á
landi — „af öllum stöðum,“ eins
og hann sagði. Nýríkir og ný-
frægir eru manna verstir í sam-
skiptum og varasamastir. □
„Úlfurinn“ hitar upp fyrir útvarpsþátt á Stjömunni. Með honum er Þorgeir Ástvaldsson, sem segir „úlfinn“ hafe follið í trans og
látið mikið á meðan á útsendingu stóð. Han var eins og spmngin blaðra eftir þátt og allur annar máður - rétt elns og leikari
eftir að hafe skilað hlutverki sínu í þúsundasta skiptið.