Vikan


Vikan - 22.02.1990, Síða 14

Vikan - 22.02.1990, Síða 14
SKEmTANIR TEXTI: ÞORGEIR ÁSTVALDSSON UÓSM.: GUNNLAUGUR ROGNVALDSSON Vf ið íslendingar erum sagðir lokaðir og stund- um þungir í taumi í lífs- ins ólgusjó. Það eru þó til leiðir að hjarta okkar, aðferðir til að fá okkur til að brosa eða hlæja. Það þarf ekki að vera svo djúpt á léttleikanum þrátt fyrir brauðstritið, aukavinnuna og af- borganirnar. Það þekkja fyrirlið- ar í landsliði skemmtikrafta hér á landi, þeir Ómar Ragnarsson og Þórhallur Sigurðsson, Ómar og Laddi, en samanlagt eiga þeir hálfa öld að baki, sprellandi á sviði. Hvorugur þeirra ákvað einn góðan veðurdag að verða grínisti, þetta fór bara svona. Þeir þóttu öðrum skemmtilegri, höfðu meðfædda hæfileika til að sprella og röð atvika leiddi þá fram í sviðsljósin á sínum tíma og þaðan hafa þeir ekki átt aftur- kvæmt. Oft er ólíkum saman að jafna stendur einhvers staðar og sannast það á siglingu þeirra á MS. SÖGU - í sýningunni Omladí-Omlada á Hótel Sögu. Upphafið Ómar: Ég kom íyrst fram sem skemmti- kraftur um áramótin 1958—1959, á skemmtun Stúdentafélagsins á Hótel Borg og man ekki betur en það hafi tekist bæri- lega. Ég hafði áður komið fram á skóla- skemmtun í MR, en þetta var í fyrsta skipti sem ég var beðinn um að skemmta á opin- berri samkomu. Laddi: Ég kom fyrst ffam á árshátíð í ein- hverri skemmu. Ég man ekki lengur hvar það var eða hverjir stóðu fyrir uppákom- unni. En ég man það glöggt, að það skildi enginn okkur Halla. Fólkið bara starði og því stökk ekki bros. Þetta var hreinasta hörmung. Ég var í hlutverki Saxa læknis og það var sama hvað hann gerði eða sagði - ekki bros, bara undrunarsvipur. Eftir skemmtunina töldum við enga framtíð í þessu fyrir okkur. Ómar: Síðustu 30 árin hefur húmor ís- lendinga breyst mikið. Þegar ég kom fyrst fram vorum við föst í danska revíuform- inu. Grónum húmor sem var orðinn þreyttur. Gömlu góðu grínistarnir þ.á m. Haraldur Á. Sigurðsson, voru að renna sitt síðasta skeið og ég naut þess tómarúms, sem var orðið til eða var að myndast. Það 14 VIKAN 4. TBL. 1990

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.