Vikan - 22.02.1990, Blaðsíða 15
SKEmTANIR
EIGA ÞAÐ EITT SAMEIGINLEGT
AÐ VERA SKEMMTILEGIR
var ekki færð upp nema ein revía eítir að
ég kom fram fyrst. Það má segja að ég hafi
verið heppinn að koma inn á svið á þess-
um tíma þegar það var pláss fyrir nýja
strauma.
Breyttir tímar
Tímarnir breytast og mennirnir með —
og þar með húmorinn. Það fer eftir tíðar-
andanum að hverju er hiegið og tæknin
hefur sitt að segja. Allan sjöunda áratuginn
má segja að Ömar hafi verið allsráðandi
meðal íslenskra skemmtikrafta. Svo kom
sjónvarpið til sögunnar, mesti áhrifavaldur
á íslenskt þjóðlíf síðan á árum seinni
heimsstyrjaldarinnar. Margar stjörnur hafa
orðið til í gegnum sjónvarpið og orðið
hetjur þjóðarinnar.
Laddi: Sjónvarpið kom okkur Halla á
framfæri. Kom okkar húmor til skila, það
er engin spurning. Það var einhvern veg-
inn óvart sem við duttum inn í þetta.
Skemmtiþættirnir „Ugla sat á kvisti" urðu
til þess að það var farið að hringja og
spyrjast fyrir um þessa sprelligosa. Rétt
eins og Ómar á sínum tíma komum við inn
á sviðið á réttum tíma og á réttum stað.
Ómar: Við Laddi vorum samstarfsmenn í
sjónvarpinu á þessum tíma og voru þeir
Halli og Laddi kallaðir Kargobræður. Þeir
voru duglegir við að bera allt sem við kom
sviðsmyndum og það var tilviljun að þeir
voru fengnir í smáhlutverk margs konar.
Það þurfti reyndar ekki glögga menn til að
sjá að þeir voru fyndnir. Höfðu hæfileika
sem svo síðar kom á daginn. Það var hins
vegar í innanhússfótboltanum sem Laddi
kom upp um sig. Hann hefur ótrúlegt vald
yfir líkamanum, ásamt leikrænum tilburð-
um sem gerir hann að ffábærum grínara.
Hann hefúr þetta í sér og enginn í veröld-
inni sem ég hef kynnst er jafh ótrúlega
heppinn á sviði. Það er með ólíkindum.
Til marks um það er atvik sem ég
gleymi aldrei. Við vorum að leika innan-
hússfótbolta í hálfleik í körfúboltalandsleik
og okkar hlutverki var lokið. Albert
Guðmundsson sem lék með okkur hafði
skorað körfu með hægra fæti frá vítateigs-
punkti við mikinn fögnuð áhorfenda og
við gengum til búningsherbergja þegar ég
hendi boltanum til Ladda sem var inn á
miðjum velli og kalla um leið „takt’ann
Laddi“. Þetta dýr stekkur upp með fætur í
splitt, tekur tuðruna á hnéð. Boltinn sveif
í löngum boga og þegar hann small í gegn-
um net körfunnar var Laddi búinn að
hneigja sig og veifa til áhorfenda. Þakið
ætlaði af íþróttahúsinu og fagnaðarlátum
ætlaði aldrei að linna.
Laddi: Já svona geri ég bara einu sinni.
Aldrei aftur. Það kemur eitthvað yfir mig
sem ég get ekki útskýrt. Einhvers konar
heppni. Við köllum þetta grís á góðri ís-
lensku eða algjört grís.
4. TBL. 1990 VIKAN 15