Vikan


Vikan - 22.02.1990, Blaðsíða 16

Vikan - 22.02.1990, Blaðsíða 16
5KEMMTANIR Halli kominn inn í myndina í einu atriðanna á sýningunni á Sögu. Þegar þeir Halli og Laddi komu fyrst £ram opinberlega skildi þá enginn. „Fólkið bara starði og stökk ekki bros,“ riijar Laddi upp í viðtalinu. Fyrirmyndir Laddi: Maður eignaðist sína uppáhalds- sprelligosa í þrjúbíói í gamla daga. Chaplin var auðvitað mikið uppáhald, en sá fyrsti sem ég hermdi eftir var Jerry Lewis. Ég fífl- aðist eins og hann og sá hverja einustu mynd með honum sem sýnd var. Ómar sá ég fyrst á 17. júní-skemmtun sem ungling- ur og man eftir því að mér fannst hann vera langbesti söngvarinn hér á landi. Slá öllum öðrum við. Þetta fannst mér svolítið skrítið. Góður grínari og söngvari líka. Annars ákvað ég ekki einn góðan veður- dag að verða skemmtikraftur eða grínleik- ari. Ég reyndi meira að segja fyrir mér í poppinu fyrst. Spilaði á trommur og söng með hljómsveitinni Föxum. Ómar: Af erlendum skemmtikröftum og grínistum eru Bob Hope og Sammy Davis jr. efstir á blaði hjá mér. Aðalleikararnir í grínmyndunum í gamla daga höfðu einnig áhrif á mig, menn á borð við Chaplin og Jerry Lewis. Ég hef reynt að blanda þessu saman gegnum árin. Ég er ekki sami al- heimstalent og dýrið hann Laddi. Við Is- lendingar áttum eitt sinn álíka alheims- leikara og Ladda. Hann var uppi á skökk- um tíma og í skökku landi. Alfreð Andrés- son hét hann og þurfti ekki annað en koma inn á sviðið, þá fór salurinn að hlæja. Hann hafði þessa útgeislun sem sumir hafa með- fædda og einhvern veginn broslegt og hlægilegt útlit. Hann er sá eini sem leikið hefúr lík í leikriti hér á landi og allir hlógu. Gamanvísnastílinn hef ég ffá honum. Fyrstu vísurnar sem ég samdi og söng. Laddi minnir mig oft á Alfreð. Hefur þetta í sér og virðist ekkert hafa fyrir þessu. Saman á sviði — dýrið og fírinn Laddi: Við lékum fyrst saman á sviði með Sumargleðinni árið 1975. Þá lék Ómar sjálfan sig þ.e. fféttamann og ég elsta mann á íslandi, Móa gamla. Hann var þá 114 ára. Ætli hann sé ekki nú í Om-La-Dí, Om-La- Da á Sögu. Það er þægilegt og gefandi að vera með Ómari á sviði. Hann er maður augnabliksins og kemur manni í stuð í hvelli. Við eigum vel saman, betur en ég átti von á, eins ólíkir og við erum — fírinn er alltaf að og það vellur upp úr honum grínið. Sumt af þessu hlýtur hann að semja í svefni eða bara á staðnum. Ómar: Laddi er að einu leyti hættulegur á sviði, hann hverfúr svo gjörsamlega inn í þær persónur sem hann leikur að maður getur gleymt sér eða öllu heldur sprungið — skellt upp úr hvenær sem er. Dýrið er skemmtilega hættulegt eða eigum við að segja hættulega skemmtilegt. Annars myndast alltaf hárfínt huglægt samband milli manna á sviði. Þegar búið er að fara lengi með sama hlutverkið fara útúrdúrar að gera vart við sig. Menn fára að fikta við að reyna létt afbrigði af bröndur- um, kannski bæta einhverju pínulitlu við, eða breyta eftir því hverjir eru í salnum. Þetta eykur á tilbreytinguna hjá okkur á sviðinu. Engin sýning er því í raun og veru eins, alltaf eitthvað óvænt að koma upp. 16 VIKAN 4. TBL. 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.