Vikan - 22.02.1990, Qupperneq 16
5KEMMTANIR
Halli kominn inn í myndina í einu atriðanna á sýningunni á Sögu. Þegar þeir Halli
og Laddi komu fyrst £ram opinberlega skildi þá enginn. „Fólkið bara starði og stökk
ekki bros,“ riijar Laddi upp í viðtalinu.
Fyrirmyndir
Laddi: Maður eignaðist sína uppáhalds-
sprelligosa í þrjúbíói í gamla daga. Chaplin
var auðvitað mikið uppáhald, en sá fyrsti
sem ég hermdi eftir var Jerry Lewis. Ég fífl-
aðist eins og hann og sá hverja einustu
mynd með honum sem sýnd var. Ómar sá
ég fyrst á 17. júní-skemmtun sem ungling-
ur og man eftir því að mér fannst hann
vera langbesti söngvarinn hér á landi. Slá
öllum öðrum við. Þetta fannst mér svolítið
skrítið. Góður grínari og söngvari líka.
Annars ákvað ég ekki einn góðan veður-
dag að verða skemmtikraftur eða grínleik-
ari. Ég reyndi meira að segja fyrir mér í
poppinu fyrst. Spilaði á trommur og söng
með hljómsveitinni Föxum.
Ómar: Af erlendum skemmtikröftum og
grínistum eru Bob Hope og Sammy Davis
jr. efstir á blaði hjá mér. Aðalleikararnir í
grínmyndunum í gamla daga höfðu einnig
áhrif á mig, menn á borð við Chaplin og
Jerry Lewis. Ég hef reynt að blanda þessu
saman gegnum árin. Ég er ekki sami al-
heimstalent og dýrið hann Laddi. Við Is-
lendingar áttum eitt sinn álíka alheims-
leikara og Ladda. Hann var uppi á skökk-
um tíma og í skökku landi. Alfreð Andrés-
son hét hann og þurfti ekki annað en koma
inn á sviðið, þá fór salurinn að hlæja. Hann
hafði þessa útgeislun sem sumir hafa með-
fædda og einhvern veginn broslegt og
hlægilegt útlit. Hann er sá eini sem leikið
hefúr lík í leikriti hér á landi og allir
hlógu. Gamanvísnastílinn hef ég ffá
honum. Fyrstu vísurnar sem ég samdi og
söng. Laddi minnir mig oft á Alfreð. Hefur
þetta í sér og virðist ekkert hafa fyrir
þessu.
Saman á sviði
— dýrið og fírinn
Laddi: Við lékum fyrst saman á sviði með
Sumargleðinni árið 1975. Þá lék Ómar
sjálfan sig þ.e. fféttamann og ég elsta mann
á íslandi, Móa gamla. Hann var þá 114 ára.
Ætli hann sé ekki nú í Om-La-Dí, Om-La-
Da á Sögu. Það er þægilegt og gefandi að
vera með Ómari á sviði. Hann er maður
augnabliksins og kemur manni í stuð í
hvelli. Við eigum vel saman, betur en ég
átti von á, eins ólíkir og við erum — fírinn
er alltaf að og það vellur upp úr honum
grínið. Sumt af þessu hlýtur hann að semja
í svefni eða bara á staðnum.
Ómar: Laddi er að einu leyti hættulegur á
sviði, hann hverfúr svo gjörsamlega inn í
þær persónur sem hann leikur að maður
getur gleymt sér eða öllu heldur sprungið
— skellt upp úr hvenær sem er. Dýrið er
skemmtilega hættulegt eða eigum við að
segja hættulega skemmtilegt.
Annars myndast alltaf hárfínt huglægt
samband milli manna á sviði. Þegar búið
er að fara lengi með sama hlutverkið fara
útúrdúrar að gera vart við sig. Menn fára að
fikta við að reyna létt afbrigði af bröndur-
um, kannski bæta einhverju pínulitlu við,
eða breyta eftir því hverjir eru í salnum.
Þetta eykur á tilbreytinguna hjá okkur á
sviðinu. Engin sýning er því í raun og veru
eins, alltaf eitthvað óvænt að koma upp.
16 VIKAN 4. TBL. 1990