Vikan - 22.02.1990, Side 19
STJORMUMERKm
Ég held að íslendingar
treysti ekki fólki sem ekki er
í vatnsmerkjum. Vatnið er
táknrænt fyrir tilfinningar og
okkur finnst lokað tilfinninga-
ríkt fólk vera traustvekjandi.
Aftur á móti mega bogmenn,
eins og Hermann Gunnarsson,
skemmta okkur en ekki stjórna
landinu. Við erum til dæmis
neikvæð í garð ljóna, tölum
niðrandi um þeirra húmor og
yfirborðsmennsku, samanber
Rósu Ingólfs, Ingva Hrafn og
Heiðar Jónsson; við erum
hrædd við eldinn.
Á móti straumnum
Flestir fiskar kæra sig koll-
ótta um stöður, vald og forystu
og þeir laðast heldur ^
FISKAMERKIÐ
ekki að peningum
Þetta fólk gerir sér
betur grein fyrir því
en flestir aðrir að
peningar eru ekki
varanleg gæði.
Það er algengara
að þetta fólk láti
berast með
straumnum en að
það syndi á móti
honum en fiskurinn
verður aldrei
hamingjusamur
nema hann berjist
móti straumi lífsins.
Það að taka
auðveldari kostinn er
gildra fyrir fólk í
þessu stjömumerki.
SÍSr - segir Jón Baldvin fiskur. Sjó nœstu
leynir hættulegum öngli: Lífi,
Eg er ekki
fljóttekimra
í Ikynnum
sem eytt er til einskis.
Þó fiskurinn sé ekki skaplaus
er ekki margt sem fær hann til
að bregðast við með ofbeldis-
aðgerðum. Yfirleitt mun fisk-
urinn geispa, brosa töffandi
brosi og horfa samúðarfullum
augum á þá sem eitthvað em
að æsa sig.
Rósrauð gleraugu
Fiskarnir fæðast með þörf
fyrir að horfa á veröldina í
gegnum rósrauð gleraugu.
Fiskurinn vill helst af öllu fá að
lifa í sinni eigin votu veröld
þar sem allir eru fallegir og all-
ar athafnir dásamlegar. Ef
raunveruleikinn verður of ljót-
ur flýr fiskurinn á vit dag-
drauma og allt of margir fiskar
leitast við að drekkja sorgum
sínum í áfengi. Það deyfir þá á
þægilegan hátt með falskri ör-
yggiskennd. Þó hver einasti
fiskur sem fær sér líkjör með
kafiBnu helli sér ekki endilega
út í ofiieyslu áfengis eru lík-
urnar á því samt sem áður
meiri en þær ættu að vera.
Fiskarnir verða að gera sér
grein fyrir því að þeir eiga að
þjóna mannkyninu á einhvern
hátt og sneiða hjá veraldlegum
gæðum. Fiskurinn Einstein
kom fram með lögmál fyrir
nýjum heimi.
Risastórt leiksvið
Allir fiskar líta á lífið sem
eitt risastórt leiksvið. í augum
fiskanna er tilveran öll óáþreif-
anleg og hverful. Þrátt fýrir
eðlislæga feimni fiskanna
verða þeir oft bestu leikarar
sem sögur fara af. Það gerist þó
aðeins ef þeir berjast við óbeit
sína á erfiðisvinnu þeirri sem
liggur í þrúgandi æfingum og
stungum gagnrýnenda.
Undarlegasti hæfileiki fisks-
ins er að geta vikið öllum per-
sónulegum tengslum til hliðar
og séð gærdaginn, líðandi
stund og morgundaginn sem
eina heild. Hann getur einnig
verið jafh latur og friðsældar-
legur og nautið, býr yfir orð-
snilld Merkúrs (tvíburanna)
og ■ ljúfum þokka Venusar
(vogar) og hjá fiskinum bland-
ast þetta, allt hinni dularfullu
skarpskyggni sporðdrekans.
Þegar þú heftir meðtekið
þetta, finnst þér þá nokkuð
skrítið að vinir þínir í fiska-
merkinu séu stundum hrein
ráðgáta?
Krókódíll
eða Bláskjár?
Börnunum mun finnast
hann einstaklega skemmtileg-
ur karl. Hann fer mjög líldega
með þeim í siglingar, sund og
æfir með þeim köfun. Hann
mun leika grimman krókódíl
og Bláskjá litla þar til börnin
halda að þau hafi fundið lifandi
ævintýrabók í litum. Þú sérð
um að refisa þeim en hann mun
hlusta á vandamál þeirra. Þú
sérð um að þau séu hrein en
hann um að örva huga þeirra.
Þetta ætti að takast bráðvel.
Biðröð
Biðröðin byrjar þama hægra
megin. Kannski eru ekki til
nægar fiskakonur fyrir hvem
einasta karlmann en það er
ekki nægileg ástæða til að
troðast. Þú verður að bíða þar
til röðin kemur að þér og vona
það besta.
Það er eins gott að viður-
kenna það strax að hin nútíma-
lega, frjálsa kona hefur orðið
til þess að eiginleikar stúlkna í
fiskamerkinu em enn meira
metnir en áður. Hin hæverska,
fallega og hjálparvana
Neptúnusarkona þarf
að nota stóra lurka til
að berja frá sér
karlmenn.
Kona í þessu
stjömumerki hefur
ekki eina einustu
leynda þrá til að
stjóma maka sínum.
Það eina sem hún
krefst af honum er að
hann vemdi hana og
þyki vænt um hana.
Fiskakonan er
sannfærð um að maki
hennar, kærasti,
bróðir, faðir eða
hvaða karlmaður sem
er, sé fer um að sigra
allan heiminn með
5IUU annarri hendi og
ekki þarf mikið af þessu
trúnaðartrausti til að sannfera
þá um það sama. Við vitum jú
hvemig karlmenn em. Svo
ertu hissa á því að hún skuli
vera svona vinsæl! Hún er
kvenleg fram í fingurgóma og
því er hætt við að of vægt sé
tekið til orða þegar sagt er að
karlmenn laðist að henni eins
og býflugur að hunangi.
Eftir stuttar samræður við
hana sér maðurinn sjálfan sig
fyrir sér liggja og hvíla sig í
hengirúmi á fögmm sumar-
degi þar sem enginn mun
tmfla hann með nöldri. Hún
mun aldrei hvetja hann til að
flýta sér upp þjóðfélagsstigann
því henni finnst sá staður sem
hann er á núna algerlega full-
kominn. Þarf ffekari útskýr-
ingu á hvers vegna ekki er
hægt að fá verri keppinaut í
ástamálum en þessa konu?
Hún verður ekki að skassi
nema maður hennar sýni
henni miskunnarlausa grimmd
4.TBL 1990 VIKAN 19