Vikan


Vikan - 22.02.1990, Blaðsíða 20

Vikan - 22.02.1990, Blaðsíða 20
5TJÖRHUMERKII1 eða ef hann er mjög latur en hver segir að grimmlyndur eða latur maður eigi það ekki skilið? Bægslagangur Stundum kemur fyrir að við- kvæm kona í fiskamerkinu verður bitur og syndir stans- laust um með miklum bægsla- gangi en hittir alltaf sjálfa sig fyrir þegar hún reynir að flýja. Lyf, áfengi og falskar tálsýnir geta þá hamlað því að hún sjái að hún má ekki beina sinni tak- markalausu ást og samúð inn á við til sjálffar sín. En fiskakonan getur líka ver- ið tilfinningalaus, slyng og villt á sér heimildir. Einstaka fiska- kona getur tekið upp á því að fela feimni sína og auðsæran- leika með því að þykjast vera kjaftfor, veraldarvön eða kuldaleg. Þetta er þó aðeins brynja sem hún klæðist til að fela öryggisleysi sitt fyrir for- vitnum augum fólks sem myndi veita henni hjartasár ef hún gæfi því tækiferi til. Dularfull, falleg véfrétt Hún hefur grímu fyrir hvaða hlutverk og aðstæður sem vera skal og þannig vill hún hafa það. Hún fer eftir eðlisávísun Erlingur Gíslason Guðrún Á. Símonar Gunnar Eyjólfsson Ingólfur Guðbrandsson Jón Baldvin Hannibalsson Kristinn Sigmundsson Pétur Gunnarsson Valgerður Matthíasdóttir Þorsteinn frá Hamri Þórbergur Þórðarson Mikhael Gorbatsjov en hylur innsæi sitt. Hún er jafh vitur — og óræð - og vé- fféttin í Delfí. f ástum og starfi er fiskakonan teygjanleg og kemur sífellt á óvart. Hún er harðari en hún lítur út fyrir að vera en þarf að læra að þrosk- ast án þess að vera öðrum háð og að biðja um það sem hana vantar. Trúgjörn og auðsærð Hún elskar á allan máta, and- lega, trúarlega, kynferðislega og platónskt. Hún er ánægðust þegar hún getur veitt öllum sínum tilfinningum útrás. Hún er í rauninni kröfuhörð, þó hún virðist leita uppi elskhuga sem bregðast henní. Hún gerir sér alltaf fyrirffam hugmynd um hvernig hinn fullkomni elskhugi eigi að vera og þegar þessi ímynd stenst ekki þá fyll- ist hún reiði. Þúsund og ein nótt Fiskakonan nýtur þess að láta drottna yfir sér en stefhir um leið að því að hafa stjórn á hlutunum. Hún vill að drauma- prinsinn tæli hana á sem róm- antískastan hátt og lætur karl- manninn ráða en nær um leið valdi yfir honum með því að Victor Hugo Ted Kennedy Michelangelo Liza Minelli Rudolf Nureyev John Steinbeck Elizabeth Taylor James Taylor George Washington Rex Harrison vera ómissandi ambátt og bandamaður líkt og Sjéresade í Þúsund og einni nótt. Göfgi Þegar orka Neptúnusar rís hæst er það í göfugri list sem endurspeglar lífið og gefur okkur þá tilfinningu að við stöndum nálægt Guði. Listin sem andlegur gleðigjafi er frá Neptúnusi komin. Sömuleiðis óeigingjörn ást, djúpur lífs- skilningur, umburðarlyndi og hjálpsemi. Samruni Neptúnus eyðir landamær- um og hömlum og rýfur að- skilnað. Fiskurinn Mikhael Gorbatsjov var sá sem lagði til að fjölflokkakerfið yrði tekið upp í Sovétríkjunum. Þau við- horf að allir séu jafh mikilvæg- ir, hvort sem þeir teljast til fjölskyldunnar eða eru ókunn- ugir og viðleitnin við að eyða einstaklingshyggju, eru frá Neptúnusi. Áhrif Neptúnusar eru mýkjandi en jafhframt ger- ir hann allar línur óskýrar. Jón Baldvin fiskur Jón Baldvin Hannibalsson er fiskur, feddur 21. febrúar 1939. Hann er verðugur full- trúi fiskamerkisins; með sól, tungl, Merkúr (hugsun) og Júpíter í fiskum, Venus og rís- andi merki í steingeit og Mars (ffamkvæmdaorka) og mið- himin í bogmanni. Til gam- ans má geta þess að kona hans, Bryndís Schram, er fedd í krabbamerkinu og hefur einn- ig sterkar afetöður í bogmanni. Við lögðum nokkrar spurning- ar um dæmigerð fiskaeinkenni fyrir Jón Baldvin. Fiskurinn er landamæralaus, hann setur ekki upp veggi á milli sín og umhverfisins: Eftir að ég hætti störfum sem agasamur og formfastur skólameistari fór ég á togara. Þar urðu fljótt tveir sjómenn bestu vinir skólameistarans, annar hét Valdi víðátta og hinn Sesar. Nei, ég set ekki upp víggirðingar milli mín og ann- arra. „My home is my castle“ segja Bretar og dreymir um víggirtan kastala með síki. Þannig hugsa þeir sem leita ör- yggis, forðast áhættu. Ég er ekki fljóttekinn í kynnum. Gæti virst einrænn, lokaður (montinn, hrokafullur í augum annarra). Ég tek undir með þeim sem sagði: Þegar ég er einn er ég í góðum félagsskap. En ég sækist líka eftir skemmti- legum félagsskap og er þá ein- lægur, opinskár og fyrst og fremst hispurslaus. Fiskurinn er ekki fordóma- fullur: Ég er fordómafullur gagnvart fordómum. Rasismi er eitur í mínum beinum. Ég sakna þess að sjá ekki gular, rauðar, svartar og brúnar manneskjur hér á götunum. Mættu þess vegna vera rönd- óttar. Fiskurinn er viðkvæmur og auðsæranlegur og getur sökkt sér niður í þunglyndi: Nei, þarna hefur stjörnuspekin eitt- hvað brugðist. Ég er ekki við- kvæmur (t.d. fýrir gagnrýni) en hrifhæmur. Hins vegar líð ég engum að níðast á mínum nánustu og læt þá hart mæta hörðu (sbr. þegar súkkulaði- drengirnir á Stöð 2 sem þykj- ast vera „töffarar" vildu koma höggi á mig með því að hafa æruna af konu minni). Fiskurinn sækist ekki eftir veraldlegum metorðum því hann gerir sér grein fyrir því að peningar eru ekki varanleg gæði: Þarna ber ég aftur kennsl á sjálfan mig. Ég sækist hvorki eftir metorðum, upphefð eða peningum. Ég sækist eftir völd- um og áhrifum. Það á satt að segja við um afar fáa stjórn- málamenn í lýðræðisríkjum. Flestir þeirra líta á það sem sitt rétta hlutverk að gerast sendi- menn eða umboðsmenn sér- hagsmuna. Fyrst þú sækist eftir völdum hvemig myndir þú þá beita valdinu ef þú værir einvaldur einn dag? Ég myndi nota tímann og valdið til að leysa vandamál sem lengi hafa verið í pall- stöðu (vegna hagsmunatog- streitu innanlands) og standa þjóðinni fýrir þrifum. Til dæmis: Að heimila innflutning á ódýrum, verksmiðjuffam- leiddum mat (íslenskur land- búnaður mun lifa það af) að hefja sölu veiðileyfa í áföngum og tryggja þjóðinni þar með réttmætan arð af þeirri auðlind sem hún lifir á. Þótt ég gerði ekki meira þennan daginn, þá gæti ég með glöðu geði hætt stjórn- málavafstri og farið að lifa ein- földu, fábrotnu og hamingju- sömu lífi. Heimildir: Stjömumerkin, Linda Goodman Hver er ég, Gunnlaugur Guðmundsson Brynja Benediktsdóttir Frederic Chopin Danfríður Skarphéðinsdóttir Albert Einstein Hándel 20 VIKAN 4. TBL. 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.