Vikan - 22.02.1990, Side 23
sem þeir auðvitað gera. Þá rek-
ast á tveir ólíkir menningar-
heimar og syndir seinni heims-
styrjaldarinnar koma upp á
yfirborðið.
Það má segja að Svart regn
sé gömul uppskrift.
1 msk. gæi sem er búinn að
fá sig fullsaddan af kerfinu.
1 msk. vinur sem er myrtur
fyrir framan nefið á gæjanum.
1 tsk. sæt stelpa (óvenju lít-
ið í þessu tilfelli).
Út í þetta er svo sett dágóð-
ur slatti af visku um lífið og
öllu hrært saman. En öll vitum
við að það er ekki sama hver
bakar þvi útkoman verður
aldrei eins. í þessu tilfelli tekst
bakaranum vel upp þó svo að
þessi kaka verði ekki talin hans
besta. Til þess er meðhöndlun
eíhisins of hefðbundin. Barátta
góðs og ills vegur aldrei salt og
sigur hins góða er alltaf aug-
ljós. Þessu er öfugt farið í
Blade Runner og AJlen, þar
sem Scott tekst að halda okkur
á sætisbríkinni fram að enda-
lokunum.
Michael Douglas, sem er
hér í sínu fyrsta hlutverki síð-
an hann hlaut óskarinn fyrir
Wall Street, skilar hlutverki
sínu með sóma. Leikur hans er
sannfærandi og hann hrífur
áhorfandann með sér inn í
þann óréttláta heim sem Nick
lifir í. Douglas hafði mikið fyrir
hlutverkinu og ferðaðist með
leynilögreglunni um myrkra-
einn drengjanna fremur sjálfs-
morð. Sökin var auðvitað ekki
Keatings heldur foreldra
drengsins sem aldrei höfðu
hlustað á óskir hans heldur
alltaf sagt honum hvað hann
átti að gera. Þau neita að sjá
eigin sekt og Keating er
rekinn. Upp frá sjálfismorði
drengsins hættir myndin að
vera um að „eignast daginn",
uppræting á Félagi dauðu
skáldanna hefct og skýrskotun
Toms Schulman handrita-
höfundar í kommúnistaveið-
arnar í Bandaríkjunum á eftir-
stríðsárunum (og raunar allar
nornaveiðar) er augljós.
Drengirnir í Félagi dauðu
skáldanna eru teknir einn af
öðrum inn til skólastjóra og
neyddir til að segja að Keating
sé ábyrgur fyrir dauða félaga
þeirra, þó þeir viti að það sé
ekki satt. Þeir sem líklegir
þykja til að veita andspyrnu
eru kúgaðir með andlegum
vopnum.
Það hjálpast allt að til að
• Framleiðandinn og leikstjórinn Philip Kaufman (The
Unbearable Lightness of Being) sækir aftur efni sitt til rit-
höfundar að þessu sinni Frakkans Anais Nin. Nýja
KVIKN' myndin er byggð á bókinni Henry og June og er um ævi
bandaríska rithöfundarins Henry Miller (Tropic of
Cancer) og konu hans.
• Hinn margverðlaunaði þýski leik-
stjóri Wim Wenders hefur tilkynnt
hlutverkaskrá fyrir næstu mynd p
sína, Till the End of the World. áflfe «
Wenders segir þetta vera alveg
ekta vegamynd (road movie). Leik-
ararnir eru ekki af verri endanum,
Robert Mitchum, Jeanne Morr- ÆE
eau, Willem Dafoe (sem lék í mynd
Olivers Stone, Born on the Fourth j (l . jv.
of July) og kærasta Wenders, hún
Solveig Dommartin (hlýtur að vera af íslenskum
ættum).
• Nú hafa kvikmyndagerðarmenn fengið nóg af krist-
myndum og beina athygli sinni að Búdda. Leikstjórinn
Bernando Bertolucci (sem nú er að taka myndina The
Sheltering Sky með leikurunum John Malkovich og
Bebra Winger) hefur í hyggju að mynda handrit Roberts
Bolt (A Man for All Seasons, The Mission).
Kvikmyndatökumaðurinn yrði þá Vittorio Storaro
(The Las Emperor, Apocalypse Now) og tæknibrelluliðið
frá Star Wars og Indiana Jones sæi um þá hliðina.
Tækniliðið lofar svo sannarlega góðu en reynst gæti erfitt
að finna mann í hlutverk hins harðsoðna Gautama
Siddhartha.
• Stuttu eftir að Maryl Streep til-
kynnti að hún yrði ekki með í mynd
inni Evitu var gerð hennar frestað.
Þetta er ekki fyrsta áfallið sem
myndin hlýtur því upphaflega hafði
j framleiðandinn, Robert Stigwood,
F fengiö Ken Russel (Music Lovers,
- ' * China Blue) til að leistýra myndinni.
’ - : ® Þeir urðu ósammála um val Russ-
' \ )/+ ells á Lizu Minnelli í aðalhlutverkið
svo Stigwood hætti við Russell og
réð Oliver Stone.
• Nú er allt á fullu í mynd Francis
Coppola, The Godfather - The
Continuing Saga, sem verið er að
mynda í Róm. Andy Garcia (Black
Rain), sem er á hraðri uppleið um
þessar mundir, leikur aðalhlutverkið
í myndinni sem á að kosta 30 millj-
ónir Bandaríkjadala. Al Pacino, Di-
ana Keaton og Talia Shire munu
halda áfrm í hlutverkum fyrri mynda
og Robert De Niro mun koma að-
eins við sögu (dó ekki persónan hans, Don Vito
Corleone, í Godfather II?).
hverfi Harlem til að nálgast
það. Senuþjófur myndarinnar
er þó japanski leikarinn Ken
Takakura sem er ein aðal-
stjarnan í Japan þessa dagana.
Hann hefur leikið í 198 kvik-
myndum og Svart regn er sú
þriðja ameríska. Þarna er á
ferðinni athyglisverður dújett
sem nær mjög vel saman. Hin
hlutverkin renna framhjá átak-
alaust nema kannski hlutverk
japanska leikarans Matsuda
sem leikur Sato, ungan og
metnaðarfullan glæpamann
sem svífct einskis.
Myndatakan er í höndum
Hollendingsins Jan De Bont
(Die Hard). Lýsing hans er
dramatísk og ekki ósvipup lýs-
ingu Gordon Willis í mynd-
inni Godfather, þar sem hálfu
eða heilu andlit leikaranna eru
hufin svörtu myrkri. Tónlist í
myndinni er eftir Hans
Zimmer, þann sama og hafði
umsjón með tónlistinni í The
Last Emperor og samdi tón-
listina við myndina Rain Man.
Það ætti að segja okkur nóg.
Svart regn er fallega unnin
mynd sem heldur manni við
efhið. Kostir hennar liggja
fyrst og ffernst í þessu óvenju-
lega umhverfi sem myndin
gerist í og þeim vandræðum
sem sögupersónan lendir í
þegar hann glímir við fólk
hvers grundvallarhugsun
stangast á við hans eigin.
RR.
gera Bekkjarfélagið að ein-
um af þeim myndum sem sitja
í manni lögnu eftir að poppið
hefur gengið meltingarveginn.
Lýsing Johns Seale er alltaf í
samræmi við tilfinningalega
ástandið í myndinni og handrit
Toms Schulman er vel
uppbyggt. Uppbyggingin er
ekld óvenjuleg eða djörf en
það eru efnistökin. Mennta-
skólamynd sem í raun og veru
fjallar um námið og námsefhið
er óvenjuleg; það eru ekki að-
eins skólastrákarnir sem kom-
ast að því að Shakespeare,
Whitman og Byron voru ekki
svo leiðinlegir þrátt fyrir allt.
Áhorfendurnir fá líka að kom-
ast að því.
Peter Weir (Picnic at Hang-
ing Rock, The Year of Living
Dangerously) er maðurinn
sem hlýtur að fá mestan heið-
ur. Hann er meistari frásagnar-
lisatarinnar, fær um að alla
þætti kvikmyndarinnar vinna
saman að sínu erfiðasta mark-
miði; að segja sögu á skemmti-
legan og skýran hátt. Hann
minnir um margt á John Ford
(Stagecoach, The Grapes of
Wrath, The Searchers, The
Quiet Man). Það er ómögulegt
að finna þá veiku punkta í
myndum hans sem yfirleitt úir
og grúir af í öðrum kvikmynd-
um.
Leikarar njóta sín undir
stjórn Weirs. Linda Hunt í
The Year of Living Danger-
ously, Mel Gibson í Galli-
polli, Kelly McGillis í Witn-
ess og Harrison Ford í The
Moskito Coast eru allt dæmi
um skínandi framistöðu
leikara. í Bekkjarfélaginu
minnir Robin Williams (The
World According to Garp,
Good Morning Vietnam) okk-
ur á að hann er ekki barasp-
augari. Hann kemukr Keating
til skila sem tilfinningaríkum
manni sem er ástfanginn af líf-
inu og listinni og vill að aðrir
uppgötvi þessa ást líka. Ungu
leikararnir (Robert Sean
Leonard, Ethan Hawke,
Josh Charles og Gale Sand-
erson) standa sig hver öðrum
betur. Þeir leika ólíka drengi
sem hver á sinn hátt skilur orð
Keatings og ákveða að eignast
daginn. Allt leikur í lyndi þar
til afturhaldsöflin kæfa lífcgleð-
ina. En ekki alveg.
Bekkjarfélagið er fyrsta
flokks mynd hvemig sem á
hana er litið. SigA.
4. TBL 1990 VIKAN 23