Vikan


Vikan - 22.02.1990, Blaðsíða 26

Vikan - 22.02.1990, Blaðsíða 26
5PADOMAR kunnur vegna árangursríkrar meðhöndlunar hinna sjúku. Hann varpaði fyrir róða miklu af hefðbundnum læknisaðferð- um þeirra tíma en notaði þess í stað náttúrulyf, með góðum árangri. Rannsóknarétturinn íylgdist náið með athöfhum Nostradamusar en gat lítið að- hafst sökum þeirrar vináttu sem hann naut meðal helstu valdamanna ríkisins. Á árunum milli þrítugs og fertugs fóru forspárhæfileikar Nostradamusar að koma í ljós. Á þessum tíma hneigðist hann til íhugana og tilbeiðslu og varð æ oftar fyrir dulrænni reynslu. Hann tók að ástunda kaldeíska og assýríska töffalist í þeim tilgangi að öðlast sýnir og vitranir um firamtíðina og atburði sem gerast munu. Á- stundun þessa iðkunarkerfis gerði honum kleift að komast í snertingu við „mjög fíngerðan eld sem veldur sýnum spá- manna“. Þessi eldur minnir á logann sem birtist yfir höfði postula Jesú Krists og er tákn- gervingur heilags anda. Nostradamus staðhæfði að spádómar sínir kæmu frá Guði, knúðir af heilögum anda. Skál full af vígðu vatni var höfð á þrífeti fyrir framan spámanninn. Síðan starði Nostradamus íhugull á vatnið uns sýnir af atburðum framtíð- arinnar birtust fyrir hugskots- sjónum hans. Nostradamus studdist einnig við dulheyrn því hann sá ekki einvörðungu það sem verða mundi heldur heyrði einnig hljóðin sem tengdust atburðum framtíðar- innar. Nostradamus skrifaði síðan í ljóðum eða ferskeytlum lýsingar á ffamtíðarsýnum sínum. Spádómsrit og aðferðafræði Nostradamusar Fyrsta spádómsrit Michels Nostradamusar, Les Prophet- ies de M. Michel Nostra- damvs, var gefið út í Lyon árið 1555. Ritið samanstóð af öld- um eða köflum sem voru 100 ferskeytlur hver. Heildarútgáfa spádómsrita Nostradamusar kom út árið 1568 og hafði að geyma samtals 1.164 spádóms- vísur! Þegar spádómsvísur Les Propheties eru lesnar á ffum- málinu verður hverjum manni ljóst að Nostradamus lagði sig í líma við að gera spádómsljóð sín torskilin. Það gerði hann til þess að vernda sig ffá rann- sóknaréttinum. Þó að ljóðin séu að meginstofni á ffönsku þess tíma tekur orðaröð þeirra oftar en ekki mið af latneskri setningabyggingu. í annan stað myndar Nostradamus oft á tíð- um nýyrði sem eiga rót sína að rekja til forngrísku eða latínu. Mörg spádómsljóðanna geyma auk þess orð úr fornffönsku. Til þess að gera mönnum erfiðara um vik notaði hann stundum líkingamál úr goða- fræðinni, táknmál úr alkemíu, myndmál sem rekja má til Biblíunnar, ásamt fornum heit- um á borgum og landsvæðum. Nostradamus hafði spádóma sína ekki í réttri tímaröð og iðkaði orðaleiki, þar sem hljóðum er sleppt eða bætt við ■til að mynda nýtt orð. Þeir sem fúllyrða að lesa megi því sem næst hvað sem er út úr spá- sögnum Nostradamusar gera sér engan veginn grein fyrir aðferðafræði sjáandans. Með því móti að menn kryfji eðli textans af fúllri gjörhygli og hafi ávallt margslungið verklag Nostradamusar í huga getum við fyrst vænst skilnings á djúpræðum ferskeytlum spá- mannsins. Frægar og ná- kvæmar spásagnir Meðal þekktustu spádóma Nostradamusar eru spásagnir þar sem koma við sögu nöfn eða ártöl er tengjast persónum og atburðum framtíðarinnar. Árið 1607 bannaði Urban VIII páfi rit stjörnuffæðingsins Dekkers en bannið var upphaf að víðtækum ofsóknum kaþólsku kirkjunnar á hendur stjörnufræðingum. Nostra- damus sagði nákvæmlega fyrir um þennan atburð. í VIII:71 stendur ritað: Fjöldi stjömufrœðinga mun fara vaxandi, þeir verða ofsótt- ir, dœmdir í útlegð og bœkur þeirra bannaðar árið sextán hundruð og sjö. Fyrirmœli þáfadóms verða þess eðlis að enginn þeirra verður óhultur. Nostradamus nefnir franska efnafræðinginn Loius Pasteur á náfh. Spámaðurinn greinir jafnffamt frá því að Pasteur muni uppgötva örverur í and- rúmsloftinu en sú uppgötvun er talin með þeim merkustu í sögu læknavísindanna. Nostra- damus segir orðrétt: Hið hulda verður uþþgötv- að, falið í margar aldir. Paste- ur verður vegsamaður ncest- um eins og hálfguð... 1:25 Fleiri söguleg nöfn koma fram í spádómum Nostradam- usar: „Napaulon konungur verð- ur meira af eldi en blóði...“ „Staða Francos styrkist vegna herráðsins í Kastilíu...“ „Mest- ur hluti vígvallarins verður gegn Hister...“ Á öðrum stað stendur: „Þegar málefhi páfa- dóms eru tekin fyrir verður Hister skapraunað í Feneyska lýðveldinu...“ Spádómar Nostradamusar um upphaf og framvindu fyrri og seinni heimsstyrjaldarinnar eru mjög nákvæmir. Nostradamus spáði einnig fyrir um ffönsku stjórn- arbyltinguna, kjarnorkuárás- irnar á Japan, morðin á Kennedy-bræðrunum, ffiðar- hreyfinguna, fráfall íranskeis- ara, valdatöku Ghaddafis, stríð írans og íraks, borgarastyrjöld- ina í Líbanon og uppreisn Pal- estínumanna, svo eitthvað sé nefnt. Umsköpun sovésks samfélags séð fyrir Spádómar Nostradamusar birtust fýrsta sinn í íslenskri þýðingu árið 1987 í bókinni Framtíðarsýnir sjáenda - Sýnir Nostradamusar og aðrir spádómar. Þessi bók hafði m.a. að geyma tvo spá- dóma sem sögðu fyrir um rót- tækar stjórnarbreytingar í Sovétríkjunum og að stjórnar- fari kommúnismans yrði vikið til hliðar í kommúnistaríkjum heims. Höfundur hafði litla trú á að þessir spádómar rættust í bráð og hafði þá þess vegna aftarlega í bókinni. Sagan leiddi hins vegar í ljós að þess- ir ótrúlegu spádómar voru ein- mitt fyrstir allra spádóma bókarinnar til þess að rætast! Við skulum nú skoða þessar spádómsvísur nánar og fleiri spádóma Nostradamusar sem hafa verið að koma ffam á undanförnum mánuðum og vikum. Spádómsvísurnar, sem hér um ræðir, voru hafðar með fyrirsögnum er fólu í sér túlk- un undirritaðs á inntaki þeirra. Fyrri spádómurinn hljóðar þannig: Stjórnarbreyting I Sovétríkjunum Við munum sjá að lögum More tekur að hnigna og í kjölfar þeirra koma önnur 64 SÍÐIIR B STOFNAÐ 1913 ÞRIPJUDACUR t. FEBRflAR I9»0 ~ ^PrrntnimAjr^MoijiinbUániiu Míkhaíl S. Gorbatqjov á miðgtjémarfundi sovéska kommúnistaflokksins: Höfiium öllu því sem ein- angrað hefur sósíalísk ríki IW-m. I>/ CmWUJx I " ‘orr v»'i- »r Segir fjölflokkakerfi hugsanlegt og hvetur til þess að úreltum kennisetning- um um heimsbyltinguna verði hafnað HlKHAlL s Urtu »»Im «f •U **i 11 A* Hp TAI WlaU I M«é«_ FkUwlM |.U ■Af&J GoÁ«U|ov« I gwr 4|Arf- M. tflrmun kann lil þnu u il Uryiu umbóUMrfnunn. prrumjt bjlunfmrtnnd TlUu «4 UJr GorWujo. hr« mft I rnAi xnru nfl iónUJInk rfti hnMu nnnnfrut Of Mt htfrvt b»n AJIu >vl «nm knll- •4 h.fði þnA hlutnkipti jrflr þnu Frflunmtnn Mffu Wni ntum nfl H »• CortníMinr kjmni a* boón ITT. . «4 SoMtMlopnn hrlk laft tfl fmnnr bnjrtinfnr t ikipulafi flokknuu iu n4 nuóM/rnnnnénn m |T* tekkafl uf nokUformnóur rtr4 n/ Mr upplaunn of ag&rn Wjii A4nr hrfbu Inut til þrá n4 •gónnrtkrf Innflnina p* bnytt of ■góniMid h. yfirMu- ndra Irtunuri ti f«tinfl«ft a4 Ný bráðabirgðastjórn í Augtur-Þýskalandi: Kommúnistar í minni- hluta í fyrsta skipti í 40 ár V-Þjóðveijum bannað að taka þátt í kosningabaráttunni ■tofunnar ->r* n4 lúrbau,,, hr tkki kjmnt «nnlaknr tfllófur i I Sovftrfkjurum Hnnn hnf4< 11 MrfM itm ’ ’ Alnæmisfarald- ur meðal bama BMdnffokkunn Ookk, inirfnn fjnMmAI A nrmnaanflokkunan. nl bjtkalnnd ,rn n4nn> smnnn rn rkki ófrt.lkjnn Forsíða Morgunblaðsins 6. febrúar síðastllðlnn. Það er rétt elns og Nostradamus hafi haft blaðlð fyrir framan slg á meðan hann lýstl hruni kommúnismans í rituðu máll árið 1555. „Á þelm tíma og stað þegar fiskur kemur í stað kjöts verður hugmyndafræði sameinlngarinnar andmælt," sagði Nostradamus m.a. - Gorbatsjov er í fiskamerklnu. 26 VIKAN 4. TBL 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.