Vikan


Vikan - 22.02.1990, Side 29

Vikan - 22.02.1990, Side 29
BARNHLSOLU Smásaga eftir Jane Deverson essi miskunnarlausa sól, sem nú brenndi mig, hafði í fleiri aldir sviðið og þurrkað akrana og tært þessi gömlu, hvítu hús. Þetta var þorp sem virtist algerlega gleymt um- heiminum, og þó var þetta ekki nema tíu mínútna ganga ffá hótelinu. Mér fannst ég komin langt aftur í tímann. Sólin hafði líka sett merki sitt á andlit sígaunakonunnar. Svarti kjóllinn var svo slitinn að hann gat ekki talist annað en slitur, berir fæturnir báru þess merki að hafa ekki komið í skó um lengri tíma og hendurnar sýndu að hún hafði orðið að þræla mikið. Hún horfði fast á mig, augun sem voru orðin hörð af innbyggðum tárum, starði á andlit mitt, beið eftir ein- hverju merki um ákvörðun, sem hún bæði óttaðist og vonaðist eftir. Það var erfitt að ímynda sér að hún hefði einhvern tíma verið ung og fögur, og ennþá erfiðara að hugsa sér, að ennþá var hún líklega tiltölu- lega ung, tæplega orðin fertug. Þrátt fyrir vinnulúnar hendurnar og fataræflana var einhver geislun frá henni, einhver furðulegur virðuleiki, sem svo oft er að flnna hjá suðrænum konum. Mér fannst ég sjálf vera næstum ruddaleg, ljós- hærð og litlaus, og rósrauði kjóllinn minn sem mér fannst svo glæsilegur á hótel- svölunum, var alls ekki viðeigandi hér. Ég var kannski svona miður mín út af útliti mínu og klæðnaði vegna þess að í augum konunnar hlaut ég að vera tákn þeirrar velmegunar, sem hún hvorki þekkti eða hafði nokkru sinni möguleika á að fá hlut- deild í. Hún hélt á ungbarni í fanginu og það eina sem ég vissi um það var að þetta var drengur sem hét Paquito, sex mánaða gamall. Svo vissi ég líka að mér stóð til boða að kaupa hann fyrir þúsund peseta. Hvenær sagði hún þetta? Það hlaut að hafa verið fyrir fáeinum augnablikum, en mér fannst það heil eilífð, svo oft var hún búin að segja það. Þúsund pesetar, nokkrar ómerkilegar krónur, tíu krónum minna en rósrauði kjóllinn minn kostaði. Það var eitthvað óraunverulegt yfir þessu, eitthvað sem dáleiddi mig; alger kyrrðin á torginu, glóandi hitinn, stjarfur svipur konunnar og líflaus augun. Allt í einu rétti hún barnið í áttina til mín. — Takið hann, senora, tuldraði hún. — Hann er góður, aldrei erfiður...farið með hann heim til lands yðar...veitið honum gott heimili og gott uppeldi. Hún beinlínis þröngvaði barninu í arma mér. Ég fann hve hann var mjúkur, hlýr og lifandi; hann var raunverulegur, þótt allt annað væri óraunverulegt. Það lá við að ég fengi aðsvif þegar mér varð Ijóst hvað ég var að gera; ég var sem sé að reikna út í huganum og semja um verðið á lifandi mannveru, rétt eins og þetta væri einhver vörutegund á markaðstorgi. Þetta var hryllilegt, — hrollvekjandi... Ég stóðst ffeistinguna að kyssa þessa mjúku, brúnu kinn og lét mér nægja að strjúka litlu krepptu hefana, sem þrátt fyrir smæð sína voru ótrúlega sterkir. Konan talaði aftur. Kunnátta mín í spænsku var mjög takmörkuð, og þar sem hún talaði bæði lágt og hratt, átti ég erfitt með að fýlgjast með því sem hún sagði: - ...maðurinn minn, enga vinnu...sex börn...Juan enga skó, aldrei átt skó...Paq- uito á enga framtíð...þetta væri góðverk, senora. Átti hún við að það væri góðverk að kaupa drenginn? Nei, nei, langaði mig til að segja, það var ekki góðverk. Það var glæpur! Þetta getur aldrei orðið við- skiptamál. Það er ekki hægt að kaupa lif- andi fólk, ekki einu sinni fyrir milljónir peseta! Maður hefur engan siðferðilegan rétt til þess! Góði Guð, hjálpaðu mér bað ég í huganum. — Ráðleggðu mér og gefðu mér styrk. I mesta flýti leitaði ég eftir réttu setn- Takið hann með yður, senora, sagði konan aftur, og nú var hún ekki lengur biðjandi, miklu fremur skipandi. Takið drenginn og látið hann fá tækifæri til að alast upp, svo hann geti orðið hamingjusamur maður, takið hann með yður... 4. TBL. 1990 VIKAN 29

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.