Vikan - 22.02.1990, Síða 32
FRA ASTOR:
Vor-
boinn
Lóan er að vísu ekki komin enn til að
kveða burt snjóinn, en þrátt fyrir það
eru okkur farnir að berast hlýir vor-
straumar og það ffá Þýskalandi — því
vorlitirnir frá Astor eru komnir.
Ásthildur Þorvaldsdóttir snyrtifræðingur
ferði forsíðustúlkuna okkar, Bryndísi Fanney
Guðmundsdóttur í Astor vorlitina og eins og
sjá má eru þeir meira en hlýir, þeir eru heitir
— hættulega heitir.
Litirnir draga dám af tískunni í fatnaði og
hvað verður nú í tísku í sumar? Að undir-
stöðu til byggir tískan á liðnum tíma; frá ár-
unum 1920-30 þegar kjólarnir voru síðir nið-
ur í mitti og pilsin sveifluðust að neðan. Einn-
ig frá tíma reykmettuðu jassklúbbanna og ffá
6. áratugnum þegar unglingatískan var alls-
ráðandi; skær Hawaii munstur, stuttbuxur,
krúttlegir toppar og aðsniðnir kjólar. Á sjö-
unda áratugnum og langt ffam á þann áttunda
er A-línan ráðandi; þröngir toppar og útvíðar
buxur. Litrík og mikil munstur sem minntu á
þjóðbúninga og Carnaby tískan. En vortískan
byggir ekki eingöngu á endurminningunum,
heldur einnig á fatnaði fólksins í heitu
löndunum; hún minnir því á nautabanastíl,
batikliti og munstur Afríku, silkifatnað Ind-
lands og Asíu og skartgripir þessara landa eru
enn í miklu upp-
áhaldi.
Litirnir eru annars
vegar náttúrulegir
og efhin sömuleiðis
eða dökkir og dul-
úðugir eða skærlit
blanda sem minnir á
heit og framandi
lönd. Hvítt og aftur
hvítt, sterkir, fjör-
legir litir — blóð-
rauður, miðnætur-
blár, kaktusgrænn
og fjólublár — sem
blandað er saman á
ffamandi hátt.
Vorið virðist ætla
að verða afar fjölbreytt, litríkt — og heitt, eins
og litirnir ffá Astor.
Skaeru litimir frá Astor hæfa jafnvel þeim konum sem kjósa að klæðast ljósum
jarðarlitum í sumar og þeim sem velja skærlitan fatnað heitu landanna.
Undirtónninn í vorlitunum er blóðhiti.
32 VIKAN 4.TBL1990