Vikan


Vikan - 22.02.1990, Page 38

Vikan - 22.02.1990, Page 38
Baugfingur og litlifingur sýna afstöðu þína til umheimsins. • Ef baugflngur er lengri en langatöng heíur þú mikla þörf fyrir alúð. • Ef litlifingur er eitthvað afbrigðilegur (óvenjulega langur eða kraftalegur) ertu meðorðagjarn (-gjörn) og setur markið hátt. Svið lófans Lófanum er skipt í þrjú svið. Þessi svið endurtaka sig svo í fingrunum. Ef ... svið 1 er greinilega afmarkað (sér- staklega vel afmarkað eða með mörg- um línum): Þú hefur mikla lífsorku og veist nákvæmlega hvað þú vilt. ... svið 2 er greinilega afinarkað: Til- finningar skipta þig mestu máli. Skynsemi og rökffæði eru ekki þínar sterku hliðar. ... svið 3 er greinilega afmarkað: Þú ert greinifega skynsemistrúar, snýrð þér að vandamálum með opin augu. Ef lófinn er ... mjög mishæðóttur: Þú ert mjög móttækifegur (-leg) fyrir andlegum áhrif- um. ... flatur: Þú hefur mjög fjörugt ímynd- unarafl. (Jtkomuna úr þessum fyrstu athugunum er best að hafa í huga við síðari athuganir, þegar rannsakaðar eru nánar línur og hæð- ir lófans. Bera verður merkin saman til að finna heildarmynd. Ást og kyntöfrar Um það fjallar hjartalínan og svið nr. I og 2. Ef hjartalínan ... er djúp og fastmótuð: Þú ert mjög 36 VIKAN 4. TBL. 1990 ástríðufuflur (-full) og hræddur (hrædd) um að verða fyrir svikum. ... er ósýnileg: Þú ert algerlega tilfinnn- ingalaus. ... er skipt: Þú hefur tilhneigingu til að skipta oft um félaga. . .. vísar upp að vísifingri: Þú ert fljótur (fljót) að átta þig og krefst stanslausra ást- arjátninga. ... vísar upp að löngutöng: Þú átt erfitt með að aðlagast. ... er keðjulaga: Þú ert gefinn (gefin) fyrir daður og vilt sigra í ástarmálum. ... mjög fast mótuð: Þú ert hinn ákjós- anlegasti ástmögur (-mey). Ef Venusarhæðin ... er greinileg: Þú ert mjög aðlaðandi. . .. er skipt: Þú ert ekki sérlega staðfastur (-föst) í ástarmálum. Ef hæð ... 1 er mjög greinileg: Þú ert ekki sér- lega ástleitinn (-leitin). . .. 2 er mjög greinileg: Þú lætur frekar stjórnast af skynsemi en tilfinningum. Lyndiseinkunn og lífsskoðun Örlagalínan kveður á um það. Ef örlagalínan ... er mjög greinileg og vísar beint upp: Þú átt erfitt með að aðlagast ýmsum málefnum og hugsjónum. .. . er djúp og fastmótuð: Þú ert fær um að nota gáfur þínar á réttan hátt. ... mætir líflínunni: Þú færð að mestu leyti óskir þínar uppfylltar. ... liggur eftir miðjum lófanum: Þér heppnast flest. .. . endar við baugfingur: Þú ert ánægð- ur (ánægð) með umhverfi þitt og vift vita hvað fófk hugsar um þig. ... liggur fiá hæð nr. 7 upp Iófann: Þú ert mjög rómantískur (-tísk) og hug- myndaríkur (-rík). ... liggur frá hæð nr. 1 upp lófann: Þú ert glaðvær og jákvæður (-kvæð) gagnvart umhverfinu og mjög hrifhæmur (-næm). Heilsa og lunderni Hér verður að bera saman fíflínu og hæðirnar nr. 2-7. Ef líflínan ... er löng og skýr: Þú hefur mjög mikið fíkamlegt þrek. .. . er löng og mjó: Þú ert mjög við- kvæmur (viðkvæm) en seigur (seig) þegar til kastanna kemur.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.