Vikan - 22.02.1990, Side 40
FERÐALOC5
Komdu í grofarferd
...um hryllingsstaði Hollywood f Ifkbíl og sjáðu hvar hrœðileg
ógœfa hefur dunið yfir ríka, frœga fólkið og hvar það er grafið
TEXTI:
ÞORSTEINN ERLINGSSON
Upphaf grafarferðar-
innar er ekki beint
notalegt þar sem
rödd Bette Davis
heyrist af segulbandi: „Festið
sætisólarnar. Þessi ferð á eftir
að verða nokkuð erfið!!“ Far-
þegarnir sjö hafa borgað tutt-
ugu og fimm dollara til að fá
sæti í Cadillac líkbíl árgerð
1968 í eigu Grafarferða hf.
sem stendur fyrir utan Kína-
leikhúsið í úthverfi Holly-
wood. Þeir eru að hefja
tveggja og hálfrar klukku-
stundar ferðalag um „hryll-
ingsheima þeirra ríku og
£rægu“. Eins og stendur í aug-
lýsingabæklingi Grafarferða hf.
er þér lofað að farið sé með
þig um svæði sem enginn ann-
ar myndi leyfa sér að fara með
þig um. Þú munt sjá Babylon
Hollywood, sem er ekki mest
aðlaðandi staður þeirrar stóru
borgar. Þú kemst í návígi við
ógnvekjandi hneykslismál, ást-
arævintýri sem hafa endað á
hræðilegan hátt, staði þar sem
hryllileg morð hafa átt sér
stað, sjúkrahús þar sem fólsku-
verk hafa verið framin, staði
þar sem fólk hefúr fýrirfarið
sér á hrollvekjandi hátt og
kirkjur þar sem ffægar útfarir
hafa farið ffam.
Þú færð að sjá amerísku for-
tíðardýrkunina sem fékk að
láni viðskiptapólitík ffá öðrum
áratugnum, skrautlegu hús-
gögnin ffá þriðja áratugnum,
frægu kvikmyndirnar ffá þeim
fjórða, djörfu danstónlistina
ffá þeim fimmta og yfirþyrm-
andi sjálfstraustið ffá sjöunda
áratugnum. Hvers vegna ættu
grafarferðirnar ekki að vera
fjölbreyttar? Þær eru fyrir börn
smekkleysunnar.
„Þetta er eins og að vera í
draugahúsinu í Disneylandi,"
segir einn af farþegunum, „en
þetta er mjög ffóðlegt.“ „Þegar
verið er að hugsa um miklar
fjárfestingar er gott að vita af
þessu," segir fasteignasali í
hópnum. Það eru orð að
sönnu því áður en fjárfest er í
tveggja hæða húsi nálægt setri
Rudolph Valentino á Bella
Drive væri gott að vita að það
var þar sem Manson og gengi
hans myrtu Sharon Tate og
fjóra aðra. Ef þú ert hins vegar
að hugsa um að leigja ljós-
brúnu bygginguna á Shoreham
Drive ættirðu að hugsa um að
Diane Linkletter lét þar lífið af
of stórum skammti af LSD
1969 og ætti það að hafa ein-
hver áhrif á leiguna. Vinalegur
fasteignasali myndi ef til vill
ekki segja þér ffá því að brúna
húsið á Benedict Canyon sé
staðurinn þar sem sjónvarps-
hetjan George Reeves skaut
sig í höfuðið eða að í húsinu
með marmaraskiltinu utan á
hafi Bugsy Siegel látið lífið
í skotárás glæpamanna.
Grafarferðir sniðganga ekki
hefðbundna viðkomustaði
hinna venjulegu ferðamanna
eins og bleiku höllina hennar
Jayne Mansfield með hjarta-
löguðu sundlauginni í garðin-
um. Það var þar sem hin dáða
grínleikkona bjó þangað til
hún lést í bílslysi. Einnig fáum
við að sjá fýrrum hús Elizabeth
Taylor sem var í eigu Frank
Sinatra þegar syni hans var
rænt og krafist var tvö hundr-
uð og fjörutíu þúsund dollara
Iausnargjalds. Við förum
framhjá villu Ronalds og
Nancy Reagan sem þau keyptu
til að eyða ævikvöldinu í. Hús-
ið bar áður númerið 666 en
þar sem þetta númer var að
þeirra mati andkristilegt fór
Ronald fram á það við borgar-
yfirvöld að númerinu væri
breytt í 668 St. Cloud Street.
Kannski gerðu þau þetta sam-
kvæmt ráðleggingum stjörnu-
spekings Nancy.
Batt plastpoka yffir
höfuð sér og kafnaði
Ferðamenn ættu að fara í
ferð með Grafarferðum hf.
áður en þeir ákveða á hvaða
hóteli þeir gista. Þeir gætu
óvart skráð sig inn á Regency
Plaza hótelið þar sem Divine
skráði sig út, til himna, á Chat-
eau Marmont þar sem John
Belushi dó af ofhotkun lyfja,
jafnvel á Beverly Hills hótelið
þar sem Peter Finch lést af
hjartaáfalli í anddyrinu. Einnig
gætu þeir lent á Hollywood
Knickerbocker þar sem ekkja
Harry Houdini kastaði sér fram
af þakinu til að komast til síns
heittelskaða eiginmanns eða
hinu óþrifalega Highland
Gardens hóteli þar sem Janis
Joplin lést í babydoll náttfötun-
um sínum.
í grafarferðunum falla mörg
tár þegar verið er að lýsa síð-
ustu ævistundum frægra leik-
kvenna ffá Hollywood eins og
Peg Entwistle sem framdi
sjálfsmorð með því að kasta
sér fram af H-inu í Hollywood-
merkinu á hæðinni fyrir ofan
borgina. Það var um þrjátíu
metra fall.
Þegar líkbíllinn fer ffamhjá
yfirgefna húsinu sem Clara
Blandick, sem lék Em frænku í
Galdrakarlinum í Oz, bjó í
minnist leiðsögumaðurinn
þess að á pálmasunnudag, þeg-
ar hún var áttatíu ára, fór hún í
kirkju og eftir guðsþjónustu
aftur heim til sín og skrifaði á
miða: „Ég er nú að leggja upp í
ævintýraferðina miklu. Ég bið
guð að taka við sál minni.
Amen.“ Að því loknu batt hún
plastpoka yfir höfuð sér og
kafnaði. Eftir andlát hennar
birtist eftirfarandi setning í
Grafarfféttum: „Við heiðrum
Em ffænku fyrir að vera fyrsta
38 VIKAN 4. TBL. 1990