Vikan


Vikan - 22.02.1990, Blaðsíða 43

Vikan - 22.02.1990, Blaðsíða 43
 BARNEIGMIR ÞÝSK KONA KOMIN I HEIMSMETABOK GUINNESS: Fjórar fœðingar bar upp a 13. januar A nnalora Rudolph er 46 ára /% húsmóðir og fjögurra barna / % móðir. Fjölskyldan, sem jL jL.býr í bænum Bergholz- hausen í Vestur-Þýskalandi, heldur upp á afmæli barnanna fjögurra sama daginn, - þann 13. janúar. Staðreyndin er sú, að fæðingu barna hennar Annelore hefur ávallt borið upp á þennan mánaðardag; Súsönnu árið 1970, Melanie 1972, Henning 1974 og Frank 1979. Sérfræðingar segja að þetta sé einstakt tilfelli, því þetta komi ekki fyrir nema hjá einni konu af hverjum fimmtíu milljón- um. - Annalora er því einstök að þessu leyti, enda er Rudolph-fjöl- skyldan nú komin á síður Heims- metabókar Guinness. Skyldi þetta vera tilviljun, — eða er þetta með ráðum gert? „Við höf- um sjálf ávallt átt erfitt með að trúa þessu. Þó svo við reyndum að hafa áhrif á fæðingardag barnanna, þá hlýtur að vera ógerningur að stjórna slíkri nákvæmni," sagði vöruflutningabílstjórinn Walter Rudolph. Frúin bætir svo við: „Starfsfólk sjúkrahússins hefur ávallt gert hálfgert grín að þessu og hlegið dátt, þegar börnin hafa komið í heiminn þennan sama mánaðardag. Fyrir mig hefur það eitt skipt máli, að börnin fæðist heilbrigð." Þar sem börnin fjögur eru öll fedd þann 13. janúar, eru þau að sjálfsögðu öll í sama stjömumerkinu, hvort sem þeim líkar það vel eða illa, - í steingeitinni. Þrátt fýrir þá staðreynd em þau hvert með sínu mótinu, em misjafnlega skapi farin og hafa ólík áhugamál. Sú elsta, Súsanna, sem er að læra til kokks, segir: „Ég er mikið fýrir ró- Annelore Rudolph ásamt bömum sínum. Passamir sýna, svo ekkí verður um villst, að bömin em öll fædd þann 13. janúar. Afmælisveislurnar em alltaf stórar í sniðum. Þá er meðal annars borin á borð hnallþóra með 13 kertum. Þau get óhikað sagt a 13 sé happata an þeirr bömin hennt Anneloi Rudolpl legheitin og fer gjarnan í gönguferðir með hundinn okkar, Yetho.“ Melanie er að búa sig undir stúdentspróf í fjöl- brautaskóla. „Ég stunda íþróttir af lífi og sál,“ segir hún, „og ég elska börn.“ Henning bróðir hennar situr við tölv- una sína hvenær sem færi gefst og leik- ur sér að því að búa til ný forrit af ýmsu tagi. Frank, sá yngsti, er í essinu sínu þegar hann fer að spila fótbolta. — Svona em börnin mismunandi. Auðvitað sýður stundum upp úr á meðal systkinanna eins og gengur á hverju heimili. „Það varir þó aldrei Iengi,“ segja þau einum rómi. Einn dag á ári er þó aldrei rifist og þá em allir í sátt. - Það er náttúrlega á afmælisdag- inn þeirra allra, 13. janúar. Þá em mikil veisluhöld hjá Rudolph-fjölskyldunni, sem standa í heila tvo daga. „Þann 13- janúar kemur öll fjölskyldan saman, afar og ömmur, ffændur og frænkur, - yfir 50 manns. Daginn eftir er vinum og kunningjum barnanna boðið í þenn- an sérstæða afmælisfagn- að. Afmælistertan er ávallt skreytt með 13 kertum, og blása systkin- in á þau í sameiningu, og skipta síðan kökunni á milli sín. - „Og þannig ætlum við alltaf að hafa þetta. - Líka þegar við emm flutt að heiman og komin með fjölskyldur. Við emm ákveðin í því að hitt- ast öll þennan dag og halda upp á afmælið okkar saman á meðan við lifum,“ segja systkinin íjögur og eru algjörlega sam- mála. . 4. TBL 1990 VIKAN 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.