Vikan - 17.11.1938, Side 5

Vikan - 17.11.1938, Side 5
Nr. 1, 1938 V IK A N 5 SVIPIR ÚR DAGLEGA LÍFIHIU. EGAR gatan er blaut og bílarnir aka um Traðarkotssund ýra þeir aur og vatni á lítinn kjallaraglugga, sem stendur lágt yfir jörðu. Ef til vill er þetta kámugasti glugginn í öllum bæn- um. En þó er hann ekki skítugri en svo, að athugull vegfarandi getur séð hnípinn kanarífugl í búri niður í djúpri glugga- kistu. Sitt hvoru meginn við gluggann hanga hvítar gardínur — gamlar og slitn- ar, hvítar gardínur. Og ef einhver gerir sig sekan í því að gá í gluggann eru nokkr- ar líkur til að honum takist að grilla í gamla konu, sem er á sífeldum þönum fram og aftur um gólfið. Stundum leggst hún fram á gluggakistuna til að kjá framan í kanarífuglinn sinn. Við þurfum að ganga á bak við húsið, niður margar tröppur og inn langan og dimman gang til að komast inn í kjallar- ann til gömlu konunnar — og við skulum gera það. * logandi sárt. Og svo hafði ég brotið í aug- anu þangað til sjónin þvarr og augað þornaði upp og hvarf af sjálfu sér. Er ég komst til fullorðinsára fékk ég mér svo glerauga, heldur en ekki neitt. Ég er víst Hún heitir Jóhanna Guðmundsdóttir, fædd að Holti í Innra-Neshreppi 1870. Foreldrar hennar voru fátækir einyrkjar — miklu fátækari en gerðist og gekk um fátækt fólk. Þau voru skínandi fátæk á allt annað en örbyrgð og ómegð. Þau hétu Rósa og Guðmundur. Jóhanna var yngsta barnið þeirra. Er hún var tveggja ára missti hún föður sinn. Hann hrapaði fyrir björg í Bláfjöllum upp af Grundarfirði. Það var í skammdeginu. Hann hafði farið með Borgundarhólmsklukku til viðgerðar yfir í Staðarsveit fyrir bónda nokkurn í Grund- arfirði. Á heimleiðinni brast á hann stór- hríð, svo hann viltist og hrapaði fyrir björg. Fannst lík hans ekki fyrr en löngu síðar. Nú fór í hönd heimilisupplausn og fjöl- skyldutvístringur. Jóhanna fylgdist með móður sinni og ólst upp í vistaskiptum víðsvegar á Snæfellsnesi. Hún hafði því fengið töluverða lífsreynslu og séð margt misjafnt fyrir sér, er hún hafnaði hér í Reykjavík 16 ára gömul. Meðal annara á- verka, er hún hlaut í uppvextinum var að tapa öðru auganu: — Já, blessaður veri hann, elsku mað- urinn! Það var nú ekki svo vel, að ég fengi að halda báðum augum mínum fram yfir fermingu. Nei — ónei. Ég var að sprengja hvellhettur úti á fiskasteini upp á Akra- nesi, vorið áður en ég „staðfestist". Og um leið og hún sprakk, hrökk brot úr henni upp í augað á mér. Það var and- svítans ári sárt, blessaður minn — alveg búin að kaupa fimm augu. Það er mörg æfisagan, elskurnar mínar! Jæja. — Ég var í heiminn borin til að vinna :— enda hef ég ekki farið varhluta af þeirri köllun minni. Sextán ára vistað- ist ég vinnukona til frænku minnar í Hlíð- arhúsum. Þaðan fór ég í Arabæ, og síðan til Fridreksens bakara. Þar var ég í sjö ár. Mín vinnukonuár voru engin sældar ár —; og fari það b . . . . . Margan morgun- inn varð ég að rísa úr rekkju kl. 4 og aka, draga eða bera taupokann minn inn í Þvottalaugar. Á sumrin var þetta þol- andi —- en á veturna, í brunafrosti og hríðum. Það var merkilegt að flestar vinnukonur, er þá voru í Reykjavík skyldu ekki fá lungnabólgu og deyja. En það bar ekki á því. Við lifðum — allar nema vinnu- konan á Hóh.. Hún var að koma heim, seint um kvöld, og álpaðist ofan í Rauðar- árlækinn og drukknaði. Þar fannst hún morguninn eftir með taupokan sinn á bak- inu. Einu sinni stofnuðum við tíu vinnukon- ur eins konar félag með okkur. Tilgangur þess var ekki sá, að knýja fram hærra kaup og styttri vinnudag. Nei, ekki nú alveg. Þetta var öllu fremur ferða- og skemmtifélag, og höfuðmarkmiðið var: að félagskonum mætti auðnast að sjá Þing- velli. Um sólbjartan sunnudagsmorgun á miðjum slætti lögðum við svo allar tíu upp frá Reykjavík og hugðum að ná hinu setta takmarki um hádegi. Til fararinnar leigðum við hestvagn og ekil og gerðum samning um, að fargjaldið fram og aft- ur skyldi kosta tíu krónur fyrir okkur all- ar — eða krónu fyrir hverja okkar. En þegar austur á heiði kom vorum við krafð- ar um fargjaldið, og skipaði þá ekillinn okkur að borga sér tuttugu krónur, eða hann snéri við. Auðvitað var hann blind- fullur, og við vita brennivínslausar. Við gátum nú hvorki eða vildum borga helmingi meira en um var samið og fóru svo leikar að „dóninn“ sneri aftur með okkur. En í bakaleiðinni komum við að Lögbergi og töfðum þar um stund. Þar voru fyrir liðsforingjar af íslands Falk — reglulega reffilegir og góðir menn. Þeir gáfu okkur tvisvar kaffi og með því, tóku af okkur myndir og dönsuðu við okkur. Það voru fínir menn. Þeir gerðu alltaf „svona“, ef þeir vildu okkur eitthvað. Og um leið bregður Jóhanna hendinni upp að gagnauganu og brosir unggæðingslega. En þeir sviku að senda okkur myndirnar eins og þeir lofuðu. Líklega hafa þeir bara gleymt því! Þetta var nú allt og sumt og það eina, sem ég skemmti mér í þessi hart nær 20 ár, sem ég var vinnukona. Minna gat það ekki verið, blessaðar elskurnar mínar. Og kaupið mitt. Það voru oftast 35 krónur á ári. Af því þurfti ég að sjá fyrir móður minni. Hún lifði og dó á minn kostnað, eftir að ég fór að vinna. Ræðan eftir hana átti að kosta sex krónur, samkvæmt taxta. Presturinn okkar, sem vissi gjörla um ástæður mínar, bauðst til að selja mér ræðuna fyrir hálfvirði — eða þrjár krón- ur. En þegar ég borgaði honum stóð svo á að átti tvo tveggja króna peninga. Þá sagið hann: Við skulum hafa það svona, Jóhanna mín. Ekki gat hjartað séð af einni krónu! Á krossmessu 1907 réðst ég sem bú- stýra til búandi lausamanns á Skólavörðu- stíg. Varð ég fljótt að vinna fyrir hús- bónda mínum, því hann var tímunum saman atvinnulaus. En þar sem mér þótti vænt um hann sætti ég mig við þetta og vel það — því ég átti einnig með honum barn. Og til að sjá okkur farborða setti ég upp brauð- og mjólkursölu og stóð þar með barnið á handleggnum allan daginn. Það voru erfiðir dagar. Svo henti mig það óhapp að detta í stiga og meiða mig í hné. Þetta var um haust. Þann vetur allan var ég hölt — og um vorði var ég flutt á Landakots- spítalann, sem þá var nýstofnaður. Þar lá ég í tíu mánuði og kom þaðan heil heilsu — en annar fótur minn var höggvinn af um mitt læri. Þá og síðan hef ég hökt um eineyg og einfætt. Sumarið, sem ég lá á spítalanum, kom húsbóndi minn og barnsfaðir ríðandi vest- ur í Landakot til að heimsækja mig. Drenghnokkann okkar reiddi hann á hnakksnefinu. Nú hafði hann þau gleði- tíðindi að færa mér, að hann hefði fengið vinnu upp í sveit og væri á förum þangað til að vinna fyrir okkur. Kvaddi hann mig Framh. á síðu 15.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.